Morgunblaðið - 09.10.2014, Page 26

Morgunblaðið - 09.10.2014, Page 26
26 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 2014 Grunnur að góðri máltíð www.holta.is HO LTA KJÚKLINGUR 100% kjúklingur Allur Holta kjúklingur er 100% náttúrulegur. Þú getur verið viss um að þegar þú kaupir Holta kjúkling ertu að fá vöru sem nýtur virðingar hjá meistarakokkum, hvar sem þá er að finna. Spölur ehf. greiddi í byrjun mánaðar- ins um hálfan milljarð króna af lang- tímalánum sínum og vexti að auki, alls 643 milljónir króna. Lokaafborg- unin verður 2018 og ætla má að Hval- fjarðargöng verði rekin með veggjaldi fram á mitt ár 2019 til að unnt sé að greiða annað, sem félagið þarf að standa skil á, áður en göngin verða afhent ríkinu endurgjaldslaust. Frá þessu er greint á heimasíðu Spalar og þar kemur fram að fjár- mögnunarsamningar Hvalfjarðar- ganga kveða á um afborgun lang- tímalána Spalar einu sinni á ári, tuttugu sinnum alls, frá september 1999 til september 2018. Þetta hefur gengið eftir og nú er að baki sextánda afborgunin af þessum tuttugu. Langtímaskuldir félagsins nema nú liðlega tveimur milljörðum króna og þær verða greiddar upp á næstu fjórum árum, að öllu óbreyttu. Í lög- um og samningum er kveðið á um að Spölur afhendi ríkinu göngin skuld- laus. Þegar langtímaskuldir verða upp greiddar þarf því að afla tekna til að greiða út inneignir á viðskipta- reikningum veglykla, ónotuð afslátt- arkort sem verður framvísað og skila- gjöld veglykla sem verður sömuleiðis framvísað. Þá þarf í lokin að greiða hluthöfum út hlutafé þeirra, en þeir eru m.a. Faxaflóahafnir með 23,5%, Ríkis- sjóður 17,6%, Elkem Íslandi, 14,7%, Hvalfjarðarsveit 11,6% og Vegagerð- in með 11,6%. Áætlað er að þessi út- gjöld geti numið allt að 600 milljónum króna auk rekstrarkostnaðar gang- anna þar til Spölur afhendir þau ríkissjóði, sem gæti orðið nálægt miðju ári 2019. Hvalfjarðargöng verða lokuð vegna malbikunar í hálfan þriðja sól- arhring frá því klukkan 20 að kvöldi föstudags 17. október til kl. 6 að morgni 20. október. Þetta er lengsta samfellda lokun ganganna frá upp- hafi og í fyrsta sinn sem slitlag er endurnýjað á akbrautum þar frá því þau voru opnuð í júlí 1998. Hlaðbær- Colas annast verkið og mun hliðra til eins og mögulegt er til að hleypa for- gangsumferð í gegn á meðan á fram- kvæmdum stendur, þ.e. sjúkraliði, slökkviliði og lögreglu. Göngin afhent ríkinu skuldlaus eftir fimm ár Morgunblaðið/Ernir Hvalfjarðargöng » Umferðin í göngunum í september var 2% meiri en í sama mánuði í fyrra. » Aukning hefur verið í öllum mánuðum ársins nema í mars. » 164,065 bílar fóru um göng- in í síðasta mánuði. » Stærsti mánuður frá upp- hafi var júlí 2009 er 248.994 bílar fóru um göngin. » Í júlí í ár voru bílarnir 238.814. Gunnlaugur Auðunn Árnason Stykkishólmi Umhverfismál hafa verið ofarlega í huga íbúa Stykkishólms nokkuð lengi. Vakningin byrjaði upp úr 1980 er farið var að endurbyggja gömul hús í stað þess að rífa þau og byggja ný. Íbúar fóru að gera fallega garða og leggja metnað í að bæði hús og lóð liti snyrtilega út. Slík viðhorf smita út frá sér og verða sjálfsögð eins og aldrei hafi annað komið til greina. Fyrir nokkrum árum byrjaði Stykkishólmsbær, fyrstur sveitarfé- laga, að fá íbúana til að flokka allt heimilissorp. Hver fjölskylda fékk 3 tunnur, eina fyrir lífrænt sorp, aðra fyrir endurvinnanlegt sorp og þriðju fyrir sorp sem ekki fór í hinar tvær. Íbúarnir voru jákvæðir og fóru af stað með flokkun. Í dag gerir enginn athugasemdir og menn líta á sorpið með öðrum augum, ekki bara sorp. Í ljós hefur komið eftir breytingarnar að minna en helmingur sorps fer í urðun, sem sparar fjármuni. Þá hef- ur Stykkishólmsbær hafið formlegt átak gegn ágengum plöntum í bæj- arlandi sínu. Plastpokalaust samfélag Áhugasamir einstaklingar hafa fé- lagsskap sem heitir Umhverfishópur Stykkishólms. Hópurinn vill fylgja því eftir að bærinn og íbúar hans leggi áherslu á að sýna gott fordæmi í umhverfismálum. Í byrjun ársins var ákveðið að fara af stað með nýtt verkefni í þessum anda. Hugmyndin var hvort Hólmurinn gæti ekki orðið burðarplastpokalaust samfélag. Sótt var um styrk til umhverfis- og auð- lindaráðuneytisins til þess að fara af stað með tilraunaverkefni í að hætta að nota plastpoka þegar farið er að versla. Þess í stað eru bæjarbúar hvattir til að nota fjölnota poka sem þeir koma með að heiman. Verkefnið fór af stað í byrjun september en undirbúningur hefur staðið frá því síðasta vor. Fyrirmyndir í umhverfismálum  Markmiðið nú að hætta að nota burðarplastpoka Morgunblaðið/Gunnlaugur Auðun Plastpokana burt Theódóra Matthíasdóttir, Róbert Arnar Stefánsson og Menja von Schmalensee eru stjórnendur átaksins í Stykkishólmi.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.