Helgafell - 01.04.1954, Side 89

Helgafell - 01.04.1954, Side 89
PABLO CASALS OG NÚTÍMATÖNLISTIN 87 CASALS: Alls ekki. Ég segi ekki heldur, að þessar nýju tilraunir séu gagnslausar. Ég viðurkenni hina nýju hljóma. Ég er ánægður með margt eftir Schoenberg, en ekki ánægður með neitt eftir Stravinsky. Það get- ur hugsazt, að hugmyndir Schoen- bergs og viss atriði í verkum hans gefi af sér nýja, heilbrigða tónlist. Þetta á ekki við um Stravinsky. BLM.: Ekki í neinu tilliti? CASALS: Nei. Og þó dáist ég að Stravinsky. Það, sem hann hefur gef- ið okkur í síðustu verkum sínum, er ekki hinn rétti Stravinsky. Það er of uPphugsað. Hinn rétti Stravinsky er hljómglaður, litríkur og fagur. Nú orðið reynir hann því miður að forð- ast allt þetta. Það er hið sorglega við hann. BLM.: En ég fullvissa yður um það, herra Casasls, að þúsundir og aftur þúsundir myndu andmæla yður og fullyrða, að Stravinsky sé höfuðtón- skáld þessarar aldar. Samtímatónlist- :n er, að minnsta kosti í Ameríku, orðin mjög ríkur þáttur í hljómlist- urlífinu. CASALS: Er það samkvæmt ósk áheyrenda? Ég held ekki. Og maður getur ekki virt smekk og tilfinningar ulmennings að vettugi. Tilraunir frumherja nútímatónlistarinnar hafa ekki allar heppnazt. Eða hvað? Enn- Þá verðum við að leika Mozart og Beethoven til að geta lifað. Fólkið haupir sig inn til að fá að heyra verk þessara tónskálda, og þess vegna eru efnisskrár hljómleikanna alltaf í meg- matriðum hinar sömu. BLM.: Og þér álítið ekki, að þessi grundvöllur kunni að breytast? CASALS: Hann breytist aldrei. Ég segi yður satt. Tuttugustu aldar tón- listin er á villigötum. En við skulum engu kvíða — hin sanna tónlist mun koma aftur. BLM.: Þér eruð kannske orðinn þreyttur á þessu umræðuefni. Mynd- uð þér vilja breyta til? CASALS: Það væri viturlegt. * BLM.: Mætti ég þá spyrja yður, hvort þér búizt við að hverfa nokkurn tima aftur til Ameríku? CASALS: Ég get það ekki. Ég get ekki leikið í landi, sem viðurkennir núverandi stjórn Spánar. Ég er að bíða eftir að umskipti verði á Spáni. Ég er þakklátur vinum mínum í Ameríku ennþá, einkum Alexander Schneider. Það var hann, sem kom til mín og sagði: „Komið til okkar aftur og leikið og lifið fyrir amerísku þjóð- ina.“ En mér er það ómögulegt. Það stingur mig í hjartað, að ég skyldi ekki geta komið fram 1 landi yðar. En ég er viðbúinn því að fórna öllu fyrir mannúðarhugsjónina. BLM.: Og Schneider hefur gert sér ljóst, að ákvörðun yðar varð ekki haggað? CASALS: Ekki aðeins það — hann ákvað að reyna að bæta úr þessu. Hann lét mig vita, að ef ég kæmi ekki til hans, myndi hann koma til mín. Hér er heimili mitt, meðan ég er í útlegð. Hér get ég unnið að tón- smíðum. Og þetta var upphaf að sum- arhátíðum okkar. Það er fyrir tilstilli Schneiders, að tónlistarsnillingar frá Ameríku heiðra mig með því að koma hingað árlega til að leika og njóta hamingjustunda með mér. BLM.:Getið þér sagt mér álit yðar á amerískum tónlistarmönnum? CASALS: Já, þeir eru furðulegir. Beinlínis furðulegir. Beztu amerísku hljóðfæraleikararnir eru ekki aðeins
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.