Helgafell - 01.04.1954, Page 65
GUNNLAUGUR SCHEVING
63
Gamla búðin í Grindavík. — Eigandi Ragnar Jónsson forstjóri.
Því held ég að saltstrokinn gulstakkur Schevings, þar sem
hann stendur í kænu sinni á úfnum Garðasjó, eigi formsterka
reisn sína að frændsemi við grískan Achilles, enda þótt guðirnir
hafi fengið honum annað stríð og steypt hann öðru móti.
Um vorið 1924 snýr Scheving heim og tekur að vinna sér
íyrir nýjum farareyri. Þegar hann kemst utan aftur, fer hann á
konunglega Akademíið og er þar, með millibili, í þrjá vetur hjá
beim Einari Nielsen og Aksel Jörgensen. Heimur hans takmark-
ast þó ekki við Austurbrú, Silfurgötu og Kóngsins Nýjatorg, því
hann kemst meðal annars til Berlínar og sér þar nýjar listastefn-
Ur í umbrotum. Hverju sem það kann að hafa valdið í huga hans,
ser þess ekki stað í fyrstu myndunum: Þar fetar hann hægt en
orugglega inn á þá sérstæðu braut, sem í dag er tengd nafni
Schevings í vitund allra, er þekkja íslenzka list. Og það virðist
^ier óvenjulegast í þeirri þróun, hve hún er samfelld. Hún tekur
engum stökkbreytingum, skiptist ekki í kafla, heldur þokast fram