Helgafell - 01.04.1954, Side 39
PAMPHILUS
37
Mikill eldur verður oft af htlum gneista,
lítið upphaf gerir stundum ágætt niðurlag.
Hugur minn ætlaði með sér þetta upphaf þessa máls,
og því sneri eg minni ræðu til þín
í gamni mínu.
En ef hugur þinn eða hugskot kemst nokkuð við þessa ræðu,
þá bið eg, að þú segir mér
hvað er þér líkar eða eigi í minni ræðu,
en orð mín munu eigi í hvers manns heyrn,
heldur munu víst mér allvel leynd vera.
Það er þú vilt leyna
því mun eg leyna,
og það er þú vilt að sagt sé
það mun eg segja.
Seg mér vilja þinn og skammast ei.
örugga mun eg Ieyna,
því sjá hræðsla kemur af únæfurleik,
en ei af öðru.“
GALATHEA:
,,Eigi veldur únæfurleikur
og engi heimskleikur.
En hvaðan kom þér þessi ræða?
Það undra eg eigi minnst
hví þú komt hér,
eða sendi Pamphilus þig hingað?
eða sér ræða þín til nokkurra umbuna?“
KERLING:
,,Illska vondra manna spillir jafnan verkum gúðra,
og oft geldur maður þess, er hann hefur ei gjört.
En þú að eg sé fátæk,
þá fæ eg eigi þú svo mér féar,
því að eg á lítið,
þá er eigi mér lítið ærið.
Svo er þú sem sagða fyrst,
hugur minn húf þetta.
Þú veizt með mér og engir fleiri.