Morgunblaðið - 09.10.2014, Side 54

Morgunblaðið - 09.10.2014, Side 54
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 2014 Nýtt íslenskt fæðubót- arefni kemur á markað í nóvember og verður selt í apótekum og heilsubúð- um. Framleiðandi er fyr- irtækið Geosilica. Efnið inniheldur náttúrulegan jarðhitakísil sem unninn er úr af- fallsvatni Hellisheiðarvirkjunar. Slík nýting til matvælavinnslu er óþekkt annars staðar í heiminum og byggist á innlendu hugviti og rannsóknum. Frumkvöðlarnir eru þau Fida Abu Libdeh og Burkni Pálsson.. Lokaverkefni þeirra í orku- og umhverf- istæknifræði við Tækni- skóla Keilis fjallaði um nýtingu og hreinsun kísils og kveikti það hugmyndina sem þau hafa síðan unnið að með stuðningi fyrirtækja og sjóða. Hreint undraefni „Kísill er þekktur fyrir áhrif hans á hár, húð og neglur. En það sem er mjög merkilegt við kísil er að hann hjálpar öðrum steinefnum að koma sér fyrir í líkamanum og þar af leiðandi eykst beinþéttni,“ segir Fida í samtali við Morgunblaðið. „Sum- ar rannsóknir segja að hann geti minnkað líkur á beinþynningu, bæði hjá körlum og konum, ef efnið er tekið reglulega inn sem fæðubót,“ bætir hún við. Fida segir að kísill sé hreint undraefni og kallar hann „gullið okkar Íslendinga.“ Hún segir að það séu mjög fáir staðir í heim- inum þar sem kísill finnist í svip- uðu formi og hér, en það sé vegna staðsetningar landsins, jarðskorpan hér sé þunn basalt- úthafsskorpa en ekki þykk meg- inlandsskorpa. „Þetta gerir það að verkum að margfalt minna er af þungmálmum í berginu undir landinu en á öðrum háhita- jarðsvæðum. Geosilica notar skiljuvatn jarðvarmavirkjana og hefur þróað tækni til að hreinsa og einangra kísilinn,“ segir hún. Fæðubót sem fyrir- byggir beinþynningu  Inniheldur náttúrulegan jarðhitakísil  Árangur hugvits og rannsókna Ljósmynd/Geosilica Geosilica Fida Abu Libdeh á tilraunastofu fyrirtækisins á Ásbrú. VIÐTAL Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is „Ég hef unnið margar orrustur, hef ekki enn unnið stríðið, en ég mun halda áfram á meðan ég hef heilsu til þess. Ég er búinn að sjá allt sem hægt er að sjá neðansjávar; bæði dýrðina og sóðaskapinn. Einn góð- an veðurdag sagði ég sóðaskapnum stríð á hendur,“ segir Tómas J. Knútsson kafari og köfunarkennari í Sandgerði og stofnandi Bláa hers- ins.. Blái herinn eru umhverfis- og hreinsunarsamtök sem Tómas stofnaði í Keflavík árið 1995. Síðan þá hefur herinn skipulagt og fram- kvæmt á annað hundrað hreins- unarverkefni í fjörum og sjó víða um land, auk þess að vinna að vit- undarvakningu á þessu sviði. Liðs- menn hersins hafa unnið yfir 50.000 stundir og hreinsað yfir 1.100 tonn af rusli af sjávarströndum og úr höfnum. Þar af eru um 300 dekk og 100 rafgeymar. Allt er þetta unnið í sjálfboðastarfi, stundum í samstarfi við íþróttafélög og frjáls fé- lagasamtök. Tómas var 16 ára þegar hann kafaði í fyrsta sinn, hann á að baki 6.800 kafanir víða um heim en er nú hættur að kafa af heilsufars- ástæðum eftir 40 ára köfunarferil. Efldi Bláa herinn eftir slysið „Ég var alinn upp við Kana- sjónvarpið, þar sá ég köfunarþætti Cousteau. Ég gjörsamlega féll í trans og hugsaði með mér: þetta vil ég gera. Þegar ég byrjaði að kafa var þetta sagt við mig: Ef þú virðir hafið og ert þar sem gestur, þá mun þér ganga vel. Ég hafði það að leiðarljósi. Þegar ég horfi út á hafið koma þau augnablik að ég sakni þess. Ég skil sáttur við köfunina, en hugleiði líka oft það sem miður fór.“ Árið 1998 lést einn nemenda Tómasar við köfun. Það varð hon- um mikið áfall, en varð til þess að hann ákvað að efla Bláa herinn. „Ungur drengur, Rúnar Bárður Ólafsson, lést í köfun hjá mér. Hann hafði hlakkað til að verða meðlimur Bláa hersins og ég hét því að heiðra minningu hans með því að vinna ötullega að þessum málefnum sem hann hlakkaði til að taka þátt í. Eftir þetta fór ég í bar- áttuna af heilum hug.“ Köfuðu eftir fé til tækjakaupa Tómas og nemendur hans hófu að kafa eftir akkerum og bólfærum sem lágu við leguna í Keflavík, seldu þau og öfluðu þannig fjár til að kaupa lyftibelgi til að hífa þyngri hluti, eins og t.d. vörubíla- dekk, upp af sjávarbotni. Nafnið Blái herinn var síðan hugmynd nemenda Tómasar og festist það fljótt við hópinn. „Jú, herinn er blár vegna þess að við erum að þrífa hafið. Við erum hermenn hafsins.“ Hvað þarf góður kafari að hafa til að bera? „Í fyrsta lagi góða heilsu. Svo þarf hann alltaf að vera með plan B, sem þarf að vera jafn pottþétt og plan A. Maður veit aldrei hvað kemur upp á.“ Við erum hermenn hafsins  Heiðrar minningu pilts sem lést í köfunarslysi  Hefur hreinsað sjó og fjörur frá ’95  Kanasjónvarpið kveikti áhuga  Hyggur á samstarf við Eimskip Morgunblaðið/Þórður Undir stýri Tómas í jeppanum, sem hann fékk að gjöf frá leikaranum og leikstjóranum Clint Eastwood eftir tökurnar á myndinni Flags of our Fathers. Tómas hefur komið víða við á lífsleiðinni. Hann er líklega eini Íslendingurinn sem hefur prýtt forsíðu tímaritsins Time. Það var í júní 2005 og þar er hann sýndur við köfun í ánni Silfru. Svo hefur hann verið aðstoð- armaður ekki ómerkari manns en sjálfs Clint Eastwood, við tökur á Flags of our Fathers, kvikmynd Eastwoods, sem tekin var hér á landi árið 2006, en Tómas var þar verkefnastjóri. Hann fékk ýmsa muni sem tengjast töku myndarinnar, m.a. herjeppa sem hann hefur nú gert upp, búninga og myndir áritaðar af Eastwood. „Það er merkilegt því hann gefur nánast aldrei áritanir. Ég hef hug á að selja þessa hluti til styrktar Bláa hernum.“ Prýddi for- síðu Time MUNIR FRÁ EASTWOOD Gersemar Tómas á ýmsa gripi úr myndinni Flags of our Fathers. Flags of our Fathers Tómas og Eastwood kynntust við tökurnar. SUÐURNES2014Á FERÐ UMÍSLAND
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.