Helgafell - 01.04.1954, Side 26
24
HELGAFELL
og þín hin fögru augu hafi mína sýn.
Annaðhvort tak þú örvar þínar úr hjarta mínu
eða fær þú grimmt sár með þínum háttum.
Hver mátti rækt þola svo mikils starfs,
er engi laun gæfi grátandi drottni
rétt biðjandi til þín?
Því að angursamt starf þröngvir mér,
og sjálfur getur oft sömu bænar.“
VENUS:
,,Hæfilegt starf sigrar alla hluti,
og þú skalt hafa hverja er þér líkar,
Og fyrir engarri skalt þú hræðast þitt skap að sýna.
Trautt mun finnast ein í þúsundhundraði,
sú er þér mun níttast.
O þess er þú munt biðjandi leita og með atburð,
þá mun hún fyrst snarlega nítta,
en snarleikur hennar hefir létta byrði.
Og verður sú varla hálfvirði keypt,
er fyrst er dýrt metin með svörnum eiðum.
Og engi myndi yfir hafa fara,
er hann fyrst þrútna báru hræðist, er skipi mætir.
Nú fynr því er hún játtar eigi fyrst þinni ræðu,
þá haga svo með vél eða þjónkan, að hún játti,
því að vél fylgir lævísum manni,
vél lægir harðan hug,
vél brýtur stórar borgir,
vél fellir stóra stólpa,
vél lyftir þungri byrði,
og með vél er fiskur tekinn,
er undir skírri báru er,
og með vél fer maður þurrum fótum um haf,
og í mörgum hlutum stoðar manni vél og þjónkan.
Með vél fæðist margur maður,
vél lægir höfðingja reiði,
og með vél gætir sekur maður höfuðs síns og féar,
og með vél gleðst sæll