Helgafell - 01.04.1954, Síða 12
10
HELGAFELL
en það mun aldrei takast sé liófs ekki gætt. Sterk öfl þjóðemissinna og
liáskólamanna vinna gegn málstað Islendinga í Danmörku, svo að það er
ekki áhættulaust fyrir vinveitta stjómmálamenn að bera fram fmmvarp
um afhendingu mikils hluta handritanna, eins og Hedtoft ætlaði að gera.
Þeir munu varla reyna það' aftur, nema meiri skilningur á aðstöðu þeirra
komi fram á Islandi.
Islendingar hljóta alltaf að hafa veikari aðstöðu í þessu máli en and-
stæðingar þeirra í Danmörku. Þeir hafa öllu að tapa, ef ekkert samkomu-
lag næst, en Danir engu. Vér verðum því að sýna hyggni og jafnvægi í
málinu og forðast æsingar og tilgangslausar deilur milli þjóðanna, sem að-
eins geta orðið oss til skað'a. Allar vorar gerðir verða að stefna að einu
marki: endurheimt eins mikils hluta af handritunum heim til Islands og
frekast er unnt. Það eitt skiptir máli.
Ef annað tækifæri gefst í handritamálinu næstu árin, er hætt við', að
allt fari á sömu leið, þar sem lítil von er til þess, að gengið verði að öllum
vorum kröfum. Það er því nauð'synlegt, að fenginni þessari reynslu, að
meðferð málsins í framtíðinni sé undirbúin. Þar virðist líklegasta ráðið,
að skipuð verði nefnd manna, sem alþjóð' getur treyst vegna þekkingar og
mannkosta og hún ein látin fjalla um samninga við Dani með fullu umboði
til að taka þeim skilmálum, sem hún hyggur vera þá beztu, er unnt sé að na.
Vér viljum að lokum taka undir orð Sigurð'ar Nordals í fyrrnefndri
grein hans: „Ósk íslendinga um endurheimt handritanna er þess eðlis, að
úr því að hún er einu sinni komin fram og orðin þeim ljós, mun hún aldrei
geta gleymzt né niður fallið“. — Hitt verðum vér nú að varast, að málið
strandi á einþykkni vor sjálfra.
RAGNAR JÓNSSON.