Helgafell - 01.04.1954, Page 70
68
HELGAFELL
áhrif á list Schevings. Hin „monumentala" formstærð brýzt nú
fram í öllu sínu veldi, hlaðin kynngi, sem íslenzk myndlist hefur
aldrei átt fyrr. Það eru aðeins hin ytri skilyrði, sem hamla við.
I heimahúsum er enginn staður fyrir stórar myndir, og aðeins
tvær eru aðgengilegar almenningi. Stóra ,,GK"-myndin í Lista-
safni ríkisins hefur þó til skamms tíma verið geymd í agnarlitl-
um bás, og sú í forsal Austurbæjarbíós er í stöðugu myrkri. Það
f vinnustofunni.
er því varla von til þess, að íslendingum hafi enn skilizt hvað
þeir eiga, þar sem Gunnlaugur Scheving er. Hinsvegar hafa
myndir hans vakið mikla athygli, hvar sem þær hafa komið
utan landsins, og nú eiga listasöfn allra Norðurlandanna eftir
hann hin beztu verk.
Myndir Schevings skiptast undarlega í tvö horf. Annarsveg-
ar eru þær mikilúðlegar og stórsniðnar; særok og jötunglíma
við höfuðskepnurnar, eða hin víðfeðma hátign kyrrðarinnar.
Hinsvegar eru litlar myndir, þar sem angurvær innileiki er hinn
heiti strengur milli manns og náttúru. Það eru ljóðaperlur, en þótt
þær séu oft smáar, spegla þær himininn.