Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.12.2001, Side 68

Sveitarstjórnarmál - 01.12.2001, Side 68
482 Öryggismál miða við að áhætta einstaklinga vegna snjóflóða sé talsvert minni en önnur slysaáhætta í samfélaginu, til dæmis vegna umferðarslysa, eða heildaráhætta barna vegna slysa. Með þessum hætti má færa rök að því að viðunandi áhætta vegna snjóflóða sé á bilinu 0,2-0,5 dauðsföll á 10 000 íbúa á ári. Þetta samsvarar því að áhætta vegna snjóflóða sé á bil- inu 5 til 2 sinnum minni en meðaláhætta einstakl- inga hér á landi vegna uinferðarslysa. Svipaðar niðurstöður fást ef byggt er á greiningu á virði mannslífa eins og rætt var að framan eða reynt að ineta hvaða áhætta er nánast hverfandi fyrir flesta einstaklinga. Nýjar reglur um hættuinat vegna ofanflóða hér á landi voru settar árið 2000. Reglurnar skilgreina þrenns konar hættusvæði, A, B og C. Svæðin eru afmörkuð á grundvelli „staðaráhættu“ sem er skil- greind sem árlegar dánarlíkur einstaklings sem dvelur öllum stundum i óstyrktu húsi á tilteknum stað. Raunveruleg áhætta íbúa er háð viðveru þeirra á staðnum og auknu öryggi vegna styrks bygginga. I íbúðarhúsum getur raunveruleg áhætta orðið um 75% af staðaráhættu og 40% í atvinnu- húsnæði. 6. tafla sýnir gildi staðaráhættu sem skil- greina mörk þrenns konar hættusvæða. 6. tafla. Hættusvæði samkvæmt reglugerð um ofanflóðahættumat frá árinu 2000. Hættu- Lægri mörk áhættu Efri mörk áhættu svæði (10-Jáári) (10-4 á ári) A 0,3 1,0 B 1,0 3,0 C 3,0 - Reglugerðin kveður á um að einungis megi skipuleggja nýja byggð utan hættusvæða. Enn- fremur eru eftirfarandi kvaðir settar á nýtingu þegar byggðra hættusvæða. A Byggja má ný íbúðarhús með færri en 4 íbúðum og atvinnuhúsnæði á þegar skipu- lögðum svæðum. Skóla, spítala og fjölbýlishús o.s.frv. þarf að styrkja þannig að þau þoli ástreymisþrýsting snjóflóða. B íbúðarhúsnæði verður að vera styrkt en ekki almennt atvinnuhúsnæði. Ekki er leyfilegt að byggja nýja skóla, spítala o.s.frv. C Ekki má reisa neinar byggingar þar sem búist er við stöðugri viðveru fólks. Heimilt er að breyta og halda við byggingum sem standa á svæð- unum. Gerð er krafa um að breytingar feli í sér að öryggi fólks aukist. I reglugerðinni er kveðið á um að sveitarfélög skuli gera áætlun um að árið 2010 verði ekkert íbúðarhúsnæði á hættusvæði „C“. Þessu inarkmiði skal ná með því að reisa varnarvirki eða með því að kaupa upp hús þar sem bygging varnarvirkja er ekki hagkvæm eða möguleg. Gerð hefur verið áætlun urn byggingu varnarvirkja og uppkaup húsa til þess að ná þessu markmiði. Ofanflóðasjóður veitir einnig styrki til að reisa varnir fyrir byggð á hættusvæðum „A“ og „B“. Áhætta einstaklinga hefur ekki verið notuð við snjóflóðahættumat í öðrum löndum Evrópu, svo sem Noregi og Alpalöndum, en í þessum löndum er mest reynsla af snjóflóðahættumati. íslenskar hættumatsreglur og hættumatsaðferðir hafa verið bornar saman við norskar og austurrískar aðferðir. Þrír hópar sérfræðinga afmörkuðu hættusvæði á Seyðisfirði á grundvelli íslenskra, norskra og aust- urrískra reglna. Niðurstöðurnar benda til að ís- lenskar hættumatsreglur séu nokkuð strangari en norskar og austurrískar reglur. Vera má að gerð sé krafa urn u.þ.b. þrisvar sinnum meira öryggi á fs- landi en í hinum löndunum tveimur. Eftir að reglugerð um hættumat var sett hefur umhverfisráðherra staðfest hættumat fyrir Nes- kaupstað og lögð hefur verið fram tillaga að hættu- mati fyrir SigluQörð. Tæknilegri vinnu við hættu- mat fyrir Seyðisljörð, ísaQörð og Eskiíjörð er einnig að mestu lokið. Þakkir Ásgeir Ásgeirsson hjá Viðlagatryggingu íslands og Freyr Jóhannesson á Almennu verkfræðistof- unni tóku saman ýmsar upplýsingar um bóta- greiðslur vegna ofanflóða á íslandi frá 1974. Leah Tracy teiknaði 1., 2. og 3. mynd. Magnúsi Má Magnússyni og Halldóri G. Péturssyni eru þakk- aðar góðar ábendingar um efni greinarinnar og Halldóri upplýsingar um manntjón af völdum skriðufalla og grjóthruns á íslandi. Greinin setn hér birtist er að stofni til íslensk þýðing á grein á ensku ittn sama efni sem birtist i timaritinu Jökli, (Jökull 2001, 50, bls. 81-94). í þeirri grein er itarlegur heirnildalisti þar setn getið er skýrslna, greinargerða og annarra heimilda þar sem finna tná nánari upplýsingar utn ofanflóð á íslandi og viðbúnað við þeim.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.