Morgunblaðið - 09.10.2014, Page 22

Morgunblaðið - 09.10.2014, Page 22
22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 2014 Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Sú ákvörðun Íbúðalánasjóðs (ÍLS) að setja fjögur hundruð íbúðir úr eignasafni sínu á sölu mun ekki hafa áhrif á markaðsverð annarra eigna á húsnæðismarkaði, að mati Ingi- bjargar Þórðardóttur, formanns Fé- lags fasteignasala. Sala eignanna verður kynnt frek- ar í næstu viku en flestar íbúðanna eru þegar í útleigu. Sjóðurinn gerir þá kröfu að þeir sem geri tilboð í þær geri grein fyrir hvernig þeir ætla að viðhalda útleigu íbúðanna. Eignirnar verða seldar í sjö eigna- söfnum og er heildarfasteignamat þeirra um 6,5 milljarðar króna. Ekki sömu kaupendur Ingibjörg segir að það hljóti að liggja í hlutarins eðli að ef tugir íbúða eru í hverju safni og verð þeirra hleypur á hundruðum millj- óna og jafnvel yfir milljarði hljóti það að vera stór félög á borð við fasteignafélög á leigumarkaði eða hugsanlega önnur eins Öryrkja- bandalagið eða Búseti sem muni kaupa þau. „Þetta er ekki á markaði fyrir al- menning og mun ekki hafa áhrif á fasteignaverð almennt á þessum svæðum að mínu mati. Þetta eru allt aðrir kaupendur sem verða þarna að verki en á almennum markaði þar sem einstaklingar eru að stærstum hluta,“ segir hún. Eignasalan geti frekar haft áhrif á leiguverð, jafnvel til lækkunar, þeg- ar svo margar íbúðir komi út á markaðinn einungis sem leigueignir. „Það ætti frekar að geta verið já- kvætt fyrir leigumarkaðinn því húsaleiguverð hefur náttúrulega stigið óheyrilega á undanförnum misserum,“ segir Ingibjörg. Tryggja búsetu leigjenda Stærsti hluti íbúðanna sem ÍLS ætlar að selja nú er á Suðurnesjum og Austurlandi en þar hafa hlutfalls- lega flestar íbúðir lent í faðmi hans. Eignasöfnin skiptast eftir landsvæð- um og er mismunandi hversu marg- ar íbúðir eru í hverju þeirra. Alls eru íbúðirnar í fjórtán sveitarfélögum. Að sögn Ingibjargar Ólafar Vil- hjálmsdóttur, stjórnarformanns ÍLS, er markmið sjóðsins að fækka eignum í eigu hans, efla leigumark- aðinn og tryggja búsetu núverandi leigjenda í íbúðunum. „Þetta er nýtt að við hópum eign- unum saman í eignasöfn og reynum að selja með það markmið að halda þeim áfram í leigu. Við höfum lagt mikla áherslu á opið og gegnsætt ferli og að það sé jafnræði á milli þeirra sem vilja kaupa íbúðirnar,“ segir hún. Lækki ekki fasteignaverð  Formaður Félags fasteignasala telur eignasölu Íbúðalánasjóðs geta haft áhrif til lækkunar húsaleigu  Flestar íbúðirnar eru á Suðurnesjum og Austurlandi Morgunblaðið/Ómar Fasteignir Eignirnar sem Íbúðalánasjóður ætlar að selja eru um 18% af eignasafni hans. Af þessum 400 íbúðum eru 54 á höfuðborgarsvæðinu. Íbúðirnar sem ÍLS hyggst selja eftir landshlutunum Austurland Höfuðborgarsvæðið Norðurland Suðurland Suðurnes Vesturland Samtals Heimild: ÍLS 114 54 38 14 20 160 12 3 2 3 10 3 33 AUÐ ÍLS LEIGIR SALA SAMTALS 63 44 7 11 136 26 287 39 7 5 6 14 9 80 114 54 14 20 160 38 400 Atvinnuvega- og nýsköp- unarráðuneytið birti í gær úr- skurð vegna stjórnsýslukæru Brugghússins-Steðja ehf., vegna ákvörðunar heilbrigðiseftirlits Vesturlands frá 13. janúar 2014 að stöðva markaðssetningu og innkalla hvalabjór. Niðurstaða ráðuneytisins er að staðfesta beri ákvörðun heilbrigðiseftirlitsins, þar sem kæranda hafi skv. lögum um matvæli, borið sem