Morgunblaðið - 09.10.2014, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 09.10.2014, Qupperneq 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 2014 Mannfólkið sér sem betur fer alltaf eitthvað nýtt í því gamla og nú hefur fyrrverandi almenningsklósetti frá nítjándu öld í miðbæ Lundúna verið breytt í hið ágætasta kaffihús og samlokubar. Þetta er gott dæmi um að vert er að leita gullmola á ólíkleg- ustu stöðum og gleymdir staðir eins og gömul náðhús fyrir hinn almenna borgara, geta sannarlega verið góður staður fyrir kaffihús og matsölustað, ef fólk er nógu hugmyndaríkt og hugsar út fyrir rammann. Uppruna- legar innréttingar frá Viktoríutíman- um voru látnar halda sér og útkoman er sannarlega frumleg og flott. Nú flykkist fólk á þetta forvitnilega fyrr- verandi klósett til að setjast niður í ró og næði með bollann sinn. Að sjá nýtt í gömlu Náðhúsi breytt í kaffihús Notalegt Hér situr maður við borð þar sem áður voru pissuskálar. Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Nokkur okkar sem vorumí kór Menntaskólans íKópavogi um 1980,mynduðum sextett sem þróaðist síðan út í kvartett,“ segja vinkonurnar Guðrún Gunnarsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir, en þær eru tvær þeirra sem skipa MK-kvartettinn sem ætlar halda tónleika síðar í mánuðinum eftir áratuga hlé. „Þetta var fyrir tíma internetsins og ég unglingurinn fór til móðursystur minnar sem átti plötusafn með stríðsárakvartettum, Andrews-systrum og fleirum, og fékk lánaðar margar af þessum hnausþykku 45 snúninga vín- ylplötum. Heima hjá mér lágum við síðan á stofugólfinu með plötu- umslögin á lofti og hlustuðum. Þannig greindum við raddirnar. Við fengum þó nokkra eldskírn í gegnum þessa vinnu og mikla þjálf- un í að radda,“ segir Hrafnhildur. Sungu á kosningahátíðum „Það var brjálað að gera hjá okkur í þau fimm ár sem við störf- uðum og við komum víða fram; meðal annars í framhaldsskólum, í Brodway, hjá félagasamtökum, í sjónvarpinu og útvarpinu og við skemmtum líka oft á kosninga- hátíðum,“ segir Guðrún, en þegar hún hélt upp á þrjátíu ára söngfer- ilsafmæli sitt í fyrra, bað hún kvartettinn um að koma saman af því tilefni. „Ætli ég hafi ekki verið tregust í taumi, ég var komin úr æfingu, en þau hin hafa öll verið að syngja frá því við hættum. En ég gat ekki brugðist vinkonu minni og í framhaldinu vorum við hvött til að halda sjálfstæða tónleika. Við höf- um verið að æfa á fullu undanfarið og þetta hefur verið frábært. Ég kem heim full af orku af hverri æf- ingu,“ segir Hrafnhildur. Guðrún bætir við að þær Hrafnhildur hafi skipst á að syngja altröddina þegar þær voru til skiptist búsettar er- lendis. „Þuríður Jónsdóttir gekk síðar til liðs við kvartettinn sem sópran og því er þetta í raun fimm manna kvartett. Þuríður ætlar að syngja með okkur núna á tónleik- unum.“ Fóru 18 ára í fyrstu upptöku Guðrún segir að á fyrstu árum kvartettsins hafi þau sungið einföld rokk- og svinglög sem þau sömdum sjálf texta við en Hrafnhildur hafi verið aðaltextasmiðurinn. Hún seg- ir suma textana skondna og nefnir dæmi: „Búa með sinni geit uppí sveit.“ „En þetta varð fágaðra með tímanum og við sungum flóknari útsetningar, til dæmis lög djass- raddsönghópsins Manhattan Transfer. Þetta verður bland í poka á tónleikunum, við ætlum að syngja bæði gamalt og nýtt. Skarphéðinn Hjartarson, einn af meðlimum kvartettsins, hefur útsett mikið af nýrri lögunum okkar,“ segir Guð- rún og bætir við að sonur Skarp- héðins hafi stofnað kvartett í MH og að þeir ungu strákar verði gestakvartett á tónleikunum. Margs er að minnast frá fyrstu ár- um kvartettsins, t.d. þegar fyrsta upptakan þeirra var gerð í Hljóð- rita. „Þá sungum við lag inn á Kópavogsplötu sem Óli Þórðar í Ríó tríóinu sá um, en Messóforte lék undir í þessu lagi. Það var magnað fyrir okkur sem vorum ekki nema átján ára og vorum að stíga í fyrsta sinn inn í hljóðver,“ segir Guðrún. Morgunblaðið/Eggert Vinkonur og söngkonur Hrafnhildur og Guðrún hlakka til að syngja saman að nýju í kvartettinum góða. Lágu á stofugólfi og hlustuðu Í gamla daga þau voru blessuð börn þegar þau stofnuðu MK-kvartettinn. Þau voru í menntó þegar þau stofnuðu MK-kvart- ettinn og ætla nú áratug- um síðar að koma saman og halda tónleika. Stuð Þuríður í stað Hrafnhildar. Tónleikarnir verða í Salnum í Kópavogi 22. okt. Þór Heiðar Ás- geirsson er fimmti meðlimur kvartettsins en auk þess mun fjög- urra manna hljómsveit spila með þeim á tónleikunum. Hana skipa Gunnar Gunnarsson, Ásgeir Ás- geirsson, Þorgrímur Jónsson og Hannes Friðbjarnarson. Nemendur sem stunda tungumála- nám og nemendur sem stunda ís- lensku sem annað tungumál við Há- skóla Íslands bjóða gestum og gangandi til stefnumóts við tungu- mál og tungumálafulltrúa á Café Lingua í dag kl. 16.30 í Stúdentakjall- aranum. Opið öllum sem hafa áhuga á tungumálum og mismunandi menn- ingu. Einstakt tækifæri fyrir þá sem eru að læra nýtt og framandi tungu- mál, að hitta fólk sem talar tungu- málið reiprennandi. Frábær mögu- leiki til að spreyta sig í framandi málum á hagnýtan hátt, í alþjóðlegu umhverfi í Stúdentakjallaranum. Café Lingua í dag Stefnumót tungumála Fjör Spjallað á mörgum tungum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.