Morgunblaðið - 09.10.2014, Síða 72

Morgunblaðið - 09.10.2014, Síða 72
AKUREYRI Jón Agnar Ólason jonagnar@mbl.is H ugmyndin með þessu hóteli var að leggja áherslu á veturinn,“ segir Sigrún þegar við tökum tal saman um hótelið og sérstöðu þess. „Þess vegna er hér arinn í öndvegi innandyra með opnum eldi, við leggjum mikið upp úr því að umhverfið sé allt hið hlý- legasta þegar inn er komið og hótelið tekur vel á móti fólki þegar það kemur. Þá blasir hér við listaverkið Skíðamaðurinn eftir Að- alheiði Eysteinsdóttur og stærðar ljósmynd sem tek- in var á Súlutindi árið 1900 af prúðbúnu göngufólki. Allt hér inni miðar þannig að því að vekja hugmyndir um vetur í huga gestanna, um leið og áhersla er á að gera hótelið vist- legt og notalegt.“ Sigrún bætir því við að hót- elið standi mjög hátt og einstaks útsýnis njóti bæði yfir Eyjafjörðinn og ekki síður uppeftir til Hlíðarfjalls. „Það er einn helsti kosturinn við þessa byggingu.“ Hlýleg hönnun í hvívetna Sigrún segir að markmiðið með hótelinu hafi verið að auka vetrartraffíkina og góður árangur hafi náðst í þeim efnum. „Við höfum fengið til okkar mikið af erlendum ferða- mönnum, sem meðal annars eru komnir til að skoða norðurljósin, ekki síst Bandaríkjamenn og Breta. Nú má segja að einna mest sjarm- erandi mánuðirnir hjá okkur séu að byrja.“ Veturinn er svo sannarlega tíminn á hótelinu, það er ljóst. Hótel í Icelandair Hotels-keðjunni hafa jafnan til að bera sérstæða og afgerandi inn- anstokkshönnun sem grípur bæði augað og vekur hugmyndaflugið. Sigrún segir það vissulega uppi á teningnum á hótelinu fyrir norðan líka. „Guðbjörg Magnúsdóttir var inn- anhúshönnuður hér á hótelinu og útlitið hér ber ákveðin merki keðjunnar. Hönnunin er létt og skemmtileg og jarðlitir eru áberandi. Það er mikið um timbur sem skapar hlýlega stemningu. Þá er íslenskt í öndvegi og rúm- teppin á herbergjunum eru íslensk, til dæmis, og myndir af Súlutindi við ýmis veðurskilyrði prýða herbergin.“ Sigrún bætir því við að bækur séu mikið notaðar til skrauts, ekki síst í matsalnum. Það rímar ágætlega við ramm- íslenska dægradvöl í svartasta skammdeginu bókaþjóðin hefur gegnum aldirnar leitað í góða bók þegar vetrarveður gerast válynd og ekki um annað að ræða en að láta fara vel um sig innandyra. Að sögn Sigrúnar miðar öll starfsemi hót- elsins að því að skapa gestunum sanna ís- lenska upplifun, og framangreint útlit hótels- ins sé þar ekki undanskilið. „Maturinn er ennfremur stór þáttur í þessu hjá okkur. Hrá- efnið er mikið til sótt hingað í héraðið og í eldhúsinu er lögð áhersla á staðbundna mat- argerð. Þá er sögð á veggjum hótelganganna sagan af björgunarafrekinu sem unnið var í kjölfar þess að flugvél Loftleiða, Geysir, brot- lenti á Bárðarbungu á Vatnajökli árið 1950. Auk þess erum við að segja frá því stór- merkilega fyrirbæri sem björgunarsveitirnar hér á landi eru.“ Sigrún bætir því við að hót- elið láti ekki staðar numið með fræðslunni heldur séu björgunarsveitirnar um leið styrktar því til þeirra renni hluti af innkomu, til dæmis af svítunni. „Eins geta gestir okkar látið fé af hendi rakna til að styrkja þær. Það vekur mikla athygli erlendra gesta. Íslensk list prýðir ennfremur hótelið og allt hjálpar þetta til við að gera upplifunina þann- ig að þetta hótel gæti hvergi verið annars staðar í veröldinni. Það ber svo sterk sér- kenni Akureyrar og nágrennis.