Morgunblaðið - 09.10.2014, Qupperneq 66

Morgunblaðið - 09.10.2014, Qupperneq 66
66 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 2014 Taktu ekki níðróginn nærri þér, það næsta gömul er saga. Að lakasti gróðurinn ekki það er, sem ormarnir helst vilja naga. Þetta aldargamla ljóð eftir Hann- es Hafstein á ekki aðeins við í sam- tímanum, heldur kemur æ oftar upp í huga manns, þegar horft er upp á skipulagt einelti gegn þeim, sem ekki eru þóknanlegir nútíma- vinstrinu. Þetta einelti virðist hafa það markmið að granda pólitískum ferli einstaklinga og jafnvel ein- staklingunum sjálfum í leiðinni. Ég hef reynsluna af því, allt frá því að ég kom aftur til starfa í borg- arstjórn Reykjavíkur eftir veikindi, haustið 2007, og var krafinn um „heilbrigðisvottorð“, þó að ég hafi þá verið starfandi læknir á ný frá því fyrr um haustið. Vottorð þetta var sent beint á fréttastofur með örstuttri viðkomu í borgarráði. Til- gangurinn helgaði meðalið. Eineltiskveikjan tendruð Fljótlega fann ég, að nærveru minnar og málefna þeirra, sem ég stóð fyrir, væri ekki óskað í vinstri meirihlutanum. En þegar ég mynd- aði meirihluta með sjálfstæð- ismönnum, 21. janúar 2008, kom Björk Vilhelmsdóttir, borg- arfulltrúi, fram í ríkissjónvarpinu og sagði: „Það er ekki hægt að byggja meirihluta á manni, sem hefur ekki eirð í sér til þess að sitja einn heilan borgarstjórnarfund. Ólafur hefur aldrei getað sinnt því, að vera borgarfulltrúi í fullu starfi og því get ég ekki ímyndað mér, að hann valdi borgarstjórastarfinu.“ Fundargerðir borgarstjórnar og borgarráðs sýna hið gagnstæða, og vitna að auki um, að ég var virkari en nokkur annar borgarfulltrúi í umhverfis-, umferðar- og skipulags- málum. Ég er ekki eini læknirinn, sem hefur sinnt bæði læknis- og borgarfulltrúastarfinu samtímis í 20 ár. Það gerðu einnig læknarnir og mannvinirnir Úlfar Þórðarson og Páll Gíslason. Ég þekkti þá báða vel og vona að ég sé líkari þeim en núverandi borgarfulltrúum vinstri meirihlutans í Reykjavík. Sú reynsla, fagmennska og mannúð sem fylgir læknisstarfinu er dýr- mæt í sveitarstjórnum. Um þessi ósannindi Bjarkar má svo sann- arlega segja, að þau urðu meg- inkveikja að því samfellda einelti gegn persónu minni, sem staðið hefur fram á þennan dag, með sér- stöku skotleyfi Ríkisútvarpsins. Skrílslætin í Ráðhúsinu Fyrsti borgarstjórnarfundur nýs borgarstjórnarmeiri- hluta, 24. janúar 2008, mótaðist af þessum forleik. Vinstri menn- irnir Ilmur Kristjáns- dóttir og Hörður Torfason hófu undir- skriftasöfnun gegn meirihlutanum og voru framarlega í flokki „mótmælenda“ á pöll- um Ráðhússins. Við hlið þeirra stóð ungur maður, sem öskraði: „Þú ert enginn „fokk- ing“ borgarstjóri.“ Vinnubrögð vinstrimanna fyrir borgarstjórn- arfundinn voru í takt við þetta og skipulögðu þeir fundinn án minnsta samráðs við mig, sem forseta borg- arstjórnar, þar sem fundartíma var hagrætt til að hægt væri að smala nemendum vinstri sinnaðra kenn- ara úr framhaldsskólum á palla Ráðhússins. Mynd af þremenning- unum á Ráðhússpöllum „prýðir“ blaðsíðu 249 í bókinni „Ísland í ald- anna rás 2001-2010.“ Allt sem um er fjallað í þessari grein eru skjal- og myndfestar staðreyndir. DV og Spaugstofan Daginn eftir „mótmælin“ í Ráð- húsinu og á fyrsta starfsdegi mín- um sem borgarstjóra birtist svo grein í DV, föstudaginn 25. janúar 2008, undir ritstjórn Reynis Traustasonar og í eigu fyrrverandi svila míns, Hreins Loftssonar, þar sem ég var sagður vesalingur og einstæðingur, sem gæti ekki lifað lífinu vegna sýklafælni og flug- hræðslu! Laugardaginn 26. janúar 2008 komu Spaugstofumenn á Rúv ímynd minni fyrir í hjólastól, þar sem ég var sýndur sem heiladauður einstaklingur. Ekki var þar með látið staðar numið, heldur „fjallaði“ Spaugstofan um mig alla mína borgarstjóratíð og vel það! Í síðasta atriðinu var verið að henda borg- arstjóranum fyrrverandi sem „spilliefni.