Morgunblaðið - 09.10.2014, Page 14

Morgunblaðið - 09.10.2014, Page 14
VIÐTAL Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Magnús Geir Þórðarson, útvarps- stjóri, segir að þegar rekstur Rík- isútvarpsins undanfarin átta ár sé skoðaður sé ljóst að mikið hafi verið hagrætt í rekstrinum. Stöðugildum hafi fækkað úr 340 í 235. „Það er búið að skera mikið niður í starfseminni eins og hún er í dag og umfangið í raun eins lítið og mögulegt er miðað við núverandi þjónustu,“ sagði Magnús Geir í samtali við Morg- unblaðið í gær. Eins og fram hefur komið í Morgunblaðinu gerði endurskoð- endafyrirtækið PriceWaterhouse- Coopers (PWC) fjárhagslega úttekt á RÚV í sumar sem sýndi að RÚV er yfirskuldsett. Vaxtaberandi skuldir félagsins nema 5,5 milljörðum króna og er það uppsafnaður vandi til margra ára. Góður fundur með starfsfólki Magnús Geir fundaði með starfs- fólki Ríkisútvarpsins í gærmorgun, þar sem hann fór yfir stöðu RÚV og svaraði fyrirspurnum. „Þetta var góður fundur, þar sem ég kappkost- aði að fara heiðarlega yfir stöðu mála. Frá því að ný framkvæmda- stjórn tók við stjórn Ríkisútvarpsins í vor hefur verið lögð áhersla á að greina stöðu félagsins og leggja stað- reyndirnar á borðið og veita eins markvissar upplýsingar og fært er. Ég held að starfsfólkið hafi farið upp- lýstara af fundinum en það var fyrir fundinn, þótt auðvitað hafi fólk áhyggjur af stöðunni,“ sagði Magnús Geir. Hann segir að það eigi bæði við um stjórn RÚV og starfsfólk. Stjórn RÚV hafi gert athugasemdir við það, við fyrri framkvæmdastjórn RÚV, að upplýsingagjöf til stjórnarinnar væri ekki nægjanlega markviss og því hafi hann talið mikilvægt að breyta upp- lýsingagjöfinni og bæta. „Stjórn RÚV ákvað á vormán- uðum að fá sjálfstæða úttekt á stöðu RÚV og að auki ákvað ný fram- kvæmdastjórn að gera sjálfstæða innri úttekt á aðgerðum og þróun síð- ustu ára. Eftir þessa vinnu liggja staðreyndir málsins fyrir og það er út frá þessum staðreyndum sem nú er unnið. Þessum upplýsingum hefur að sjálfsögðu verið miðlað til mennta- málaráðherra sem hefur lýst yfir vilja til að vinna að farsælli lausn málsins.“ Þungur rekstur í mörg ár - Miðað við þá fjárhagsstöðu sem þú varst að kynna starfsmönnum í morgun, liggur það ekki beint við að þið hjá RÚV verðið að ráðast í breyt- ingar, eins og uppsagnir og nið- urskurð á þjónustu? „Vandi RÚV í dag er tvíþættur. Annars vegar er um að ræða yf- irskuldsetningu sem á sér margra ára forsögu og RÚV mun ekki standa undir til framtíðar. Hins vegar er ljóst að núverandi rekstrartekjur standa ekki undir núverandi þjón- ustu sem grundvallast á lögum og þjónustusamningi. Reksturinn hefur verið þungur í mörg ár og er það enn. Eins og kunnugt er hefur RÚV að- eins fengið hluta útvarpsgjaldsins í sinn hlut og ríkið nýtt hinn hlutann í önnur verkefni. Fram hefur komið að mikið hafi verið hagrætt í starfsem- inni á undanförnum árum og það er mat stjórnar og stjórnenda að lengra verði ekki gengið miðað við óbreytta þjónustu. Því þarf annaðhvort að leiðrétta þjónustutekjurnar eða að endurskoða hlutverk og skyldur RÚV frá grunni. Ákvörðun um þetta er hins vegar að sjálfsögðu ekki á valdi starfsfólks RÚV heldur er hér um að ræða stefnumarkandi pólitíska umræðu sem Alþingi þarf að taka.“ - Af umræðunni að dæma, virðist vera lítill hljómgrunnur fyrir því að auka fjárframlög ríkisins til RÚV. Fyrirtækið hefur tekið 1,4 milljarða að láni á undanförnum tveimur árum, á 7,35% vöxtum. Eigið þið nokkurt val, annað en að ráðast í frekari nið- urskurð? „Ég tel að Ríkisútvarpið sé ein mikilvægasta menningar- og lýðræð- isstofnun þjóðarinnar. Ríkisútvarpið skipar stóran sess í hjörtum lands- manna og að mínu mati er mikilvægi RÚV síst minna í dag en áður – en til að það geti sinnt þessu hlutverki þarf að skapa því heppilegri skilyrði Ákvörðun um umgjörð, umfang og þjónustutekjur til Ríkisútvarpsins liggur hins vegar hjá löggjafanum.