Morgunblaðið - 09.10.2014, Side 2

Morgunblaðið - 09.10.2014, Side 2
Afar mikil móða frá eldgosinu í Holuhrauni lagðist yfir Suðurland í gær, eins og sást vel úr gervihnetti NASA sem átti þá leið yfir Ísland. Loftgæðamælar á svæðinu (loft- gæði.is) sýndu slæm loftgæði fyrir viðkvæma eða sæmileg loftgæði í gær. Á mæli í Norðlingaholti í Reykjavík fóru gildi upp í um 700 míkrógrömm á rúmmetra um þrjú- leytið í gær sem eru slæm loftgæði fyrir viðkvæma. Í Hveragerði fór styrkurinn yfir 500 um hádegið í gær. Veðurstofan spáði því gær að móðu frá eldgosinu myndi leggja yf- ir Suðurland í dag. Stefán Geirsson, bóndi í Gerðum í Flóahreppi, var að slá seinni slátt af rýgresi í gær. Hann sagði að hann sæi blámóðu til fjalla. En er ekki óvenjulegt að heyja í október? „Eftir að rúllutæknin kom til sög- unnar hafa menn heyjað langt fram á haust, að ég tali ekki um svona grænfóður,“ sagði Stefán. Hann sagði að endalausar rigningar hefðu seinkað heyskap og svo hefði sprott- ið vel í hlýindunum. Stefán vissi af fleiri bændum sem voru að heyja í gær. Bæði áttu þeir eftir annan slátt á túnum og aðrir voru að slá í þriðja sinn til að hreinsa túnin eftir góða sprettu í haust. Það er gert til að koma í veg fyrir að það myndist sina á túnunum. gudni@mbl.is Heyskapur í blámóðunni Morgunblaðið/Sigmundur Sigurgeirsson Haustsláttur Stefán Geirsson, bóndi í Gerðum í Flóahreppi, var að slá rý- gresi í gær. Það er einær grastegund sem sprettur langt fram á haust.  Blámóða lá yfir Suðurlandi og Reykjanesi í gær Gervitunglamynd/ Jarðvísindastofnun/Modis/Nasa Eldgosagas úr Holuhrauni Greinilega sést hvernig móðan lá yfir Suðurlandi í gær og allt vestur á Reykjanesskaga. 2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 2014 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Guðni Einarsson gudni@mbl.is Sigurður Ingi Jóhannsson, landbún- aðarráðherra, á frekar von á því að EFTA-dómstóllinn verði látinn skera úr um hvort Ísland hafi brotið gegn EES-samningnum með reglum um innflutning á fersku kjöti. Eft- irlitsstofnun EFTA (ESA) gaf í gær út rökstutt álit um að íslensk löggjöf um innflutning á fersku kjöti væri andstæð EES-samningnum. „Við höfum lagt áherslu á að þetta sé heilbrigðismál sem varðar það að verja hreina búfjárstofna og sjúk- dómastöðu á Íslandi. Það hefur tryggt góð og örugg matvæli,“ sagði Sigurður Ingi. Hann bendir á að tíðni matarsýkinga hér sé einna lægst ef ekki sú lægsta á heimsvísu. ESA hafi hins vegar litið svo á að málið snúist um verslun yfir landamæri. Sigurður Ingi sagði að ágreiningurinn væri djúpur. Íslendingum hafi ekki tekist að fá ESA til að fallast á sín rök. „Þess vegna kemur niðurstaðan ef til vill ekki á óvart, þótt ég verði að segja að hún valdi vonbrigðum,“ sagði Sigurður Ingi. „Við höfum tvo mánuði til að bregðast við og höfum haft þá stefnu að taka til varna í þessu máli vegna þess að þarna er um grundvallarágreining að ræða. Í fréttatilkynningu frá ESA segir m.a. að íslensk löggjöf feli í sér inn- flutningstakmarkanir á fersku kjöti, unnu sem óunnu, kældu sem frosnu, sem og innmat og sláturúrgangi. Innflytjendur verði samkvæmt gild- andi lögum að sækja um leyfi og leggja fram margvísleg gögn til Mat- vælastofnunar. Krafan um að innflytjendur sæki um sérstakt leyfi til innflutnings og leggi fram ýmiskonar vottorð, eins og t.d. að vörurnar hafi verið frystar að lágmarki í 30 daga við 18 stiga frost og að þær séu ekki smitaðar af salmonellu, stangist á við EES- samninginn. Með þessari kröfu sé komið á reglubundnu eftirliti með dýraafurðum frá öðrum EES-ríkjum og það teljist vera viðskiptahindrun í skilningi EES-samningsins. Ferskar kjötvörur innan EES lúti nákvæm- um reglum um