Morgunblaðið - 09.10.2014, Page 42

Morgunblaðið - 09.10.2014, Page 42
42 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 2014 FERÐAÞJÓNUSTA Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Gistihúsið á gamla stórbýlinu, Egils- stöðum á Héraði, hefur tekið stakka- skiptum á síðustu misserum. Ný, stór gistiálma var tekin í notkun í sumar og móttaka sem tengir gömlu bygginguna við þá nýju. Rými er nú fyrir nærri þrefalt fleiri næturgesti en áður. Þrátt fyrir að enn sé haldið í gisti- húsaheitið á hlédrægan hátt er þarna um að ræða fallegt hótel. Egilsstaðabúið hefur lengi verið eitt helsta tákn samfélagsins eystra; stóra, virðulega hvíta húsið með rauða þakinu. Þar byggðu Jón Bergsson og Margrét Pétursdóttir býli árið 1903 og afkomendur þeirra hafa alla tíð átt staðinn. Stórt kúabú hefur verið á jörðinni áratugum saman og ferðaþjónusta einnig, en óhætt er að segja að risa- skref hafi verið stigið á því sviði með breytingunum nú. Hjónin Gunnlaugur Jónasson og Hulda Elísabeth Daníelsdóttir eiga og reka hótelið. Keyptu húsið af frænku Gunnlaugs fyrir hálfum öðr- um áratug en þá hafði gistihúsið ver- ið lokað í nokkur ár og húsið þarfn- aðist mikils viðhalds. „Við bjuggum úti í Danmörku; konan mín hafði verið þar í 18 ár og ég með henni í fimm, og vorum að spá í að koma heim. Vissum af hús- inu hér tómu, langaði að fara út í ferðaþjónustu og létum verða af því,“ segir Gunnlaugur. „Mörgum þótti þetta algjört rugl í okkur, enda fengum við bjartsýnisverðlaun Framfarafélags Fljótsdalshéraðs!“ Gunnlaugur segir suma hafa hald- ið því fram að húsið væri ónýtt. „Það var ekki borin mikil virðing fyrir gömlum húsum hér á þessum tíma; margir voru á því að svona gamlar byggingar væru bara drasl, en kom- ið hefur í ljós að húsið var mjög vel farið þótt töluvert þyrfti að laga.“ Hjónin voru mjög skynsöm fyrstu 15 árin, segir Gunnlaugur; þar til nú! „Við gerðum húsið upp smám saman að vetrarlagi fyrir innkomu sumars- ins. Við vorum búin að hugsa um að byggja við í ein tíu ár og fórum kannski yfir skynsemismörkin núna; það á eftir að koma í ljós,“ segir hann en kveðst, þrátt fyrir að taka svona til orða, vera bjartsýnn. Byrjað var að byggja í nóvember í fyrra og nýja húsið var tekið í notk- un um miðjan júní. „Við bættum við 32 herbergjum og erum því með 50 í dag.“ Þarna er líka ný móttaka sem fyrr segir, lyftur settar í húsið og verið er að byggja baðhús undir móttökunni. „Það er troðfullt hjá okkur yfir sumarið, í júní, júlí og ágúst, maí og september eru ágætir en ferða- mennskan dettur mikið niður yfir veturinn. Reksturinn þá er ansi þungur enda erum við ansi langt frá aðalinnkomuleiðinni í landið.“ Lengi hafa verið uppi hugmyndir um að koma á beinu flugi til Egils- staða erlendis frá og Gunnlaugur á bágt með að skilja að af því hafi aldr- ei orðið. Það taki alls 50 mínútum skemmri tíma að fljúga fram og til baka til Egilsstaða en Keflavíkur frá ýmsum stöðum á meginlandi Evrópu og Norðurlöndunum og það hljóti að skipta máli. „Það breytir hins vegar engu fyrir þann mikla fjölda fólks sem kemur til að ferðast hringinn í kringum landið hvar hann lendir. Það hlýtur að vera gáfulegra þegar allt er fullt á suðvesturhorninu að opna aðra gátt inn í landið. Við erum með góðan flugvöll hér en það er pólitísk ákvörðun að breyta þessu.“ Mikil uppbygging við Lagarfljót  Stór viðbygging tekin í notkun við Gistihúsið á Egilsstöðum  Fluttu frá Danmörku og endur- vöktu ferðaþjónustu 1998  „Mörgum þótti þetta algjört rugl enda fengum við bjartsýnisverðlaun“ Gamalt Egilsstaðabúið gamla. Gunnlaugur og Hulda Elísabeth endurbættu húsið smám saman á löngum tíma. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Nýtt Álma með 38 herbergjum og glæsilegri mótttöku sem byggð var í fyrravetur og tekin í notkun í júní. Breytingar Gunnlaugur Jónasson á Egilsstöðum kveðst bjartsýnn. Mjög hefur verið í tísku í nokkur ár á veitingastöðum víða um heim að bjóða upp á mat úr héraði. Á það er til dæmis lögð áhersla á Gistihúsinu á Egilsstöðum. Ósennilegt er að víða sé nálægðin þó jafn mikil og á þessu tiltekna hóteli. Þar er sannarlega boðið upp á mat af Héraði …. Frændur Gunn- laugs reka nefnilega nautgripabú við hlið gistihússins, þar sem það hefur verið í áratugi. Í fjósi eru nú nokkur hundruð naut og 80 mjólkurkýr og nautakjöt frá bænum auðvitað á matseðli gistihússins. Þetta vekur athygli gesta, ekki síst erlendra, sem eru tíðir. Og þótt hótelið sé aðeins steinsnar frá þétt- býlinu á Egilsstöðum, eina 300 metra, er það samt úti í náttúrunni. Til dæmis var mjög vinalegt fyrir gamlan kúarektor að anda að sér ilmandi sveitaloftinu. Morgunblaðið/Skapti Hvað vilt þú? Nautgripir eru forvitnir á Egilsstöðum sem annars staðar. Nautakjöt úr næsta húsi á matseðlinum
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.