“ Kostnaðurinn vanmetinn - Nú á þessi staða RÚV ekki að koma þér á óvart, því þú sast jú í stjórn fyrirtækisins í einhverja mán- uði áður en þú varðst útvarpsstjóri. Hvers vegna skiluðu þær aðhalds- aðgerðir sem ákveðnar voru í fyrra- haust ekki þeim 500 milljónum í hag- ræðingu sem að var stefnt? „Þessi staða sem nú hefur verið dregin fram er verri en áður hafði verið kynnt. Talað var um að eftir að- gerðirnar síðasta vetur væri jafn- vægi komið á í rekstrinum en annað hefur komið á daginn. Það eru sann- arlega mikil vonbrigði. Ég get ekki svarað nákvæmlega fyrir aðgerðir þáverandi yfirstjórnar RÚV en okk- ur virðist þó að menn hafi einfaldlega vanáætlað þann kostnað sem fylgdi aðgerðunum, eins og t.d. því að fylla í dagskrárgötin sem mynduðust við það að fella niður dagskrárliði. Þann- ig var ávinningurinn af uppsögn- unum reiknaður að fullu inn í áætl- anirnar en kostnaðurinn af því að fella niður þætti og fylla með öðrum hætti í dagskrána vanmetinn.“ Magnús segir að frá því að hann og ný framkvæmdastjórn RÚV tóku við í maí í vor hafi verið ráðist í heil- miklar hagræðingaraðgerðir, vegna þess að á daginn hafi komið að þær aðgerðir sem þegar hafði verið ákveðið að ráðast í skiluðu ekki nógu miklu. „Þegar ný framkvæmdastjórn tók við voru aðeins fjórir mánuðir eftir af rekstrarárinu. Strax var grip- ið til allra viðbótar-hagræðing- araðgerða sem mögulegt var á þeim tíma. Við höfum þegar minnkað yf- irbyggingu, m.a. með því að rýma hluta húsnæðisins í Útvarpshúsinu, dregið úr umfangi tæknirekstrar, selt hluta fótboltaleikja á HM til ann- arrar stöðvar og margt fleira. Mark- miðið hefur verið að verja dagskrár- hlutann en einstaka aðgerðir hafa þó haft áhrif á dagskrána eins og til dæmis þegar ákveðið var að færa síð- asta lag fyrir fréttir fram um fimm mínútur og skjóta inn tveimur aug- lýsingahléum á samtengdum rásum, sem skilar okkur auknum tekjum upp á 30 til 40 milljónir króna á ári. Þó enginn hér hefði í raun áhuga á að gera þessa breytingu þá þótti okkur hún nauðsynleg í ljósi stöðunnar. Eins og þú veist hefur þessi breyting verið gagnrýnd af ýmsum og kallað fram mikil viðbrögð eins og vænta mátti.“ Magnús Geir segir að viðbrögðin við því að færa síðasta lag fyrir frétt- ir séu lýsandi fyrir þann hug sem fólk beri til RÚV. „Ríkisútvarpið skipar ríkan sess í hugum þjóðarinnar og að mínu mati verður að standa vörð um Ríkisútvarpið til framtíðar. Ég er þess fullviss að ef skerða ætti þjón- ustuna umtalsvert, þá myndi það kalla á mikla óánægju meðal þjóð- arinnar. En enn og aftur þá minni ég á að slíkt er stefnumótandi ákvörðun sem er ekki tekin af mér, stjórn eða starfsfólki heldur þyrfti slík ákvörð- un að vera tekin af Alþingi,“ segir Magnús Geir Þórðarson, útvarps- stjóri. Það er búið að skera mikið niður  Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri segir að gífurleg hagræðing hafi átt sér stað í rekstri RÚV á undanförnum árum  5,5 milljarða skuldsetning Ríkisútvarpsins uppsafnaður vandi til margra ára Morgunblaðið/Golli Útvarpsstjóri Magnús Geir Þórðarson segir að skuldsetning RÚV upp á 5,5 milljarða króna sé allt of mikil og reksturinn hafi verið þungur í mörg ár. RÚV er yfirskuldsett » Vaxtaberandi skuldir RÚV eru 5,5 milljarðar króna. » Skuldabréf í eigu Lífeyris- sjóðs starfsmanna ríkisins sem er með ríkisábyrgð er upp á þrjá milljarða króna. » Undanfarin tvö ár nemur lántaka RÚV 1,4 milljörðum króna. Þau lán bera 7,35% vexti. » Greiðslubyrði RÚV af lánum og skuldabréfinu nemur 593 milljónum króna. 14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 2014 Ármúla 24 • S: 585 2800 EOS fjaðurljósin frá Opið virka daga 10 -18, laugardaga 11- 16. – www.rafkaup.is Framkvæmdir við íbúðarblokkir sem eiga að rísa á Lýsisreitnum svonefnda í Vesturbæ Reykjavíkur eru nú í fullum gangi en þessa dagana er verið að steypa tvöfald- an bílakjallara sem verður undir húsunum. Að sögn Pálmars Harð- arsonar, framkvæmdastjóra Þing- vangs ehf., starfa nú um fjörutíu manns við framkvæmdirnar en það muni ekki verða fyrr en í vor sem byggingarnar rísi upp úr jörðinni. Reiknað sé með því að hægt verði að byrja að steypa íbúðirnar sjálfar í apríl eða maí. Þá munu á bilinu 100-150 manns starfa við verkið en áætlað er að hægt verði að afhenda fyrstu íbúð- irnar í lágreistari blokkunum þeg- ar næsta haust. Morgunblaðið/Eggert Koma upp úr jörð- inni með vorinu
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.