Helgafell - 01.04.1954, Síða 69
GUNNLAUGURSCHEVING
67
sinni, eins og í fyrra skiptið, og nú er allstór hópur manna far-
inn að átta sig á því, að hér muni vera mikill málari á ferð.
Hvað fjárhagshliðina snertir, var árangurinn af nokkrum sýn-
ingum í Kaupmannahöfn miklum mun betri.
Þegar komið er fram undir stríð, flytzt hann austan frá Seyðis-
firði, þar sem hann hafði verið búsettur til þessa, og sezt að í
Reykjavík. Það er farið að birta verulega yfir lífsafkomu manna,
og myndlistin, sem hafði þróazt í magurri mold skuggamegin,
fær nýtt vaxtarmagn. Scheving fer að mála stærri myndir en
hann hafði nokkurn tíma gert áður, fer að glíma við risaverk
nýrrar myndsköpunar, hleypa fram duldum straumum í íslenzkri
myndlist, — og á sýningunni með Þorvaldi, haustið 1943, heils-
ar þessi gróðurtími deginum í fyrsta sinn.
Hvar eru nú hinar stóru myndir þeirrar sýningar, Miðdegis-
hvíldin, Sjómenn á hafi? Tók ekki ísland þær traustataki í hinar
nýju stórbyggingar, sem þá voru að rísa um allt land? Fagnaði
það ekki hinni fersku sýn, sem lýðveldinu unga var hér færð
5 vöggugjöf? Nei, Grótti hafði annað og rauðara gull að mala
eins og fyrri daginn.
Nú liggja myndir þessar ónýtar á þaklofti sökum langvar-
cmdi húsnæðisþrengsla og minna enn á það, að orðin „íslenzk
menning" fara betur innan gæsalappa.
Enda þótt Gunnlaugur Scheving hafi ekki haldið neina sjálf-
stæða sýningu í hartnær 20 ár, hafa verk hans víða komið fram
og maðurinn vaxið með hverju. Merkilegur áfangi er árið 1944.
Rá er haldin í Reykjavík svonefnd „Sögusýning", og Scheving
er beðinn að gera stórar myndir fyrir sýninguna með mótífum
há fundi íslands og fyrstu byggð. Tíminn er naumur til stefnu,
hann grípur til þess ráðs að klippa myndirnar úr mislitum
Pappír og líma upp. Þetta voru mikilúðlegar myndir, ógleyman-
leg snilldarverk í stórbrotnu formi. Og sem angurblítt viðlag
íylgdi þeim síðar Maríumynd, einnig klippt, móðir jarðarinnar
3 konulíki, mild og þó óbifanleg eins og náttúran sjálf. En því
Wiiður komust myndir þessar aldrei á vit almennings. Samkomu-
^Pg varð ekki um staðsetningu myndanna, svo listamaðurinn
f°k þær með sér heim aftur, og nú liggja þær samanvafðar uppi
^ lofti, hjá hinum.
Allt að einu held ég að þessi myndsmíð hafi haft feiknarleg