Helgafell - 01.04.1954, Page 62
60
GUNNLAUGUR SCHEVING
,,Listsýning tveggja málara. Þorvaldur Skúlason og
Gunnlaugur Scheving höfðu nýverið sýningu á allmörgum mál-
verkum. Þeir eru í fremstu röð klessumálara hér á landi. Var
sýningin í þeim anda. Þeir settu hærra verð á myndir sínar held-
ur en þekkst hefur áður. Ein átti að kosta 25 þús. kr. og var hin
ferlegasta. Greinargóður maður sagði um það málverk, að hann
vildi ekki vinna til að hafa þá mynd í sínu heimili, þó að hann
fengi 25 þús. kr. að launum. Lítið seldist á sýningunni, og ein-
göngu til manna, sem eru á því menntunarstigi, að þeir trúa á
að nýju fötin keisarans séu skjólfatnaður góður."
Og um íslandsklukkuna sagði á sama stað, að hún væri hið
versta níðrit, sem skrifað hefði verið um íslenzku þjóðina..
Frá Grindavík. — Eigandi Guðjón Guðmundsson deildarstjóri.
Þegar sýning þessi var haldin, átti Gunnlaugur Scheving
orðið langan listferil að baki. Hann er borinn og bamfæddur
Austfirðingur, og þar var hann nærri óslitið fram til 16 ára ald-
urs, er hann fór til Reykjavíkur. Enda þótt hið opinbera erindi
til höfuðstaðarins væri það, að vinna hjá föðurbróður sínum,
Þorsteini Gíslasyni, við Morgunblaðið, var önnur taug víst sterk-