Helgafell - 01.04.1954, Page 74
72
HELGAFELL
Þá heyrirðu óðinn um útlagans kjör,
örlögin hofsjökulköld,
ógæfuhvininn, er eggdeyfður hjör
ymur við klofnaðan skjöld,
heiftarorð kveðið á helblárri vör
um hatur og bersyndagjöld.
Þá heyrirðu ópin í hamstola lýð,
hungraðri örmagna sveit;
neyðarvein grátklökkt í grenjandi hríð,
gjallandi um svellaðan reit;
öskraðar bæmr frá ómunatíð,
sem ofsinn úr kverkunum sleit.
Þá heyrirðu dóminn hins deyjandi þjófs,
sem dauðinn úr hreysinu stal;
brakandi hriktið hins bramlaða hrófs,
bergmál í hellnanna sal;
skjáþytinn beljandi skafhríðarkófs,
er skeflir um stirðnaðan hal.
Þótt fenm í slóðir og fjúki í skor
um firmndi og óbyggðaland,
þá klökknar þó jökull er komið er vor
á Kjalveg og Sprengisand;
lóttast þá förumanns langþreytuspor
er losnar um holklakaband.
f eyðimörk sérhvern óasi grær,
og eins er um Hofsjökuls lönd.
Á rúmsvæðisauðnum við Rauðhóla tær
og Rauðafells móhelluströnd;
á Ásbjarnarvötnum fer yljandi blær,
um öldurnar vináttu hönd,