Helgafell - 01.04.1954, Page 121

Helgafell - 01.04.1954, Page 121
BÓKMENNTIR 119 um skáldum er tamt. Hann yrkir einnig um rauð fljót, rauða daga, rauða minnisvarða, rauða straum- gyðju, rauðan vind, rautt bros, rauð- an mána og margt annað rautt. Sam- anlagt kemur þetta lýsingarorð þrjá- tíu og fjórum sinnum fyrir í þessu ljóðakveri. Gunnar Dal yrkir yfirleitt rímað, en er ónæmur á stuðlun og hrynjandi. Hins vegar á hann til ljóð- ræna mýkt, og einstöku kvæði, svo sem kvæðið Sær, býr yfir nokkru seiðmagni. Ef til vill á bilið milli hans og Tagore eftir að styttast, en ógnar langt er það enn. Hraunkvíslar Bragi Sigurjónsson — Bókaútgáfan Norðri 1951 Ekki getur þetta talizt góð kvæða- hók, þótt ýmislegt sé í henni sæmi- lega gert. Virðist mér mörg kvæð- anna meira ort af vilja en mætti. Lið- loga ort eru ádeilukvæðin Búrhund- ur og Framsöguræða íhaldsmanns. Kvæðið Tvö tilbrigði íslenzks vöggu- kvæðis virðist ort í anda Þjóðvarnar- flokksins, sjö erinda svívirðing um Kana, níu erindi um Rússa, hefði þó átt að vera átta af hvoru, svo að ekki hallaðist á. Laglegt er litla ljóðið Ævintýri. Nokkur kvæðanna eiga að vera hrollvekjur: Kvæðin Héðinn og Hrefna á Stöng, Heljarslóð, Helskór, Segir fátt af einum og Draugaskip. Þessi kvæði missa þó marks, vegna Þess að þau eru ekki nógu vel gerð, °g er einkum hið síðastnefnda aldeil- ls afleitur kveðskapur. Geðþekk eru Þau kvæði, þar sem höfundur lætur 1 Ijós samúð sína með olnbogabörnum Þjóðfélagsins og mannlífsins: Gamall maður, Fallvaltleiki, Tilgangsleysi, en bezta kvæði bókarinnar er Þýðing á ágætu kvæði eftir sænska skáldið Erik Lindorm: Faðir og sonur, en þessi þýðing er, þrátt fyrir tvær meinleg- ar þýðingarvillur, mjög svo sæmilega gerð. Þenkingar Gestur Guðfinnsson — Alþýðuprentsmiðjan 1952 Kvæðabók Gests Guðfinnssonar er um margt ánægjuleg aflestrar, og vart fær það neinum dulizt, að hér er ljóðskáld á ferð. Ekki er þó mikið nýjabrum á kveðskap hans. Hann fet- ar troðnar slóðir bæði um efni og form. Davíð, Tómas og Stefán frá Hvítadal eru lærimeistarar hans. Yf- irleitt eru kvæðin ort af vandvirkni, þótt út af bregði bæði um stuðlun og hrynjandi. Galli er það á allmörgum kvæða hans, hversu mjög hann of- brúkar samtenginguna og. Ég gerði það að gamni mínu, að athuga þetta nánar. Ljóðlínurnar í kvæðabók hans töldust mér vera samanlagt 741, og af þeim byrja hvorki meira né minna en 256, eða rösklega þriðja hver ljóðlína, á og. Kvæðin Þenkingar, Almúgafólk, Hjúskaparsæla og Bemskuminningar eru krydduð góðlátlegri kímni. Hið síðastnefnda ber allmikinn keim af Tómasi. í því fyrstnefnda er þetta er- indi: Og þegar aðrir gengu í heilagt hús og heyrðu og trúðu og þekktu skapara sinn, lék sér efinn að mér eins og köttur að mús og margur grunur læddist í hugskot mitt inn. Og þegar ég horfði yfir hólpinna sálna bekki, var hugur minn úti á þekju og viknaði ekki.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.