Helgafell - 01.04.1954, Side 16

Helgafell - 01.04.1954, Side 16
14 HELGAFELL út, markaði hann tímamót; þegar hann hófst, var honum tekið með miklum fögnuði, og það var ekki að ástæðulausu. A þeim 22 árum, sem liðin eru frá útkomu fyrsta bindis, hefur hann aukizt um nærfellt eitt bindi árlega. Hann hefur öðlazt öruggan sess og viðurkenningu sem mikilvægur grundvöllur rannsóknanna á norrænum miðöldum. En hægðarleikur er aftur á móti að koma auga á ýmsa galla hans. Ekki var jafn mikið hugsað um það, að bindin yrð'u handhæg til notkunar, sem hitt, að þau mættu verða góðir rninjagripir og fögur á að sjá; þau eru þyngri í meðförum og stærri en nauð- syn ber til, pappírinn þykkur, spássíurnar breiðar. Inngangsritgerðirnar hafa einatt orðið bókmenntasögulegar útlistanir — sem á sinn hátt geta verið afbragð — í stað upplýsinga um það liandrit, sem um var að ræða. Þegar leggja á grundvöll að rannsókn íslenzkra mið'alda, nægir heldur ekki að takmarka slíkt við handrit frá medium ævum. Utrecht-handritið að Snorra-Eddu er frá lokum 16. aldar, svo aðeins einstakt dæmi sé nefnt, og gæti því tæplega fallið inn í flokk handrita frá miðöldum; en frá sjónar- miði textaskýringa skipar það bekk með handritum frá 14. öld, eins og Codex Regius og Codex Wormianus, og ætti að koma lit ásamt þeim. Sú rithandarútgáfa sem segja má, að fram til þessa hafi komizt. næst hinu æskilega, er ekki í flokki Munksgaards, heldur er hún miklu eldri; það' er útgáfa Wimmers og Finns Jónssonar á Codex Regius með Eddu hinni eldri. Hún er frá 1891, en ljósmyndunin er að minnsta kosti jafngóð og á útgáfu Munksgaards, sem þó er 40—50 árum nýrri; við samanburð' er ekki fjarri lagi að ætla, að ljósmyndatækninni hafi ekki farið ýkjamikið fram þessi 50 árin. En það, sem gefur útgáfunni frá 1891 langmest gildi, er hvað útgefendurnir hafa einbeitt sér að því að skýra hvaðeina, sem við kemur einmitt þessu sérstaka handriti, og eins rækilega og unnt var. Texb- inn er ekki að'eins ljósmyndaður, lieldur einnig prentaður stafrétt, og á hverri síðu eru athuganir, um sérhverja línu síðunnar, um útskafningar, leiðréttingar, niðurstöður af lestri illlæsilegra kafla, um staði sem notandi útgáfunnar einnar saman gæti e. t. v. misskilið, en þar sem frumhandritið tekur af öll tvímæli. Engin rithandarútgáfa getur nokkurn tíma komið til fulls í stað írumritsins, þessi ekki heldur. Eigi að síður má segja, að Codex Regius sé það vel úr garði gert í útgáfunni, að' ekki myndi verða um neitt meiriháttar tjón að ræða fyrir lestur og skýringu eddukvæðanna, þótt svo færi, að frumritið glataðist. Slík sameining rithandar, endurritunar og athugasemda er það, sem langæskilegast má telja, þegar um er að ræða útgáfu á miðaldheimildum til varanlegs grundvallar rannsóknum. Rithandarútgáfa er oft ófullnægj- andi án endurritunar; textaútgáfa, sem styðst við rithandarprent, er miklu öruggari en ef hún væri án slíks stuðnings. Einnig væri óskynsamlegt og óhentugt að' ætlast til of mikils í einu. Rithandarprent er hægt að undirbua fljótlega, en endurritun alls textans með athugasemdum krefst bæði lengri tíma og miklu meiri fjár. Það er einnig mikilvægt sjónarmið, að um er að gera að fá sem flestu í verk komið og hægt er; við lifum á tímum öiyggis- leysis, og enginn veit, nema handritin verði eyðilögð íjtt en varir. Að sinu
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.