“ Kastljósið og Áramóta„skaup“ Rúv Pólitískir andstæðingar mínir héldu áfram að nota aðstöðu sína hjá Ríkissjónvarpinu. Helgi Seljan kallaði tvo blaðamenn á sinn fund í Kastljósinu 9. ágúst 2008 til að ræða meintar „galeiðuferðir“ mín- ar. Þessi þáttur varð meg- inuppistaða í umfjöllun um mig í breska blaðinu Daily Mail, 13. októ- ber 2008, undir heitinu „The devils are enjoying their last days in hell“, sem útleggst: „Djöflarnir eru að njóta síðustu daga sinna í helvíti“. Í greininni var ég spyrtur við Baugs- veldið, sem má telja með ólíkindum! Síðan segir: „Hann var sak- aður af íslenska Rík- issjónvarpinu um und- arlega hegðun, ofdrykkju og spill- ingu.“ Í Áramóta- skaupi Rúv héldu flokkssystkinin og ein- eltissérfræðingarnir Ilmur Kristjánsdóttir, Jón Gnarr og Sigurjón Kjartansson áfram með dylgjurnar úr DV, frá 25. jan- úar 2008, og sýndu mig í formi sýklahrædds vesalings, sem gæti ekki hugsað eina hugsun og leit út eins og vofa eða lík. „Nýtt líf“ og „Kjarninn“ Það er ekkert auðvelt að lifa af svona aðför, sem að auki bitnar harkalega á vinum og vandamönn- um, og hún er langt frá því gengin um garð. Ég minni á viðtal við Þor- björgu Helgu Vigfúsdóttur í „Nýtt líf“ fyrir ári, þar sem hún sagðist „skammast sín fyrir að hafa gert Ólaf Magnússon að borgarstjóra!“. Loks birtust um mig svohljóðandi ummæli í vefritinu „Kjarnanum“, eftir blaðamann þar og á Rúv, að nafni Ægir Þór Eysteinsson: „Hans verður helst minnst fyrir sýkla- fælni, einn vandræðalegasta blaða- mannafund á síðari árum, meint geðheilsuleysi, og persónulegar lýð- skrumskrossferðir.“ Þannig er enn í dag sótt í nafnlausar dylgjur í DV, frá 25. janúar 2008, til að reyna að skaða persónu og ímynd mína sem mest. Það er fátt, sem ég get gert við þessu, nema að vona að rétt- lætið eigi eftir að koma yfir þetta fólk, eða eins og segir í ljóðlínum mínum: „En illskan, hún mun lúta lágt / og lævísin mun hrynja, / og upphafsfólkið eiga bágt, / sem áður högg lét dynja.“ Eftir Ólaf F. Magnússon »Um þessi ósannindi Bjarkar má svo sannarlega segja, að þau urðu meginkveikja að því samfellda einelti gegn persónu minni, sem staðið hefur fram á þennan dag, með sér- stöku skotleyfi Rík- isútvarpsins. Ólafur F. Magnússon Höfundur er læknir og fv. borgarstjóri. Taktu ekki níðróginn nærri þér Að axla ábyrgð á gerð kjarasamninga þarf ekki alltaf að snú- ast um litlar launa- hækkanir eins og um- ræðan um kjaramál snýst oftast um. Það er að ekki megi hækka laun ef viðhalda á stöð- ugleika í hagkerfinu. Síðustu kjarasamn- ingar á almenna vinnu- markaðnum voru hins vegar tilraunarinnar virði. Markmið þeirra var m.a. að vinna tíma sem átti að nýta til að vinna málefnalega að breytingum á vinnubrögðum við gerð kjarasamninga. Ég leit svo á og talaði fyrir því að við fengjum tíma til að framkvæma þessar breytingar. Um leið væri verið að leggja af hina svokölluðu samræmdu launastefnu sem hefur verið framkvæmd und- anfarin ár. Það er áhyggjuefni og mikill vonbrigði að öll aðkoma Sam- taka atvinnulífsins að nýjum og breyttum vinnubrögðum voru orðin tóm. Þeir ætla að halda miðstýring- unni og engu að breyta. Við megum hins vegar ekki gefa það eftir, við ætlum að taka upp ný vinnubrögð við gerð kjarasamninga. Þó náðst hafi tímabundinn árang- ur með að lækka verðbólgu er sá ár- angur ekki í hendi. Það er engin lausn að fresta hækkununum vitandi það að þær muni koma með marg- földum þunga síðar. Það hefur held- ur betur verið safnað í þær, eins og málin hafa