Helgafell - 01.04.1954, Side 32
30
HELGAFELL
og vera saman.
Þess bið eg þig, að þú lofir,
því að af viðræðu veit hvort tveggja
hvað í annars hjarta býr.
Það mátt þú mér segja,
hvað er þér líkar af því.“
GALATHEA:
,,Ganga, og mæla, og koma,
það mun eg þér og engum meina.
Hverr maður á víða vegu.
Þó hæfir mér að svara hverjum þeim
er orða krefur.
Því játta eg, að þú og hverr er vill
komi hingað.
Og þó svo, að eg haldi sæmd minni.
Lofað er meyjum að hlýða orðum manna
og orðum svara.
Og þó hæfir, að stilling sé á
Ef þú ræðir gott til mín
leikandi mun eg svara þér.
En ef nokkuð er meinasamt í,
þá mun eg það víst ei þola.
En þú beiðist að við sém tvö einsaman.
Því nítta eg,
því að eigi dugir okkur tveim
einum inni vera,
því að af slíku vex meyjum ámæli.“
PAMPHILUS:
,,Eigi gaft þú mér nú smám,
því að stórar gjafir þykki mér viðurmæli þitt.
Gnættist mér aðeins þessa heims virðing.
Get eg ei þér þakkað sem vert er þessa virðing,
má eg eigi með orðum gjalda
né með atburð.
Þá mun tíð koma,
er sýna mun þér sannan vin.