Helgafell - 01.04.1954, Side 61
GUNNLAUGURSCHEVING
59
Bryggja. — Eigandi Baldvin Einarsson forstjóri.
Menn og hús voru engin aðskotadýr í náttúrunni, heldur sam-
vaxin þessum sjó og þessum himni, með svipstafi hans í hverri
ásýnd. Og þó voru myndirnar ekki speglar hluta, heldur veru-
leikur, jafnsíðis og utanvið þann sem er, en tengdur honum sömu
böndum og mennirnir í þeim við höíuðskepnur lands og sjávar.
Og kannski við höfum skynjað það hér í fyrsta sinn, að mál-
verk er litur en ekki saga.
Andspænis, á vegg Þorvaldar, var svo önnur veröld. Kona
við sauma, meistaralega teiknuð, í brúnum og höfugum litum;
telpur með gjörð og þrír hestar að leik með teygða makka, frán
og eldgul augu. Hver mynd hans var lokuð eind, hringbyggð.
Scheving notaði hinsvegar opna myndbyggingu, stuðlaði og
-ét línur skerast, oft skáhallt, út úr fletinum. Myndheimur Þor-
valdar var hlýr, Schevings oft svalur og seltuhvítur.
En þrátt fyrir þennan mun, var eins og þeir væru báðir staddir
ó sarna sjónarhól og sæju þaðan um ófarna og heillandi vegu.
Iá, íslenzk myndlist var hér á krossgötum, ung og kjarnamikil,
'— og grafargöngumenn þustu upp með andfælum;