“ Töfrar Akureyrar Aðspurð segir Sigrún töfra Akureyrar einkum felast í fallegu bæjarstæði þar sem allt er til alls en þó stutt að fara á milli staða. „Þá er ótrúlega gaman og fallegt að ganga hér um, ekki síst að vetri til. Sundlaugin hef- ur mikið aðdráttarafl fyrir gesti okkar og þeir sem eru þannig staðsettir í húsinu að geta horft yfir laugina úr herbergi sínu standast fæstir freistinguna, þegar þeir sjá gufuna stíga upp. Þeir bara verða að fara og prófa. Sjálf bendi ég fólki á að fara í Kjarna- skóg, á Súlur og svo vitanlega í Hlíðarfjall á veturna. Erlendir ferðamenn eru gríðarlega spenntir fyrir skíðasvæðinu enda er það mjög norðarlega í heiminum, staðsett á 65. breidd- argráðu. Að bregða sér á skíði svo norð- arlega er eitthvað sem mjög marga langar að upplifa. Gestir sem eru hér í veðursældinni á sumrin og sjá skíðaaðstöðuna uppi í fjallinu, svo skammt frá blíðunni í bænum, verða aftur á móti forviða,“ segir Sigrún létt í bragði. Vínótek og „High Tea“ Veitingastaðurinn á hótelinu nefnist Au- rora og eins og framar greindi leitast mat- reiðslumeistararnir þar við að nýta staðbund- in hráefni og elda krásir sem fela í sér íslenska skírskotun. Sem dæmi þar um er steikarhlaðborð með villibráðarþema sem verður boðið upp á í nóvember. En Sigrún bendir að auki á sérstaklega vinsælan rétt sem á rætur að rekja út fyrir landsteinana. „High Tea hefur alveg slegið í gegn hjá okk- ur og sérstaklega er það vinsælt meðal heimamanna. Þetta er framsetning að breskri fyrirmynd þar sem léttar veitingar eru bornar fram á þriggja hæða bökkum. Á þeim er bæði brauðmeti og sætir bitar í bland, og með því drukkið kaffi og te. Það hefur verið afskaplega vinsælt að koma hing- að í High Tea.“ Vínótekið, útskýrir Sigrún, er aftur á móti sjálfsali með léttvín. „Í þessari vél er að finna allt það léttvín sem við erum með á vínseðl- inum, átta tegundir rauðvíns og átta af hvít- víni, og þar er hægt að kaupa sér hvert og eitt þeirra í glasavís. Hægt er að kaupa sér kort með inneign upp á 3.000 kr. eða 5.000 kr. og þaðan í frá hefur hver og einn sína hentisemi. Hótelbransinn skemmtilegri Eins og lesendur eflaust muna eftir lét Sig- rún að sér kveða á vettvangi sveitarstjórn- armála áður en hún tók við stjórn Icelandair hótel Akureyri og var um skeið bæjarstjóri á Akureyri. Þó að víst sé um það að í mörg horn þarf að líta á hvorum vettvangi fyrir sig eru þetta óneitanlega ólíkir vinnustaðir. Hvor skyldi Sigrúnu nú þykja skemmtilegri? Hún virðist í litlum vafa um það því ekki stendur á svari. Starf hótelstjórans þykir henni skemmtilegra. „Já, veistu það, að ég myndi bara alltaf velja það starf frekar,“ segir hún kímin. „Það er mikill munur þarna á, ekki síst þegar kem- ur að ákvarðanatöku. Í ferðamannabrans- anum koma sífellt upp atriði sem þarf að leysa strax, en í pólitíkinni er ákvarðanataka gríðarlega langt og flókið ferli, sem á sér að miklu leyti stað á fundum sem taka sinn tíma. Fyrir minn karakter er þetta alla vega mun skemmtilegra,“ segir Sigrún Björk Jak- obsdóttir að endingu. Hótelið Icelandair hótel Akureyri var sett á laggirnar með fókus á veturinn og fjölgun ferða- manna yfir þá mánuði ársins en hótelið er vitaskuld vinsæll áfangastaður allt árið um kring. Útsýni Einn helsti kostur hótelbyggingarinnar er að glæsilegs útsýnis nýtur hvar sem gestir eru í herbergi. Hér sést yfir bæinn og út á Eyjafjörðinn. Annars staðar sést til skíðasvæðisins. Sjarmerandi árstími að ganga í garð  Icelandair hotel Akureyri er staðsett þar sem útsýnis nýtur yfir bæinn, fjörðinn, Hlíðarfjallið og sundlaugina  Töfrar Akureyrar njóta sín ekki síst þegar vetur er genginn í garð segir hótelstjórinn, Sigrún Jakobsdóttir Hnossgæti „High Tea“, sem er brauðmeti og sætir bitar á þremur hæðum, er sívinsælt. Salurinn Áhersla er lögð á hlýlegt umhverfi innandyra á hótelinu. Jarðlitir og ómálaður viður skapa notalega stemningu, segir hótelstjórinn. Ljósmyndir frá ýmsum tímum prýða veggina. Sigrún Björk Jakobsdóttir
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.