Helgafell - 01.04.1954, Page 68
66
HELGAFELL
vaxa saman í verkinu og smeltast í einn hlut. Svo heilstæð er
list Gunnlaugs Schevings.
Kreppuárin eftir 1930 voru mörgum harður tími, og þá ekki
sízt listamönnum. En þar herðir jafnan fyrst að, er skína tek-
ur í fjárhagslega nekt þjóðar. Og það voru víst fáir á þeim
buxunum þessi árin, að kaupa sér listaverk til yndis. 25 króna
víxill jafngilti heilu lífspróblemi, sopi á kaffihúsi með kunningj-
um var munaður. Og málarinn átti frekan munn að seðja, þar
sem voru efniskaup, léreft og litir, og hann þurfti jafna næringu,
þótt ekkert gæfist í aðra hönd. Eini vegurinn var að halda sýn-
ingu, ef vera skyldi að einhver vildi kaupa upp á afborgun eða
krít, og þó var slíkt hættulegt stórfyrirtæki, sem vel gat sligað
menn að fullu.
Fyrstu sýninguna heldur Scheving austur á Seyðisfirði og
síðan í Varðarhúsinu í Reykjavík. Viðtökurnar voru furðanlega
góðar. Svo líða nokkur ár, og nú virðist sem Scheving sé farinn
að herða svo á klónni að þá fylgd brestur, því næst er hann
sýnir, í Ijósmyndastofu Sigríðar Zoéga við Hverfisgötu, gefst ekk-
ert í aðra hönd. Enn sýnir hann í Oddfellowhúsinu, ásamt konu
í vinnustofunni.