Morgunblaðið - 09.10.2014, Side 86

Morgunblaðið - 09.10.2014, Side 86
86 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 2014 ✝ BernótusKristjánsson fæddist á Stað í Vestmannaeyjum 17. september 1925. Hann lést á hjartadeild 14E á Landspítalanum á Hringbraut 29. september 2014. Foreldrar hans voru hjónin Krist- ján Egilsson, f. í Miðey í Austur-Landeyjum, f. 1884, d. 1950 og Sigurbjörg Sigurðardóttir, f. í Kirkju- landshjáleigu í Austur- Landeyjum, f. 1895, d. 1969. Systkini Bernótusar eru: Sím- on, f. 1926, d. 1997, Egill, f. 1927, Guðrún, f. 1929, d. 2014 og Emma, f. 1936. 12. janúar 2008. 2) Kristján Þór, f. 28. mars 1968, rafvirki, kvæntur Svövu Maríu Mart- insdóttur, f. 21. júní 1969 Börn þeirra eru: a) Bergþór Kristjánsson, f. 29. október 1999, b) Róbert Ingi Krist- jánsson, f. 11. nóvember 2003. Sonur Svövu og Þrastar L. Hilmarssonar er Martin Jón, f. 11. janúar 1988. Sonur hans er Oliver Dreki f. 2009. Dóttir Bernótusar var Sigrún, f. 1950, d. 1980. Börn hennar eru Elín Kristín Skarphéð- insdóttir, f. 1968, Hermann B. Þorsteinsson, f. 1969 og Helgi Þorsteinsson, f. 1976. Dóttir Bernótusar er Vilborg Lofts, f. 1956. Maki hennar er Ásgeir Ásgeirsson, f. 1961. Dóttir þeirra er Halla Björk, f. 28.8. 1995. Stjúpbörn Vilborgar eru Hjördís Erla, f. 1984 og Ás- geir Kári, f. 1991. Útför Bernótusar fer fram frá Bústaðakirkju í dag, 9. október 2014, og hefst athöfn- in kl. 13. Eiginkona Bernótusar var Þórunn Matthías- dóttir, f. 1927, d. 2012. Foreldrar hennar voru hjón- in Matthías Ólafs- son, f. á Syðri Völlum í Gaul- verjabæjarsókn, Árnessýslu, 1896, d. 1936 og Ingunn Guðmundsdóttir, f. í Reykjavík 1903, d. 1977. Börn Þórunnar og Bernó- tusar eru: 1) Ingunn, f. 19. október 1960, viðskiptafræð- ingur, gift Guðmundi S. Við- arssyni, f. 17. ágúst 1961. Börn þeirra eru: a) Þórunn Jenný Qingsu, f. 8. júní 2005. b) Eva Margrét Qiuxiang, f. Elsku pabbi, nú ert þú ert farinn í þína hinstu ferð, hefur sleppt landfestum og siglt af stað. Síðustu vikur reyndust þér erfiðar en allt fram til enda stýrðir þú för. Ég er svo stolt af þér og hvernig þú tókst þínum veikindum af æðruleysi. Sjórinn og sjómennskan voru alla tíð stór partur af þínu lífi, allt frá stráklingi í Eyjum til efri ára er þú laukst ferl- inum sem skipstjóri hjá Eim- skip. Sjómennskan orsakaði nokkra fjarveru frá heimilinu. Öll tækifæri voru nýtt til að fara með þér á ströndina, fyrst sem lítil stelpa með mömmu, síðan í lengri ferðir til útlanda. Mesta sportið var að fá að fara með þér ein í ferðir. Hver ferð hafði sinn sjarma og þú hafðir ómælda þolinmæði til að skýra út hvað fór fram um borð. Það voru einnig forréttindi að fara vítt og breitt um Evrópu, til Ameríku og Austur-Evrópu að- eins 16 ára. Í mínum huga var þetta frá- bær tími, samveran um borð, sigla um höfin og kynnast sjó- mennskunni beint í æð. Til marks um það hvað mér fannst þessar ferðir skemmtilegar er að ég fór með þér þrjú síðustu árin sem þú starfaðir sem skip- stjóri. Heima var allt í föstum skorðum þegar að landi kom. Hver mínúta var nýtt til að dytta að heimilinu, garðinum eða húsinu. Allt lék í hönd- unum á þér og öll verk voru unnin af mikilli natni og ná- kvæmni. Það voru fáir sem komust með tærnar þar sem þú hafðir hælana hvað þetta varðar. Það sama má segja um skipin þín, þau voru alltaf „spik & span“. Snyrtimennsk- an var þér í blóð borin og end- urspeglaði það allt hjá þér hvort sem var heima eða úti á sjó. Síðustu ár hafa verið afar sérstök hjá okkur. Söknuður þinn var mikill þegar mamma féll frá fyrir rúmum tveimur árum. Samverustundum okkar fjölgaði og við gerðum hluti sem