Helgafell - 01.04.1954, Side 33
PAMPHILUS
31
Lát cigi nú þér fyrir þykkja,
því að eigi þori eg þér nú fleira að segja,
þó að eg vilda.
En þó vil eg þig nokkurs biðja:
Að við mættum fagurlega faðmast
og kurteisa kossa veita hvort öðru,
þá er staður er til hæfilegur.“
GALATHEA:
,,Að oft svíki kossar og faðman unga mey,
að faðman fæði óleyfða ást,
þá mun eg nú aðeins það þola þór,
en þú lát ei fleira fram koma.
Og þetta mynda eg og öngum nema þór þola.
En nú mun frá kirkju koma
faðir minn og móðir,
og hæfir mór nú heim að ganga,
að eg verði eigi ásökuð,
því að enn munu tíðir gnógar ganga,
er við megum við ræðast.“
O
PAMPHILUS:
,,Engi er og engi var í öllum heimi
jafnfeginn sem eg var,
að fastur er orðinn vili vor í brjósti henni.
Mig hefir allbrátt nú sælan gjört,
því að eg fer nú sæll heim,
en eg fór fátækur heiman.
Um þörf fram bað hún,
að eg skylda hennar minnast,
því að engi hlutur má henni úr mínum hug hrinda.
Eigi kennir hún með mór,
O
og eigi veit hún
hversu mjög eg fýsumst hana.
Og mun mór vera sem var
að meinar mór