Morgunblaðið - 09.10.2014, Qupperneq 83

Morgunblaðið - 09.10.2014, Qupperneq 83
83 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 2014 Að sögn Hrafnhildar er líka til- valið að ferðast út fyrir Akureyri og njóta náttúrufegurðarinnar sem svæðið býr yfir. „Við eigum í góðu samstarfi við ferðaþjónustufyr- irtækin á svæðinu og úrval ferða í boði. Í nánasta radíus við Akureyri er að finna fagra skóga, vatnsföll, fjöll og hraun.“ Eins og borgarferð til Evrópu Það eru ekki bara vinnustaðahóp- ar sem leggja leið sína norður. Hrafnhildur segir almenning dug- legan að sækja Akureyri heim árið um kring og þá ekki síst yfir vetr- artímann. Er umtalað að ferðalög innanlands jukust eftir veikingu krónunnar og margir völdu að fljúga norður í frí frekar en að fara í borg- arferðir til útlanda. Hrafnhildur á erfitt með að segja til um hvort þessi þróun eigi eftir að ganga til baka með batnandi þjóð- arhag. Hún telur þó líklegt að land- inn haldi áfram að heimsækja Ak- ureyri jafnt að sumri sem vetri þó að hann hafi efni á utanlandsferðum. „Fyrir marga er það orðið ómiss- andi fastur liður að ferðast reglulega norður, hvort heldur til að horfa á nýjustu uppfærslu leikfélagsins eða verja nokkrum dögum í brekkum Hlíðarfjalls,“ segir hún. „Tilefnin til að heimsækja Akureyri eru ótal- mörg og allt árið er eitthvað um að vera. Þessa dagana standa t.d. yfir Dömulegir dekurdagar og auk menningartengdra viðburða árið um kring eru spennandi íþrótta- viðburðir á borð við skautakeppnir, handbolta- og fótboltamót. Bærinn skartar svo sínu allrafegursta á há- tíðum sem haldnar eru í kringum jól og páska.“ Til að gera ákvörðunina um ferða- lag norður enn auðveldari býður Hótel Kea upp á mjög hagstæð pakkatilboð. „Við klæðskerasníðum tilboð fyrir hópa en erum einnig með ýmis tilboð allt árið fyrir almenning. Ef mikið stendur til í bænum, s.s. áhugaverðir tónleikar eða leiksýn- ing framundan, er oft hægt að fá hjá okkur tilboðspakka með miða á við- burðinn og gistingu á sérkjörum.“ Aðaltilboð vetrarins er þriggja nátta pakki þar sem innifaldir eru tveir kvöldverðir á hótelveit- ingastaðnum Múlaberg, bistro & bar. „Þetta er tilboð sem hentar vel fyrir langa helgi, s.s. frá fimmtudegi til sunnudags eða föstudegi til mánudags. Tilboðið gildir í allan vet- ur að undanskilinni páskahelginni og er tilvalin leið til að njóta þess sem bærinn hefur upp á að bjóða. Er þetta líka bráðsniðugur pakki til að nota þegar vetrarfrí er í skólum í miðri viku og hagkvæm leið fyrir fjölskylduna að eiga veglegt skíðafrí.“ vetur Huggulegt Yfirbragð hótelsins er stílhreint, notalegt og skandinavískt. Hrafnhildur segir Hótel Kea í dag það vel útbúið að ekki sé hægt að áfellast gesti þó þeir fari ekki út af hótelinu allan tímann. „Á Múlaberg Bistro & Bar erum við með frábæra kokka sem starfa undir leiðsögn Har- alds Más Péturssonar. Áherslan er á íslenskt hráefni með bistro matargerð undir frönskum, dönskum og ítölskum áhrifum þannig að úr verður ákaflega bragð- góður matur, en úr eldhúsi hótelsins hægt að fá allt frá samloku og upp í stórsteik. Alla daga erum við með ódýra súpu og fisk dagsins í hádeginu og síðdegis er „happy hour“ á barnum,“ segir hún. Bæði gestir og heimamenn skemmta sér konunglega á barnum. „Frá 16-18 er afsláttur á drykkjum og alla fimmtudaga er sérstakur afsláttur fyrir konur. Skap- ast þá iðulega mjög skemmtilegt andrúmsloft á staðn- um.“ Ljúffengur matur á góðu verði -VOTTUÐ FRAMLEIÐSLA Smiðjuvegi 7 - 200 Kópavogi - Sími: 54 54 300 www.ispan.is - ispan@ispan.is Gler n speglar n sandblástur n slípun Sandblásummyndir og texta á spegla, lýsing á bakvið spegla afmælis afsláttur af speglum 30% Opið alla virka daga 08:00-17:00 Sendum um allt land 45 ára framleiðsla
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.