Helgafell - 01.04.1954, Page 119

Helgafell - 01.04.1954, Page 119
BÓKMENNTIR 117 raunsæi hans, næmu auga fyrir lit- brigðum hins gráa hversdagsleika og látleysi og heiðarleika í frásögn. Sögusviðið í Sóleyjarsögu er Reykja- vík, þorpið sem er borg, stórborg, stórborgin sem er þorp, svo sem rétti- lega segir í inngangsorðum bókarinn- ar. Höfundur þekkir sinn höfuðstað og þó einkum skuggahverfi hans. Margar þeirra mynda, sem hann dregur upp, eru svo sannar, að þær eiga skilið að ígrundast af öllum þeim, er vilja skilja þessa borg og æsku hennar, og láta sig vandamál þeirra einhverju skipta. Stíll bókar- innar er á köflum næsta viðvanings- legur, en er þó þegar bezt lætur, per- sónulegur í látleysi sínu og fellur þá vel að efninu. Bezt lætur höfundi enn að lýsa umkomulitlu, hversdagslegu fólki, og þá einkum unglingum og þroskaferli þeirra í ömurlegu um- hverfi. Ef einhverjum skyldi þykja dökkar myndirnar, sem dregnar eru af braggahverfi því, sem er eitt af aðalsviðum sögunnar, er það vegna þess, að sá hinn sami hefir aldrei at- hugað gaumgæfilega þessi andstyggi- legu kaun á nýmáluðu eftirstríðsand- liti okkar höfuðborgar. Höfundur beitir töluvert og af nokkurri leikni því stílbragði að flétta á eðlilegan og óþvingaðan hátt inn í frásögn sína atburðum eða persónum, sem lesend- ur kannast við úr veruleikanum. Mun hann að líkindum hafa lært þetta af Halldóri Kiljan, sem auðsæjilega er 1 flestu hans fyrirmynd. Braggaf jölskyldunni: Sóleyju, drykkjurútnum föður hennar, móð- urinni, líkams- og sálarslitinni hrein- gemingarkonu úr Heimatrúboðinu, °g bræðrum Sóleyjar, Sólvin litla og atómskáldinu Eiði Sæ, lýsir höfund- ur af næmum skilningi. Óhugnanlega sönn er lýsingin á kærasta Sóleyjar, Aðalsteini Jóakimssyni. Hann er einn af þessum gróskumiklu gorkúlum, sem spretta svo vel á sorphaugum siðmenningar okkar, skilgetið af- kvæmi þeirrar gervimenningar, sem er okkur jafnvel hættulegri en her- námið. En ekki er harm sú manngerð — því miður vildi ég næstum segja — sem eyðileggur sig á eiturlyfjanautn, eins og höfundur lætur hann gera. Sóley fær vist í fínu húsi. Sá hluti bókarinnar, sem fjallar um það hús og það, sem í því gerist, er lélegasti hluti hennar. Að efni til eins konar tilbrigði við lýsingu Kiljans á húsi Búa Árlands, alþingismanns. Lýsing- in á frúnni í húsinu stappar of nærri stælingu, og svo er um fleira 1 þessu húsi, en meginmunurinn á lýsingum Kiljans og Elíasar Marar á sama húsi er þó sá, að það virðist ekki hvarfla að þeim síðarnefnda að lýsa fólki í fínu húsi af skilningi og því síður af samúð. Lýsingamar, sem í sjálfu sér geta verið mjög nærri veruleik- anum missa því marks og snerta ekki lesandann. En eftir að Sóley yfirgef- ur þetta hús, ólétt af bóndans völd- um, nær höfundur sér aftur á strik, og maður lokar bókinni að lestrinum loknum fróðari en áður um lífið í borginni sem er þorp og þakklátur höfundinum fyrir leiðsögn hans; lok- ar henni með þeirri sannfæringu, að hér sé þrátt fyrir allt höfundur á ferð, sem hefir bæði hjarta og heila og er á góðum vegi með að finna sína eigin melódíu. Bókin á það vel skilið að verða les- in af mörgum, og ekki ætti verðið að fæla. Það er mjög virðingarverð til- raun hjá forlaginu að gefa svona bók út í allstóru upplagi og selja hana mjög vægu verði og reyna með því
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.