heilbrigðiseftirlit í út- flutningsríkinu en eftirlit í viðtöku- ríki sé takmarkað við stikkprufur. Reglurnar byggist á gagnkvæmu trausti milli EES ríkja og eigi að stuðla að óheftum flutningum vöru á innri markaðinum eins og samning- urinn geri ráð fyrir. ESA telur að íslensk stjórnvöld hafi ekki sýnt fram á að núverandi fyrirkomulag megi réttlæta með þeim rökum að það sé nauðsynlegt til að vernda líf og heilsu manna og dýra. Vísindaleg gögn sem íslensk stjórnvöld hafi framvísað renni ekki stoðum undir gildandi reglur heldur sýni þvert á móti að áhætta á sýk- ingu búfjár í gegnum innflutning á fersku kjöti sé hverfandi. ESA telur kerfi leyfisveitinga hér á landi fela í sér óréttlætanlegar og ónauðsynlegar viðskiptahindranir. Fer líklega fyrir EFTA-dóm  Rökstutt álit ESA segir að takmarkanir á innflutningi á fersku kjöti til Íslands brjóti í bága við EES- samninginn  Stjórnvöld líta svo á að málið snúist um heilbrigðismál og vörn hreinna búfjárstofna Morgunblaðið/Golli Kjötmálið ESA lítur svo á að innflutningur á fersku kjöti hingað snúist um verslun yfir landamæri en stjórnvöld telja að um sé að ræða heilbrigðismál. SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu sendu Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) kvörtun þann 6. desember 2011 vegna innleið- ingar íslenskra stjórnvalda á reglugerð ESB um almennar meginreglur og kröfur sam- kvæmt lögum um matvæli, um stofnun Matvælaöryggisstofn- unar Evrópu og um máls- meðferð vegna öryggis mat- væla. SVÞ töldu innflutnings- takmarkanir hér á fersku kjöti ganga gegn ákvæðum EES- samningsins um frjálsa vöru- flutninga. ESA styður skoðun SVÞ SVÞ SENDU KVÖRTUN TIL ESA ÁRIÐ 2011 Kaupum bíla Hærra uppítökuverð Við staðgreiðum bílinn þinn og þú getur þar með fengið staðgreiðsluafslátt af nýja bílunum. Sendu okkur upplýsingar í gegnumwww.seldur.is og við sendum þér staðgreiðslutilboð þér að kostnaðarlausu. Miklar umræður fóru fram á Al- þingi í gærkvöldi um frumvarp Vil- hjálms Árnasonar, þingmanns Sjálf- stæðisflokks, sem gengur út á að færa áfengissölu frá Vínbúðum ÁTVR og til matvöruverslana. Umræðan snerist að stórum hluta um það til hvaða nefndar ætti að vísa málinu. Í framsöguræðu sinni lagði Vilhjálmur til að málið yrði sent til allsherjar- og menntamála- nefndar en því mótmæltu Ögmund- ur Jónasson og Steingrímur J. Sig- fússon, þingmenn Vinstri grænna, og sögðu að heldur ætti að senda það til efnahags- og viðskiptanefnd- ar, þar sem hún hefði áður fjallað um áfengislagafrumvörp. Þá sagði Ögmundur að frumvarpið snerist fyrst og fremst um lýðheilsu og því ætti það að fara til velferðarnefnd- ar. Þvert á sett markmið? Helgi Hjörvar, þingmaður Sam- fylkingar, sagði ágætt að nefndir Alþingis fengju tækifæri til að fjalla málefnalega um hugmyndirnar að baki frumvarpinu en sagði það vekja furðu sína að áfengisfrum- varpið væri eitt af forgangsmálum Sjálfstæðisflokksins á haustþingi. Þá benti Ögmundur á að Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra hefði í janúar sl. samþykkt stefnu í áfengis- og vímuvörnum til ársins 2020, þar sem fram komi að mark- mið stjórnvalda sé m.a. að tak- marka aðgengi að áfengi og öðrum vímugjöfum og vernda viðkvæma hópa fyrir skaðlegum áhrifum áfengis og annarra vímugjafa. „Hér kemur frumvarp sem geng- ur þvert á allt þetta. Er ekkert að marka það starf sem unnið er á veg- um stjórnvalda?“ spurði Ögmundur. Umræðu var frestað til morguns á áttunda tímanum en hún heldur áfram þegar þingfundur hefst kl. 10.30 í dag. Deilt um áfengis- sölufrumvarpið  Ósammála um hvert málið á að fara Morgunblaðið/Heiddi Umdeilt Umræða um frumvarpið heldur áfram á þingi í dag.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.