verið að þróast hjá hinu opinbera og sveitarfélögunum. Hin svokallaða samræmda launa- stefna hefur valdið miklum skaða í launaumhverfi margra starfsgreina. Launatöflur félagsmanna VM eru ónýtar og ekkert annað eftir að gera með þær en að henda þeim og búa til nýjar. Það er mikil vinna framundan á ís- lenskum vinnumarkaði við að lag- færa laun í mörgum atvinnugrein- um. Við þurfum að ná fram umtalsverðum breytingum í íslensku atvinnulífi með því að auka framlegð eins og hægt er. Í aukinni framlegð liggja ómæld verðmæti til að auka hagsæld í landinu. Það er alveg sama hvað sett verða fram háleit markmið og áætlanir til að ná fram aukinni framlegð, hún mun ekki nást nema byrjað sé á því að hækka dagvinnulaun verulega. VM telur að eðlileg dagvinnulaun vél- og málmtæknimanna með fimm ára starfsreynslu eigi að vera 470.000 kr. á mánuði. Ástæða fyrir mikilli yf- irvinnu í okkar atvinnu- greinum eru léleg dag- vinnulaun sem enginn getur framfleytt sér á. Allir verða að vinna yf- irvinnu til að ná endum saman. Þar liggur með- al annars ein af mein- semdum lélegrar fram- legðar á Íslandi. Umræða um að auka framlegð þarf að vera á réttum forsendum og það verður að viðurkenna vanda- málin sem þarf að leysa, annars verður engin breyting. Með sameig- inlegu átaki allra í atvinnugrein eins og vél- og málmtækni er lítið mál að ná fram aukinni framlegð. Að þess- ari endurskipulagningu þurfa að koma atvinnurekendur, launþegar og einnig viðskiptavinir fyrirtækj- anna með lengri og betri verk- efnaundirbúning. Þetta verður ekki gert nema með viðræðum við þá sem reka fyrirtækin í greininni, ekki við starfsmenn Samtaka atvinnulífsins. Róttækar breytingar verður að gera, ætli þessar greinar að lifa af og geta laðað til sín hæft starfsfólk til að efla sig. Það er komið að ögur- stund í íslensku atvinnulífi og mikil þörf á breytingum til að auka fram- legð. VM er tilbúið í þá vinnu og kall- ar eftir því að komast sem fyrst í þessa vinnu með atvinnurekendum í þeim greinum atvinnulífsins sem fé- lagsmenn okkar starfa. Með samræmda launastefnu, fast- ir í meðaltölum og prósentum, mun- um við halda áfram að grafa undan íslensku atvinnulífi og rýra lífskjör til framtíðar. Brjótumst út úr þessum vitahring við endurnýjun kjarasamninga í febrúar 2015. Við megum ekki missa sjónar á því að reyna að læra af þeim þjóðum sem náð hafa árangri í að auka kaupmátt. Ég kalla eftir vit- rænni útfærslu frá Samtökum at- vinnulífsins, um raunhæfar breyt- ingar til að auka framlegð í íslensku atvinnulífi, með það að leiðarljósi að hægt sé að lifa á dagvinnulaunum eins og er hjá þeim þjóðum sem vilj- um helst bera okkur saman við Eftir Guðmund Ragnarsson Guðmundur Ragnarsson » Í aukinni framlegð liggja ómæld verð- mæti til að auka hag- sæld í landinu. Höfundur er formaður VM – Félags vélstjóra og málmtæknimanna. Að axla ábyrgð á kjarasamningum Að loknum alþing- iskosningum vorið 2007 lofaði Kristján Lárus, þáverandi samgöngu- ráðherra, vegafram- kvæmdum á 11 stöðum á landsbyggðinni. Fög- ur loforð fékk sveit- arstjórn Djúpavogs frá þessum landsbyggð- arþingmanni í sam- gönguráðuneytinu um að vel uppbyggður- og hindrunarlaus heilsársvegur um Öxi væri í sjónmáli án þess að fram kæmi hvort ekki væri þarfara að ráðast fyrst í framkvæmdir við nýjan veg og tvíbreiða brú í botni Berufjarðar sem hefur alltof lengi setið á hakanum og þolir enga bið. Vegna slysahætt- unnar, sem þar er orðin alltof mikil, skulu allir þingmenn Norðaust- urkjördæmis flytja þingsályktun- artillögu um að ríkisstjórnin taki strax á þessu vandamáli og láti flýta framkvæmdum við þessi samgöngu- mannvirki á hringveg- inum. Með hverjum degi sem líður eykst