Helgafell - 01.04.1954, Síða 95

Helgafell - 01.04.1954, Síða 95
LISTIR 93 mannsæmandi leiklist í bænum. Langmestur starfstími og orka Þjóð- leikhússins fór í viðfangsefni eins og Ferðin til tunglsins og Piltur og stúlka. Útúrdúr leikhússins með sjón- leikinn Sá sterkasti var misheppnað- ur þegar af þeirra ástæðu, að leikar- ar aukahlutverkanna voru ekki jafn- °kar þeirra, sem fóru með þessi hlut verk hjá L. R. 1929, þeirra Soffíu Guðlaugsdóttur og Friðfinns Guðjóns- sonar. Hjá Leikfélaginu stóð því lengi vetrar eitt á leikskrá leikhús- auna leikrit með listrænu gildi, Mýs °g fflenn eftir John Steinbeck. Leikstjórn Lárusar Pálssonar í Þessu leikriti verður vart lofuð sem skyldi. Efniviðurinn, sem hann fær UPP í hendur, er sundurleitur hópur leikenda. Erna, Þorsteinn, Brynjólf- ur og Alfreð eru öll með, Steindór Hjörleifsson og Gísli Halldórsson eru °g þýðingarmiklir hlekkir í keðjunni, en líka óreyndari menn eins og Valdi- u^ar Lárusson, Einar Ingi Sigurðsson °g Einar Þ. Einarsson. Þessir leikend- Ur byggja upp samstillta listræna sýningu í höndum leikstjórans, tveir Þeirra forfallast vegna veikinda eft- lr fyrstu sýningar, en nýju mennim- lr> Árni Tryggvason og Birgir Brynj- úlfsson, falla inn í hina heilsteyptu fullgerðu mynd. Frekar en persónu- ^eg afrek einstakra leikenda var á- gæti sýningarinnar samstilling og Jafnvægi, samleikur í orðins bezta skilningi, með nægilegu ráðrúmi fyr- lr sjálfstæða persónusköpun hjá hverjum og einum. Þetta var en- sambie-iist, sem er orðin sjaldséð hér Urn slóðir, þar sem síendurteknar eiukanna-gjafir gagnrýnenda ýta undir leikendur, að hver oti sínum fota á leiksviðinu á kostnað samleiks- ms. Loksins, með sumarkomunni, rak Þjóðleikhúsið af sér slyðruorðið. Það tók meistaraverk Ibsens, Villiöndina, til sýningar og naut til þess leik- stjórnar Gerd Grieg. Athygli vakti það, að hin ágæta listakona skar ein- arðlega upp úr um hlutverkaskipan mjög andstætt allri ætlan. Hún skip- aði Gesti Pálssyni og Jóni Aðils 1 andróðursrúm æskuvinanna Hjálm- ars Ekdal og Gregers Werle. Ef til vill hefði mátt snúa þessu við, eða fá líklegri menn, en útkoman sýndi, að leikstjórinn hafði rétt fyrir sér. Hins vegar verða það að teljast mistök að einangra Hjálmar og Gregers í fyrsta þætti með forhengi í stað þess að hlíta forsögn Ibsens um grænu ljósin. Yfirleitt fannst mér leikstjóri leggja alltof litla rækt við áhrif ljósa, sem Ibsen leggur þó mikið upp úr, og ganghraðinn á oflýstu leiksviðinu var alltof hægur á löngum köflum. Jón Aðils bar af sem Gregers, hinn einstrengingslegi regluboði, hóglátur en hættulegur umvandari, skugga- legur ofstækismaður, allt í senn, og þó skorti hér, að ásjónan fengi sína uppljóman að innan frá óræðu, vork- unnsamlegu brosi hundvissunnar. Gestur Pálsson þræddi nokkuð ó- styrkum fótum hina slitróttu götu Hjálmars, á köflum stóð hann jafn- fætis Jóni Aðils um skýra persónu- myndun, en annað slagið dró eins og ský fyrir, þegar leikarinn þreifaði fyrir sér eða líkt og sannprófaði texta-kunnáttu sína. Sannastur var Gestur meðan Hjálmar gengur upp 1 sjálfum sér, meðan hann krítar lið- ugt ofan í veruleikamyndir eins og góður ljósmyndari — sömu aðferð hefði hann átt að hafa, þó að hann gleypti sannleikssýkilinn frá Gregers, aðeins tvílráðari og með hátíðlegri
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Helgafell

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.