við höfðum ekki gert áður tvö ein saman. Bíóferðir, tón- leikaferðir, bíltúrar og spjall eru afar dýrmætar stundir sem ég geymi í hjarta mínu. Ein sú dýrmætasta er samvera okkar á 100 ára afmæli Eimskips í janúar sl. Þú nefndir það í desember og það yrði líklega eitthvert „húllumhæ“, en þú varst reyndar ekki bjartsýnn á að komast vegna veikinda. Með tvo miða í húsi bauðstu mér með og var ég var fljót að segja já takk. Fyrir mig var þessi stund einstök, að fá að vera með þér á þessari hátíð- arstundu. Ég var að rifna úr stolti. Þú lagðir mikið á þig til að taka þátt í hátíðarhöldunum og gangarnir í Hörpu voru ekki það léttasta fyrir þig að fara þetta kvöld, en eins og alltaf þá kláraðir þú kvöldið með stæl. Það verður mikil breyting hjá fjölskyldunni í Háulind við fráfall þitt. Heimsóknirnar í miðri viku og um helgar þegar þú komst í mat til okkar þar sem þú sast í „lazy boy-inum“ okkar með Tótó litla hundinn okkar þér við hlið og stundum smá hressingu í glasi. Daglegu símtölin okkar þó það væri ekki annað en til að segja hæ fyrir daginn eða snatt fyrir þig. Það verður ósköp skrítið að geta ekki hringt í þig eða leitað ráða hjá þér, en þú varst alltaf tilbúinn til að aðstoða og veita góð ráð. Ég er svo stolt af þér, pabbi minn, hvernig þú stýrðir þinni för allt til enda og stóðst keik- ur í brúnni. Söknuður þinn þegar mamma dó var mikill enda voruð þið sem eitt alla tíð. Ég veit að nú líður þér vel og að mamma hefur þegar tek- ið á móti þér með sínu einstaka brosi og faðmlagi. Ykkar er sárt saknað en minningin um ykkur lifir í hjörtum okkar fjölskyldunnar í Háulind. Inga. Elsku afi. Ég sakna þín mikið. Ég man þegar ég var lítil og við vorum í sumarbústað með ömmu. Ég var svo lítil þá. Ég man líka þegar þú komst oft í mat til okkar. Þetta er erfitt, en mamma segir að þú sért með enga verki núna. Ef ég ætti eina ósk þá myndi ég óska þess að þú og amma mynduð koma til baka. En ég veit að það er ekki hægt en ég veit þú fylgist með mér. Ég vildi að við gæt- um spólað til baka og gert allt það skemmtilega aftur. Þórunn Jenný. Bernótus Kristjánsson skip- stjóri var fæddur 17. septem- ber 1925 í Vestmannaeyjum. Foreldar hans voru þau Krist- ján Egilsson, sjómaður og síð- ar fiskimatsmaður, og Sigur- björg Sigurðardóttir húsmóðir. Eiginkona Bernótusar var Þór- unn Matthíasdóttir, f. 8. sept- ember 1927. Bernótus byrjaði sjó- mennsku 1942, þá 17 ára gam- all, og var þá á ýmsum fiski- bátum frá Vestmanneyjum til ársloka 1946. Hann var háseti á dönskum flutningaskipum um eins árs skeið. Til Eim- skipafélagsins réðst Bernótus 1948 og hefur síðan siglt á ýmsum skipum félagsins, sem háseti, stýrimaður og skip- stjóri, en hann varð fastráðinn skipstjóri hjá Eimskip árið 1970. Við vorum samskipa á „þrí- burunum“ m/s Goðafossi í mörg ár, eða þar til skipið var selt. Stutt seinna tók Bernótus við skipstjórn á nýjum Goða- fossi, sem smíðaður var í Ála- borg. Það skip var frystiskip sem flutti frosnar fiskafurðir til Bandaríkjanna og austur til Eystrasaltshafna. „Það var gott að vera í skipsrúmi með Bernótusi“. Öryggi og velferð skips og áhafnar í algjörri for- gangsröð, snyrtimennska og góð umgengi var Bernótusi of- arlega í huga. Eftir langa og góða þjónustu hjá Eimskip sótti hann fyrir félagið eitt stærsta skip sem Eimskip eignaðist, m/s Lax- foss. Bernótus lét af störfum hjá Eimskip síðla árs 1991. Bernótus kvæntist Þórunni Matthíasdóttur, en hún lést 20. apríl 2012. Fjölskyldur okkar Bernótusar ferðuðust mikið saman um Ísland og á síðari árum fórum við saman á sólar- strendur Spánar, sérstaklega til Grand Canary. Minnisstæð er ferð okkar