matvæla- fyrirtæki að gæta að ákvæðum laga um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, þegar kærandi með- höndlaði hvalmjöl. Hvalmjölið fékk Brugghúsið- Steðji hjá Hval hf. en ráðuneytið kemst að þeirri niðurstöðu að Hval hafi ekki verið heimilt að afhenda brugghúsinu hvalmjöl, þar sem Hvalur hafi ekki starfs- leyfi til þessa skv. lögum um mat- væli né hafi fyrirtækið haft til þess heimild sbr. lögum um dýra- sjúkdóma og varnir gegn þeim. Í úrskurði ráðuneytisins er hins vegar tekið fram að það telji að brugghúsið hafi gætt að skil- yrðum laga með þeim hætti að hvalabjórinn væri öruggur, með innra eftirliti og rekjanleika af- urðarinnar. Staðfestu ákvörðun eftirlitsins  Ráðuneytið telur hvalabjórinn öruggan Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar á Facebook-síðu sinni við því að undanfarið hafi borið mikið á tölvupóstsendingum þar sem fólk er beðið um að fara inn á tiltekna vefslóð vegna vandamála við heimabanka viðkomandi. „Auðvitað er þarna um svikapóst að ræða, en svo virðist sem flóð af slíkum beiðn- um dynji á landanum. Við biðjum fólk að svara þessum beiðnum alls ekki og eyða póstinum,“ segir í færslu lögreglunnar. Vara við tölvupóstum Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Ég verð fyrst og fremst skólastjóri en það er einnig gott að geta gefið af sér til samfélagsins og tekið þátt í uppbyggingunni,“ segir Sif Hauks- dóttir, skólastjóri Breiðdalsskóla, sem samhliða skólastjórastarf- inu tekur við hluta af verkefnum sveitarstjóra. Fyrir hefur leg- ið að Páll Bald- ursson sveit- arstjóri myndi láta af störfum hjá Breiðdalshreppi vegna flutnings úr sveitarfélaginu en hann hefur gegnt starfinu í rúm átta ár. Sveitarstjórn ákvað að ráða ekki nýj- an sveitarstjóra vegna erfiðrar fjár- hagsstöðu. Sveitarstjórn samþykkti á fundi í vikunni að ráða Sif í stöðu verk- efnastjóra í hlutastarfi. Það felst fyrst og fremst í því að stýra fjármálum og rekstri sveitarfélagsins. Sif verður áfram skólastjóri að aðalstarfi en kennsluskylda hennar minnkuð. Sveitarstjórn og skrifstofustjóri munu taka að sér ýmsa aðra þætti sem snúa að stjórnun sveitarfélagsins. Sif tók við stöðu skólastjóra í sumar en hún bjó áður á staðnum í áratug. „Mér var boðið að fara í þetta starf. Ég hugsaði mig augnablik um og tók því,“ segir hún. Talsvert hefur breyst frá því hún flutti úr Breiðdal, fyrir fjórtán árum. Íbúum hefur fækkað og börnum í skólanum. „Þetta er sama góða samfélagið. Hér er margt gott fólk og mér sýnist margt vera að ger- ast í uppbyggingu.“ Börnum fjölgar aftur Á síðasta vetri voru 11 börn í skól- anum en þeim fjölgaði í 18 í haust. „Það fluttust hingað fjölskyldur með fjögur og tvö börn á grunnskólaaldri. Hver fjölskylda vegur mikið í svona litlu samfélagi. Hér í skólanum ríkir gleði og gaman. Ég hlakka til hvers dags með þessum yndislegu börnum,“ segir Sif. Fjárhagsstaða Breiðdalshrepps er erfið. Sif segist gera sér grein fyrir því og líta þurfi í öll horn og spara eins og hægt sé. „Ég er þess fullviss að ef allir taka höndum saman er hægt að gera góða hluti og sýnist að margir innan samfélagsins séu nú þegar vel á veg komnir með góða uppbyggingu,“ segir hún. Ekki nýr sveitar- stjóri í Breiðdal  Skólastjóri tekur við hluta verkefna Sif Hauksdóttir ÚRAFRAMLEIÐANDI Í HEIMI SENNILEGA MINNSTI www.gilbert.is
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.