Helgafell - 01.04.1954, Síða 24
22
HELGAFELL
og mun sár vaxa án læknis
En e£ sár fellir með öllu ásjó sína
02 nærin^ harms síns,
þá mun sár enga hjálp finna,
og því efra mun það verra verða,
og þaðan af mun mér brátt bana fá,
því að eldur er beiskari í útkomu
en innibyrgður,
og engi er laus, meðan bundinn er.
Því mun eg nú mæla við Venerem kvennagyðju,
er bani er lífs míns.
Enga von lífs míns,
dýrleg Venus.
Heil só þú,
er lætur alla hluti vera undir þínu valdi.
Þig hræðist háleitt konungaveldi og þjóna þór.
Væg, þú hin nnlda, lítillátlega mínum bænum,
og eigi vert þú hörð við mig.
Og eigi skalt þú móti standa minni nauðsyn,
heldur ger þú það er eg beiðumst.
Eigi bið eg stórra hluta,
kveð þú og eigi stóra vera,
en þó sýnast mór stórir vera.
En þór er þó mór þetta að gefa eigi alltorvellegt.
Seg aðeins að eg játta,
og þegar mun eg sæll vera,
og þá þegar munu mór koma
allir hógværir hlutir.
Annaðhvort er, að mig blekkir ást
eða er hún ein yfir öllum.
Sjá hefir gegnum lostið mín innyfli vísu gaflaki,
og þau vopn má eigi þaðan færa með mínu afli
fyrir sakar sárs míns.
Harmur vex æ jafnan í öllum tíðum,
og litur þverr,