hjóna um miðja Evrópu, í tilefni 60 ára afmælis Bernótusar, og dvölin í París, ekið þar um og borgin skoðuð og allt það helsta sem að Par- ísarborg hafði upp á að bjóða, bæði að degi til og ekki síðar að kvöldi til. „Já það var gott að vera í skipsrúmi hjá Bernótusi Krist- jánssyni, þeim sómamanni sem nú er okkur horfinn á braut“. Blessuð sé minning Bernó- tusar Kristjánssonar. Rafn Sigurðsson. Við hjónin kynntumst Bernótusi fyrir hér um bil fjór- um áratugum. Hann hafði þá hafið skipstjórn á m/s Goða- fossi og við sóttum hann heim á sunnudegi við kantinn í Glou- cester þar sem átti að afferma fullfermi af freðfiski á vegum Coldwater Seafood. Skipið var eitt af þremur slíkum skipum sem voru smíðuð fyrir Eim- skipafélagið í Danmörku, en var eina frystiskip hópsins. Eins og mátti búast við var það vandað og aðstaða farmanna töluvert betri en þekkist í dag. Burðargetan var meiri en fyr- irrennarar Goðafoss höfðu en mínum manni fannst skipið að- eins vélvana. Fyrstu kynni voru góð og leiðir okkar Bernótusar lágu saman í þau 10 ár sem hann var með Goða- foss. Ég var þá ungur verkfræð- ingur hjá Coldwater og hafði rétt klárað að sjá um byggingu á nýrri verksmiðju Coldwater við hafnarbakkann í Everett, nálægt Boston. Félagið var í miklum uppgangi og þurfti sí- fellt á meiri framleiðslu og at- hafnaaðstöðu að halda. Báðir áttum við hlutverki að sinna með að koma landsframleiðsl- unni í verðmæti í Bandaríkj- unum. Við fyrstu kynni virtist Bernótus vera alvörugjarn og nokkuð þungur á brún. En við hjónin létum það ekkert á okk- ur fá. Kollegi minn og verk- smiðjustjóri í Cambridge, Maryland, Guðni Gunnarsson og hans kona, Eygló Gunnars- dóttir, voru bekkjarsystkini Bernótusar frá Vestmannaeyj- um svo ég vissi að hér væri góður maður á ferðinni. Það reyndist vera rétt. Bernótus var nákvæmur í sínu starfi og fór vel með skipið og farminn sem honum var treyst fyrir. Hann setti sér vandvirkni og áreiðanleika sem markmið í líf- inu og ætlaðist til þess að hans undirmenn gerðu hið sama. Eimskipafélagið mat það og Bernótusi var falin enn meiri ábyrgð eftir að hann lét af starfi sem skipstjóri á Goða- fossi. Mágur Bernótusar, Eggert Eggertsson, bryti, sigldi með honum á Goðafossi um tíma. Það var hið mesta yndi að sækja þá heim. Eggert var ein- stakur matsveinn, og það var sérlega skemmtilegt að fá að koma með viðskiptavini og vildarmenn félagsins um borð til þeirra. Sú reynsla er ennþá fersk í minni þeirra sem fengu að njóta gestrisninnar. Okkar fjölskylda naut þess að sigla í boði Bernótusar og Eggerts sem gestir á strandsiglingu sumarið 1983. Því gleymum við aldrei. Þegar komið var til Íslands tók skipið ströndina og sótti heim tugi frystihúsa sem voru í Sölumiðstöðinni, en á þessum árum var reksturinn blómlegur og húsin yfir 70 talsins. Þar reyndi á hæfileika Bernótusar þar sem þessi þjónusta þýddi oft að siglt var í misjöfnum veðrum og lagst að bryggju allt að þrem til fjórum sinnum á sólarhring og svo siglt áfram þess á milli. Bernótus var lista- maður þegar kom að þessu, sama hve lítil og erfið höfnin var, jafnvel þó væri hífandi rok á síðuna og engin bógskrúfa til aðstoðar. Hann skildi ekki eftir sig skemmdir á skipi eða bryggjum þar sem hann kom við. Okkar kynni urðu ævilöng og Bernótus reyndist tryggur vinur og skilur eftir sig margar góðar minningar. Við vottum Kristjáni og Ingunni og fjöl- skyldum þeirra innilega sam- úðar. Þorsteinn og Ragn- heiður Gíslason, Salem, NH, Bandaríkjunum. Nú hafa þau bæði, Bernótus Kristjánsson og hans elskulega eiginkona, Þórunn Matthías- dóttir, kvatt þennan heim og sameinast saman á ný, hún