Helgafell - 01.04.1954, Page 7

Helgafell - 01.04.1954, Page 7
HANDRITAMÁLIÐ 5 mun hafa komið eins og kinnhestur á þá vini vora í Danmörku, sem þokað höfðu málstað vorum þetta áleiðis, en orðið jafnframt hinn mesti óvina- fögnuður n. Til skilnings á hinum dönsku tillögum, er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir þeim rökum, sem Tslendingar hafa einkum byggt á kröfur sínar, enda þótt ekki sé unnt að gera því máli nokkur skil í þessum línum. Um það efni mætti raunar nægja að vísa til greinar þeirrar, sem Sigurður Nordal ritaði í Nordisk Tidskrift, og birtist síðan í Helgafelli árið 1946 í þýðingu Magnúsar Asgeirssonar. Þar eru sett fram af hófsemi, rökvísi og þekkingu, sjónarmið' Islendinga í málinu, og hefur þar engu, sem verulegu máli skiptir, verið bætt við síðan. Sigurður Nordal færir þrjár höfuðröksemdir fyrir því, að handritin séu bezt komin á Tslandi. 1. „íslenzku fornbókmenntirnar eru í heimsins augum eina lamb fátæka mannsins og hinar fornu skinnbækur einu sýnilegu leifarnar frá mesta blómaskeiði þjóðmenningar vorrar“. Þau voru flutt brott af landinu á niðurlægingartímum þjóðarinnar, og þau sár, sem þeir tímar hafa látið eftir í hugum íslendinga, munu aldrei gróa til fulls nema við endurheimt handritanna. 2. Handritin voru flutt til Danmerkur og lentu í eigu konungs og TCaup- mannahafnarháskóla, fyrst og fremst vegna sambandsins milli land- anna. „Árni Magnússon safnaði mildu, meðan hann var umboðsmaður dönsku stjórnarinnar á íslandi. Honum veittist það léttar og tókst það átundum eingöngu vegna að'stöðu sinnar“. Nokkur af handritunum voru fengin að láni, en aldrei skilað aftur, og önnur voru flutt út sam- kvæmt konunglegri áskorun. 3. Á íslandi mundi vera bezt aðstaða til þess að rannsaka handritin. „Það er alkunna, að frá öndverðu og fram á þennan dag hafa íslendingar átt meginþátt í því að búa f'ornritin til prentunar og skýra þau“. Nú er Háskóli íslands orðinn helzta kennslustofnun heims í þessum fræðum, og má telja víst, að hér mundu rannsóknir á þeim stundaðar af lang- mestu kappi, og auk þess væri bezt fyrir erlenda fræðimenn að stunda rannsóknir á þeim, þar sem sú tunga, sem þau eru rituð á, er enn lif- andi mál á vörum fólks. Sigurður Nordal leggur ekki áherzlu á lagalegan, heldur á siðferðilegan rétt íslendinga til handritanna. Hin siðferðilega krafa er þó meðal annars byggð á ýmsum lagalegum staðreyndum, enda þótt hún fengist ef til vill ekki staðfest með dórni. Sú hefur og verið afstaða íslenzku ríkisstjómar- binar frá því að þetta mál var fyrst upp tekið eftir sambandsslitin, að það °iuni ekki verða flutt á lagalegum grundvelli. Hefur þar vafalaust verið rétt að farið, en rölcrétt afleiðing þess er sú, að framgangur málsins er undir því einu kominn, hversu vel íslendingum tekst að sannfæra Dani um hinn siðferðilega rétt, en það krefst varfærni og skilnings á skoðunum almenn- ings í Danmörku.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.