Morgunblaðið - 09.10.2014, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 09.10.2014, Qupperneq 45
egs og Danmerkur voru til að mynda miklir vinir pabba og komu oft í heimsókn, en einnig komu þingmenn úr öldungadeild Banda- ríkjaþings í heimsókn.“ Af þessum heimsóknum fyrirmenna er Thor yngri þó einna minnisstæðust heimsókn Sveins Björnssonar árið 1944, en þá var nýbúið að stofna lýðveldið á Þingvöllum. „Við, börn- in þrjú, þurftum að læra að segja: „Komið þér sælir, herra forseti“og við vorum lengi að læra þetta!“ segir Thor og hlær við. „Þetta var mjög spennandi fyrir okkur, þegar lögreglan og öryggisgæslan kom með forsetann heim til okkar.“ Þjóðernið er blessun Thor segir að hann hafi reynt að koma til Íslands annað hvert ár að meðaltali, og finnist það alltaf jafngaman, þar sem hann eigi marga vini hér. „Ég er stoltur af því að vera Íslendingur. Það er svo margt til þess að vera stoltur af, listirnar, menningin, orkan, tónlistin, tæknigeta og margt fleira. Það er gott að hafa þennan bakgrunn,“ segir Thor, en hann er með tvöfalt ríkisfang. Thor segir að í heimsóknum sín- um yfir árin hafi hann getað fylgst með því hvernig íslensku sam- félagi hafi fleygt fram. „Og sjá hversu auðug þið eruð. Það er svo auðvelt að gleyma því hversu mikil gæði eru hér, þrátt fyrir storminn nýlega.“ Thor segir að þrátt fyrir bankahrunið búi Íslendingar enn að svo miklu. „Það er blessun að vera Íslendingur og það hefur ver- ið mikill heiður fyrir mig að geta aðstoðað á ræðismannsskrifstof- unni í New York.“ Thor segir að í íslensku utanríkisþjónustunni sé margt gott og duglegt fólk og seg- ir þjóðina heppna að búa yfir jafn- dugmiklu fólki, en sjálfur hafi hann unnið með fimm fasta- fulltrúum Íslands við Sameinuðu þjóðirnar, sex ef faðir hans er tal- inn með. Nefnir hann þar sér- staklega Grétu Gunnarsdóttur, fráfarandi sendiherra við Samein- uðu þjóðirnar, sem hafi ekki bara unnið landi og þjóð mikið gagn, heldur hafi hún einnig orðið að forystumanni í málefnum kvenna á alþjóðavettvangi. Forréttindi í vegabréfinu Thor segir að íslensku ræturnar hafi hjálpað sér gríðarlega í starfi sínu, en hann var um langt skeið einn af aðstoðarforstjórum Citi- bank í New York, og sá einkum um lánveitingar til fyrirtækja í lyfjaiðnaðinum. „Tvímælalaust. Það er mikil virðing sem fylgir því að vera frá Norðurlöndum og það gaf mér visst forskot.“ Thor nefnir það í því samhengi að eftir bestu vitneskju sinni skattleggi norrænu þjóðirnar ekki eigin ríkisborgara sem hafi búið erlendis lengi, líkt og Bandaríkja- menn geri. „Þeir líta á það sem svo, að það séu ákveðin forrétt- indi, sem þurfi að greiða fyrir, að vera með bandarískt vegabréf. Á hinn bóginn ætti fólk frá Norð- urlöndum að vera stolt af ríkis- fangi sínu.“ Þá nefnir Thor einnig að sá munur sé á Bandaríkjunum og Evrópu að vestanhafs sé algengt að fólk gefi sjúkrahúsum og há- skólum miklar peningagjafir, sem séu þá skattfrjálsar. Í staðinn fái það nafnið sitt á vegg, en um leið sé fjárþörf þessara mikilvægu stofnana svarað. „Þetta mætti einnig reyna hér, að gera framlög fólks til slíkra góðgerðamála skatt- frjáls.“ Thor segir að samskipti Íslands og Bandaríkjanna séu mjög sterk. „Það hafa verið lítil vandamál hér og þar, en það er ekkert sem varir lengi. Er ekki varnarstöðin núna orðin að skólavist?“ segir Thor. Um framtíðina segist hann eiga sér þann draum, að Íslendingar geti orðið að sáttasemjurum á al- þjóðavettvangi og vísar í leiðtoga- fundinn í Höfða árið 1986. „Við eigum okkur enga óvini og erum hæfilega langt í burtu frá flestum átakasvæðum svo við getum verið verið óvilhallur aðili. Af hverju ættum við ekki að geta það?“ FRÉTTIR 45Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 2014 „Samkvæmt þjóðsögunum átti faðir minn að hafa haft meiri áhrif innan bandaríska utanríkisráðu- neytisins en margir sem tilheyrðu stærri þjóðum, enda var hann sendiherra í 25 ár,“ segir Thor um föður sinn, og bætir við að stríðsárin hafi verið mest spennandi tíminn, þar sem faðir hans hafi verið í samskiptum við marga fyrirmenn. „Ég man eitt sinn að hann fór í Hvíta húsið og hitti Harry Hopkins, aðstoðarmann Roosevelts. Þá voru þeir að ræða það hvort bandarískir land- gönguliðar gætu stigið á land á Íslandi,“ segir Thor, en fæstir Bandaríkjamenn átta sig á því að koma Bandaríkjahers 1941 átti sér stað hálfu ári áður en þeir urðu að þátttakendum í stríðinu. Að loknu stríði kom Thor að því að tryggja inn- göngu Íslands í Sameinuðu þjóðirnar, en þar gátu Íslendingar ekki verið stofnaðilar, því að grunn- skilyrðið var það að hafa sagt öxulveldunum stríð á hendur. „Þannig að ári síðar gengu Afganistan, Ísland og Svíþjóð í Sameinuðu þjóðirnar,“ segir Thor yngri og minnist þess að þá voru einungis um 45 lönd innan alþjóðasamtakanna, og Ísland hafi verið langminnsta þjóðin. Einnig sem fulltrúi SÞ hafi Thor verið fulltrúi Íslands, Brasilíu, Arg- entínu, Mexíkó og Kúbu, og þurfti að ferðast víða. „Mamma gleymdi því aldrei þegar þau fóru til Ha- vana og hundrað manna hljómsveit spilaði Ó, Guð vors lands!“ Var viðstaddur ýmsa merkisviðburði SENDIHERRAFERILL THORS THORS ELDRI NATO Thor Thors eldri fylgist með Bjarna Bene- diktssyni undirrita Atlantshafssáttmálann.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.