Helgafell - 01.04.1954, Blaðsíða 78
76
HELGAFELL
grímshaugur. Þá Brautarholt, og yzt
Vésteinsholt; þar er Vésteinn mágur
Gísla grafinn.1) Yrði vatnið meira en
næmi hæð kambsins, var rennslið inn
í ána eða út í lækinn. Lá tjörnin þann-
ig 1 allt að 200 faðma langri, mjög
djúpri og við Árholt breiðri kvos, sem
í þúsund ár hefur verið Haukdælum
hinn ákjósanlegasti leikvöllur.
Drengurinn, sem frá var horfið,
renndi sér nú með glaðværum hópi
æskumanna hverja umferðina eftir
aðra. Allt í einu dettur honum í hug
að miða sig niður á blettinn, sem
Gísli Súrsson hafði setið á, sam-
kvæmt tilvitnun sögunnar, þegar
hann, á þessari sömu tjörn fyrir nær
þúsund árum, gerði að knatttré Þor-
steins Þorkelssonar annmarka, og
kvað hina örlagaríku vísu.
Pilturinn sveigir nú af beinni leið,
þar til hann hefir „brekkuna, sem
konurnar sátu upp í“ fram undan sér
á hægri hlið, en þá sér „útsuður á
hauginn“, sezt þar flötum beinum á
svellið og þylur nýlærða vísu:
Teina sék í túni
tálgríms vinar Fálu
Gauts þess’s geig um veittak
gunnbliks þáamikla.
Nú hefr gunnstærir geira
grímu Þrótt um sóttan
þann lét lundr um lendan
landkostuð árbranda.
Sveinninn situr þarna lengi og
ígrundandi, síðan sprettur hann á fæt-
ur og segir við sjálfan sig: „Dásam-
lega er þetta ljóst. Mikið skáld hefir
Gísli verið. Þetta skal ég muna.“ En
til leiksystkina sinna kallar hann:
1) Sbr. Guðm. G. Hagalín: Sjö sólir á
lofti, 1. kafli.
„Krakkar, ég hefi fundið teinana í
túninu hans Þorgríms.“ Þau bara
hlógu, — skildu vitanlega ekki neitt,
hvað Óli átti við.
II.
í hinni vönduðu útgáfu Gísla sögu
1934, er Fornritafélagið stendur að,
og gefin er út af dr. Bimi Karel Þór-
ólfssyni, er ofangreind vísa þannig
skráð:
Teina sák í túni
tál-gríms vinar fálu
Gauts þess’s geig of veittak
gunnbliks þáamiklu;
nú hefr gnýstærir geira
grímu Þrótt of sóttan,
þann lét lundr of lendan
landkostuð ábranda.
Síðari helmingur vísunnar er
skarplegar skýrður í nýju útgáfunni
en hinni, frá 1899; er uppástunga Sig-
urðar Nordals próf. til mikilla bóta,
og verður hér ekki frekar um þann
hlutann rætt.
Öðru máli gegnir um fyrri hluta
vísunnar. Þar skiptir í tvö horn um
skýringu. Vill undirritaður vegna
kunnugleiks dvelja nokkuð við þær
skýringar, þegar og þess er gætt, að
sagan sjálf telur vísuna vera tilefni
sektardóms Gísla og útlegðar.
í fljótu bragði virðist það ekki
skipta miklu máli, hvort sögnin at
sjá stendur í nútíð eða þátíð, eða
hvort lýsingarorðið þáamikill er haft
í karlkyni eða hvorugkyni. En sé nán-
ara að gætt, varðar það miklu máli.
Fer það eftir því, hvort orðið er lát-
ið stjórnast af túni eða teinum, og
ekki síður, hvaða skilningur er lagð-
ur í teina; það hefir úrslita þýðingu.
SK útgáfan tekur þannig saman:
„Ek sé þáamikla teina í túni Fálu