Nýtt Helgafell - 01.04.1959, Page 68

Nýtt Helgafell - 01.04.1959, Page 68
62 HELGAFELL UNDIR SKILNINGSTRÉNU _______________________________________: Skiljanlega Ástarævintýrið, með Maríu Gabriellu, sem þó var ekkert ástarævintýri, hefur orðið keisaran- um til nokkurrar hneisu. Mbl. 25. 3. ’59. Má maður manni segja. Ég gaf henni stutta og gagnorða lýsingu á mannlegum hjónaböndum. ,,Andstyggilegt!“ sagði hún með greinilegum viðbjóði og hristi höfuðið. Ingi Vítalín: Ferðin til stjarnanna, bls. 90. Ráðizt á garðinn, þar sem hann er lægstur. Því lesið þið fyllibytturnar ekki Rubaiyat Om- ars Khayams? . . . Erindi þessi geyma andlega eymd, vonbrigði og þá örvæntingu, sem batt Omar við bikar sinn í 30 ár. Svo langt er geng- ið, að jafnvel bindindispostulinn er hvattur til að yfirgefa allt og leita uppi næstu knæpu. Vísir, 13. 1. ’59. Amen. Að því búnu flutti séra Gunnar Jóhannsson, prófastur í Skarði bæn. Hermann Jónasson for- sætis- og landbúnaðarráðherra flutti ræðu, . . Tíminn, 22. 7. ’58. Laun heimsins. Síðan ók stúlkan til Reykjavíkur og á glugga Tryggingarstofnunarinnar eins og fyrr segir. Má segja að það komi úr hörðustu átt, þegar stúlk- ur sem stunda bílferðir með setuliðsmönnum, valda spjöllum á þeirri stofnun, sem leggur út barnsmeðlög, þegar óvíst er um faðerni. Tíminn, 4. 3. ’59. Ha? Díalektísk efnishyggja greinist í grundvallar- atriðum frá allri fyrri heimspeki. Mótun hennar er bylting í sögu hugsunarinnar. Marx og Eng- els heppnaðist að lyfta heimspekinni, eftir rúm- lega tvö þúsund ára þróun, upp á svið ókreddu- bundinna, frumspekilausra, samkvæmra vísinda, er endurspeglast í díalektík raunveruleikans. Þjóðviljinn. Mikil er trú þín. Mér finnst nú Þjóðviljinn líta út fyrir að vera ópólitískasta blað á íslandi og á ég þar við er- lendar fréttir um menn og málefni. J. H. í Bæjarpósti Þjóðv., 18. 3. ’59. Nei, það er alveg óþarfi núna. Vilhjálmur Þ. Gíslason, útvarpsstjóri, talaði um Minningabók Montgomerys. Ég hef sjaldan heyrt betur talað um bók og skilmerkilegar, í rauninni sagði hann á þessari stuttu stund allt það úr bókinni sem varðar máli, en samt sem áður er ekkert á móti því að lesa þessa stór- merku bók. Þorsteinn Jónsson, Mbl., 12.3.’59. Þm. Seyðfirðinga liugsar sig um tvisvar. Taprekstur er aldrei góður, — — og í það minnsta ekki eftirsóknarverður. Björgvin Jónsson, Tíminn, 21. 2. ’59. Rússnesk tvöfeldni. Molotov brosti aðeins með augunum, aldrei sást bregða fyrir kátínuglampa í augum hans. Mbl., 13. 3. ’59. Dialektik? Sjómannafél. Akureyrar endurheimti kjara- skerðingu með nýjum samningum. Þjóðv., fyrirsögn, 1. 4. ’59. Ekki Holskeflan? Fyrir nokkrum vikum var hafinn undirbún- ingur að stofnun félags eiginkvenna ísl. loft- skeytamanna. Stofnfundir félagsins, er ber nafnið Kvenfé- lagið Bylgjan, voru haldnir 12. og 26. febr. sl. Um 60 konur hafa þegar gerzt félagar. Vísir, 1. 4. ’59. Það á ekki úr að aka. Verðlækkanir enn. Alþbl. 4. 2. ’59 (fyrirsögn) Hin eina sanna heimspólitík. Menn eiga hvorki að búa í höllu eða húsi. Við eigum ekki heldur að búa hvert með öðru, en hvert í öðru. Hennar innri tilfinningar eiga að útfylla hans og hans innri tilfinningar eiga að útfylla hennar. Tvær mannverur. sem eiga sitt heima í hvoru. hafa öðlast þann eina og sanna „heimsfrið“. Alþ.bl., grein, 4. 2. ’59. (Leturbr. Helgaf.)

x

Nýtt Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.