Helgafell - 01.04.1954, Page 66
64 HElGAFELL
með hægum þunga eins og djúpur straumur, og tekur í sig magn-
ið þar sem hann fer. Slíkir menn skrifa engin ljósteikn í loftin
um að þeir séu til. Þeir nálgast list sína eins og bóndi akur,
erfiða og fyllast kyrrlátri ró, þegar dagarnir bera ávöxt. Gjald
heimsins greiðist slíkum mönnum hægt, og svo var það einnig
um Gunnlaug Scheving.
I fyrsta sinn sýnir hann nokkrar litlar myndir í Listvinahús-
inu, 1927 eða 28. Alþingishátíðarsumarið á að halda mikla sýn-
ingu í skála við Kirkjustræti og setja íslenzka myndlist þar undir
sameiginlegt mæliker í fyrsta sinn. Nokkrir hinna yngri málara
þóttust sjá fram á það, að hlutur þeirra yrði mjög skorinn við
nögl af dómnefndinni og stofnuðu því einskonar „Salon des
Refusés" vestur í íþróttahúsinu við Landakot. Að því er mér hef-
ur skilizt, var dr. Guðbrandur Jónsson ein helzta driffjöðurin í
þessu, en meðal málaranna voru, auk Schevings, þeir Snorri
Arinbjarnar, Jón Engilberts, Freymóður Jóhannesson, Kristján
Magnússon og Kjarval, — sem sýndi þó einnig niðurfrá.
Hvíld á engjum. — Eigandi Ragnar Jónsson íorstjóri.