Nýtt Helgafell - 01.04.1959, Page 70

Nýtt Helgafell - 01.04.1959, Page 70
64 HELGAFELL ríkulega umbun. Fáni þjóðarinnar blakti á ókunnum höfum, heimurinn kenndi valds hennar. Hún var auk heldur að skapa sér frægar bókmenntir. En þá bregður svo undarlega við á þessum atorku- og bjartsýnistímum, að þorri bók- menntanna og frægustu verkin draga fram í dagsljósið illvirki, spillingu og örvilnun sem snara þætti úr mannlegu hlutskipti. Þetta eru gamlar sögur úr borgarastríðinu, losta- og hryllingssögur: bróðir selur blíðu systur sinn- ar, faðir girnist dóttur, konungur fellur hug til ungmennis, augu eru stungin úr gamal- menni, öldungur er myrtur í svefni, vinar- heit rofin, loforð svikin, góðir menn formæla guðunum, og hver blettur er blóði stokkinn. Útlendir menn, sem lesa þessar bækur, ætla, að X-land væri byggt úrkynjuðu fólki og raunalega snauðu að smekkvísi, siðgæði og manndyggðum. Þetta var England á dögum Elísabetar drottningar fyrstu, sem nú hefur verið lýst, en ekki Bandaríkin í dag á þessu Herrans ári Velmegunarinnar miklu. En ef þess er gætt, sem breytzt hcfur almennt í heiminum, og einnig hins, að við Aineríkumenn eigum tæplega neinn Shakespeare, heldur í hæsta Iagi menn á borði við Jolin Ford og John AYebster, samtíðarhöfunda hans, gætum við alveg eins verið að tala um Bandaríkin. Og í því sambandi væri ekki úr vcgi að skiptast á nokkrum orðum við séra Bruckberger, sem ritaði grein hér í New York Times fyrir skömmu, og sömuleiðis við höfund ritstjórnar- greinar, sein birtist í tímaritinu Life 12. sept. [1955]. Þessir greinarhöfundar láta sig báðir máli skipta, hvernig Ameríka kemur heiminum fyrir sjónir. „Er það sanngjarnt,“ spyr séra Bruckberger, franskur vinur vor, sem kom í heimsókn, „að hið mikla blómaskeið amer- ískrar skáldsagnagerðar skuli þurfa að há forustu Bandaríkjanna í hinum frjálsa heimi?“ Og Lifc segir: „Evrópumenn hafa drukkið í sig fordóma gegn Ameríku úr ýmsum hinum ágætustu bókmenntum sínum, þar sem finna má heiftúðlegar árásir á vort ótigna lýðræði. . . . Engin furða þótt sú ófagra mynd ljókki að mun, þegar vér hjálpum þeim til með því að gera sjálfir lítið úr oss.“ Hvað skal gera, þegar listræn gildi og póli- tískir hagsmunir stangast á? Séra Bruckberger tekst ekki á hendur að svara þeirri spurningu fyrir oss. Hann segir, að það sé „sómi“ bókmennta, að þær stofni til „stórfellds ágreinings í vitundarlífi þjóða“. A hinn bóginn harmar hann þær afleiðingar, sem þessi ágreiningur í vitundarlífi þjóðar vorrar valdi út á við. Hann er vissulega of vel menntur til þess að freista að greiða úr þessu ósamræmi í sama anda og höfundur greinarinnar í Life, sem segir um leið og liann slær nokkra hefðgróna varnagla, að nú eigi bókmenntir Ameríku að vera bjartsýnar, af því að hagur landsins standi með svo miklum blóma og lýkur miklu lofsorði á „Gráklædda manninn“, af því að sú saga sé að minnsta kosti „jákvæð“, enda þótt hún sé „ómerkilegt listaverk“. Greinarhöfundur tekur meira að segja til- vitnun í Sloan Wilson, höfund „Gráklædda mannsins“, að texta fyrir ræðu sinni: „Heim- urinn hefur verið mér mjög góður, og ég býst við, að þess sjái merki í bókum mínum. Okk- ur hættir til að gleyma því, að nú er góða*ri í landi. Alltof margir höfundar skrifa, eins og þeir væri ennþá aftur á kreppuárunum.“ Enda þótt ég hafi ekki ennþá lesið „Grá- klædda manninn“, leyfi ég mér að draga í cfa, að heimurinn eigi eftir að verða höfundi hans jafngóður og Ernest Hemingway, Will- iam Faulkner, Theodore Dreiser, Sinclair Lewis, T. S. Eliot, Robert Frost, og býsna mörgum öðrum amerískum höfundum, sem ekki tókst jafnauðveldlega að finna samnefn- ara fvrir heimspeki og bankainnstæðu. Það, sem hér er raunverulega lagt að veði, er frelsi. Ef listsköpun liefur nokkurt gildi, er það fólg- ið í því, að hún er að sínum hætti alveg frjáls atliöfn. Vitaskuld mótast hún við alls konar ótöluleg skilyrði, en engin rannsókn á þess- um skilyrðum, hagfræðilegum, líffræðilegum né öðrum, liefur megnað að komast fyrir Ieyndarmál þess, hvernig hin nýja skvnjun, hið nýja listaverk, sem með sanni má kallast skapað, verður til. En hið nýja við verkið er teikn frelsisins. Ég álít., að enn hafi ekki verið skrifuð skáld- saga, sein skilgreini nógu vel sögu vora, eins og hún er að gerast í dag, og mér ér jafnlítið

x

Nýtt Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.