Helgafell - 01.04.1954, Page 111
LISTIR
109
rétta list sé komin á sinn rétta stað.
Það er eins og kúnnanum sé rétt glas
af kampavíni við innganginn. Margar
hinna nýju bygginga ern þannig gerð-
ar, að það virðist mega hlað'a við þær
a allar hliðar og hækka þær eftir vild
alla leið upp í háloftin. Þær sýnast
margar hverja-r vera partur af ein-
hverju óendanlegu, líklega sjálfri ei-
lífðinni. Þær geta haldið áfram að
heygja sig í allar áttir þangað til þær
rekast á aðrar byggingar, sem neita
að víkja. Að' sínu leyti er þessu eins
farið með ýms hin nýju uppörfandi
málverk. Þau enda þar sem gólf, loft
°g útveggir streitast á móti, annars
mundu þau sjálfsagt halda áfram alla
leið upp í sjöunda himin og lengst út
í hafsauga,
Myndir Harðar Ágústssonar í Bún-
aðarbankanum eru bráðskemmtilegar,
unnar af markvísri hugsun og næst-
um því lævísum skilningi á hlutverki
sínu i stórbisness bankans. Þær eru
glaðar og reifar, en öruggar og skip-
andi eins og sá verður að vera, sem
ætlar sér að' vinna viðskiptamenn, án
þess að þeir verði þess þó um of var'ir,
að þeir eiga að lokum að borga brús-
ann. Og það er enginn efi á því að
þær munu gera sitt til að sætta okk-
ur öll við það, að vextir þurfi eitthvað
að hækka, svo að við verðum aftur
rík og sjálfstæð, eins og í gamla daga.
R. J.