Helgafell - 01.04.1954, Page 43
PAMPHILUS
41
nc háls höfði.
Von hefir mig blekktan,
von hefir mig með angri og ergi fluttan.
Nú er von langt í brott farin
og brennandi ást í stað komin.
Nú má vort segl enga höfn sjá,
og vort akken má hvergi land kenna,
og vor harmur veit sér hvergi hjálpar von.
Einsaman Galathea hefir huggan mína
og harms míns,
og h’ún er sök bana míns,
og hún er von heilsu minnar,
því ef eg má eigi hennar njóta,
þá líkar mér að deyja.“
KERLING:
,,Heyr þú fól,
hví ærðist þú?
Hver óslökkilegur harmur þröngvir þér?
Þín aumkan aflar þér enga umbun.
Þú skalt stilla harmi þínum vel og lævísi,
og hygg að hvað þú skalt gera.
Mikil fátækt gerir manni við mart að leita,
iðn og vél manns sigrar mikinn háska.
Enn mætti með atburð starf okkart
með vild endast og með hjálp koma.“
PAMPHILUS:
,,Hó,“ kvað hann,
„hvert starf myndi sigra mega svo mikinn háska?
Von mín er öll fyrir fann,
því að nú er konnð giftarkveld.
Eigi mun hún mér giftast
meðan búandi hennar lifir.
Synd er mikil hvílu að saurga
mundi keypta.
Þetta mitt starf er öllungis að engu orðið,