Helgafell - 01.04.1954, Page 31
PAMPHILUS
29
Svo svíkur margur bragðsanrur.
Þú hugðist heimska gera mig
með þinni vél eða ræðu,
þá eigi hæfir þcr að svíkja.
Finn þér aðrar,
óspökum siðum,
hæfilegar.
Þær er þú megir
með þinni flærðsamri trú
heimskar gera.“
PAMPHILUS:
,,Oft spillir fyrir öðrum góðum mönnum syndir íllra,
sem nú spillir fyrir mér annars löstur,
en eigi minn.
Heldur hlýði mér góðgjarnlega miskunn yður
02 lofa mér að ræða nokkuð við lafði mína.
Og það sver eg við himna guð og helga jörð,
að eigi mæli eg þetta við þig af svikum né vél:
Engi er í þessi veröld jafnkær mér sem þú.
Og er sú hugleiðing mín og hyggja.
Hó! Öfyrirsynju rædda eg nú svo mart,
því að hyggja þín er svo bernsk og aldur,
að trautt kann skynja hvað þér hæfir,
því að æskualdur er ljósari hinum efra.
Því að mart sjá ungir vel,
en fleira vitu gamlir vel.
Og þó að þú sér ung,
þá haga þó svo, að þú kunnir skilja,
hver eg em
eða hvað e^ á
eða hver mín ást er til þín,
því að lævísi allra hluta nemst með venju.
Og venja kennir þér allt það er maður kann.
Ganga, mæla, koma
02 ræðast við
Ö