slysahættan af þunga- flutningunum sem ein- breiða brúin á þessari leið þolir ekki. Öllum þessum landsbyggð- arþingmönnum skal vera ljóst að álagið á þessari gömlu brú í Berufirði býður hætt- unni heim og er nú komið að ystu þolmörk- um. Skeytingarleysið gagnvart þessari stað- reynd sem talar sínu máli skaðar öll áform um bættar samgöngur íbúum suðurfjarðanna til mikillar hrellingar. Það er ekki fljótlegasta leiðin til að rjúfa einangrun Fjórðungssjúkra- hússins við heimamenn búsetta utan Norðfjarðar. Skammarlegt er að sveitarstjórn Fljótsdalshéraðs skuli alltaf reyna að tefla hugmyndinni um Sprengisandsveg milli Egilsstaða og Reykjavíkur gegn brýnustu sam- göngubótunum sem tryggja heima- mönnum norðan Fagradals, á Seyð- isfirði og suðurfjörðunum greiðari aðgang að stóra Fjórðungssjúkra- húsinu í Neskaupstað. Útilokað er að fámenn sveitarfélög á landsbyggðinni geti með innheimtu veggjalds á hvern bíl ráðið við fjármögnun samgöngu- mannvirkja á hálendinu og kostn- aðinn við samfelldan snjómokstur sem tekur sinn toll á Fjarðarheiði og Fagradal. Fátt er um svör þegar spurt er hvort veggjald á Sprengi- sandsvegi þurfi að vera fimm eða sex sinnum hærra en í Hvalfjarð- argöngum til þess að hægt sé að standa undir launum starfsmanna, af- borgunum, viðhaldskostnaði o.fl. Beiðni um fjármagn í snjómokstur á þessu illviðrasama svæði yrði synjað þegar illt er alla vetrarmánuðina að eiga við Vegagerðina sem festist næstu aldirnar í fjármögnunargildru Vaðlaheiðarganga. Þá hika talsmenn fjárveitingavaldsins ekki við að slá í borðið þegar þeir segja: Engir pen- ingar til. Hugmynd vegamálastjóra um að setja snjóþungt svæði í 530 m hæð milli Berufjarðar- og Skriðdals í einkaframkvæmd er dæmd dauð og ómerk. Þar er útilokað að með- alumferð á sólarhring verði jafnmikil og í göngunum undir Hvalfjörð sem gætu orðið skuldlaus eftir 2-3 ár. Í stað þess að flýta framkvæmdum við nýjan veg og tvíbreiða brú á hring- veginum í Berufirði er tilgangslaust og alltof áhættusamt að gera tilraun til að byggja upp hindrunarlausan heilsársveg í meira en 500 m hæð á hlykkjóttu svæði sem er á stystu leið- inni milli Djúpavogs og Egilsstaða. Stuðningsmönnum Axarvegar á Djúpavogi mætti vera ljóst að Vega- gerðin getur aldrei tryggt að fár- viðrið og 6-10 metra snjódýpt flytjist þaðan yfir á Breiðdalsheiði. Sveit- arstjórn Djúpavogshrepps skal frek- ar berjast fyrir því að einbreiða slysa- gildran hverfi sem fyrst og að framkvæmdir við nýjan og vel upp- byggðan veg í Berufirði hefjist hið snarasta í stað þess að útvega sér ótakmarkað lögregluvald yfir sam- göngumálum Breiðdælinga með kröf- unni um lokun Breiðdalsheiðar undir því yfirskini að engin umferð sé á þessari leið milli Breiðdalsvíkur og Egilsstaða. Nú þarf að setja inn á samgönguáætlun jarðgöng undir Lónsheiði og tvenn veggöng inn í Stöðvarfjörð sem tryggja öllum íbú- um suðurfjarðanna greiðari aðgang að stóra Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað. Að Fáskrúðsfjarðar- og Norðfjarðargöngum meðtöldum gæti vegalengdin alla leið til Nes- kaupstaðar orðið 80 km styttri ef hugmyndin um göng undir Berufjörð er talin með. Stigið er fyrsta skrefið til að rjúfa alla vetrareinangrun Fjóð- ungssjúkrahússins við íbúa suður- fjarðanna með tilkomu tvíbreiðu jarð- ganganna sem leysa af hólmi einbreiðu slysagildruna í 620 m hæð fyrir ofan Eskifjörð. Afskrifum Ax- arveg og Sprengisandsveg. Slysagildra í Berufirði Eftir Guðmund Karl Jónsson »Með hverjum degi sem líður eykst slysahættan af þunga- flutningunum sem ein- breiða brúin á þessari leið þolir ekki. Guðmundur Karl Jónsson Höfundur er farandverkamaður.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.