lést 20. apríl 2012 og hann 29. sept- ember 2014 sl. sem er ekki langur tími í lífi farmanns og farmannskonu sem beið og beið með börnum þeirra eftir sínum elskulega pabba og manni að hann kæmi heim eft- ir langa útivist með viðkomu í erlendum höfnum víðsvegar um heiminn. Farmennskan á þeim tímum gat verið erfið, þar sem áhöfnin vissi ekki hvert för var heitið í hvert skipti og ferðin gat dregist, sem dæmi á hafnir innanlands að lesta saltfisk og þaðan til Portúgal á tvær hafnir og stundum fór svo að við urðum að bíða við ankeri til að kæla saltfiskinn í nokkra daga. Það- an fórum við til Norðurlanda á heimleið. Það var hins vegar 9. október 1970, sem er sami dagur 44 árum síðar, að útför Bernótusar fer fram, þegar 19 ára strákur var munstraður um borð í m/s Bakkafoss 1 þar sem Bernótus var minn fyrsti skipstjóri hjá Eimskipafélag- inu. Ég hafði beðið eftir skips- rúmi á skipum Eimskipa- félagsins í þrjú ár, var í lausavinnu á hafnarbakkanum vegna þess að skipin stoppuðu lengi í Reykjavíkurhöfn og langan tíma tók að losa þau því öll skip fluttu stykkjavöru í lausu til landsins, gámar voru ekki til á þeim tíma. Í stað þess var öll uppskip- un í höndum verkamanna sem sáu um að losa og lesta skipin með krönum úr landi og bóm- uhífingum skipsins. Á milli- dekki voru trélúgur og sker- stokkar sem héldu þessum lúgum á sínum stað. Þegar skipið fór frá Reykjavík að lesta og losa vöru þá sáu skip- verjar um störfin. Vosbúðin gat verið mikil þegar skyggni var slæmt, hríð, ísing og þoka. Skipstjórinn á stjórnpalli að fylgjast vel með, mér er minn- isstætt þegar Bernótus var kallaður upp í brú vegna slæms skyggnis í gegnum flautu sem var á stjórnpalli, því símakerfi var ekki til á þessum árum. Þegar skipstjóri kemur í brú þá sér hann brúarglugga opinn og snjónum kyngdi inn á tæki skipsins, þá segir Bernótus við 3. stýrimann: Er ekki radar á skipinu? Jú, sagði stýrimaður, blessaður lokaðu glugganum því þú sérð ekki neitt frekar en ég og vertu við radarinn. Jóhann Páll starði út í sortann úti á brúarvæng skipsins og átti að láta strax vita ef ein- hver hljóð heyrðust. Bernótus var einstakur maður í sinni röð þar sem yfirvegun og fram- koma var einstök en fastur fyrir ef honum líkaði ekki hlut- irnir. Hann var snyrtimenni og hafði gaman af að vera flott búinn í einkennisfötum félags- ins, í vel burstuðum skóm, þar sem konurnar taka eftir því, og Eimskipastíllinn í fyrir- rúmi. Kæri vinur, þar sem hafið og vinnan bíður mín í dag get ég ekki verið með þér á þess- um degi, eins og þú þekkir af eigin raun. Ég vil þakka þér fyrir dásamlegar stundir og takk fyrir allar ábendingar um góð vinnubrögð. Ég bið Guð að vera með og blessa ykkar börn og ættingja á þessari stundu. Blessuð sé minning Bernótus- ar Kristjánssonar skipstjóra. Jóhann Páll Símonarson, m/s Goðafossi. Bernótus Kristjánsson „Elskuleg móðir mín er látin. Yndis- legri móður, ömmu og langömmu er ekki hægt að hugsa sér. Móðir mín var níræð en þó svo ung í anda og hugsun að það má segja að hún hafi fallið frá allt of ung. Mamma var svo umhyggjusöm við alla sem hún kynntist hvort sem það var fjölskyldan eða blá- ókunnungt fólk. Hún tók alla að sér sem þurftu á henni að halda. Hún var gjafmild og greiðug og gaf allt sem hún átti; ef einhvern vantaði eitthvað sem hún átti gaf hún það. Mamma var hörkudug- leg kona og veigraði sér ekki við vinnu alla sína tíð enda útivinn- andi með allan barnaskarann, en hún átti ellefu börn. Mamma var Guðrún Áslaug Magnúsdóttir ✝ Guðrún ÁslaugMagnúsdóttir fæddist 11. mars 1924. Hún lést 10. september 2014. Útför Guðrúnar fór fram 19. september 2014. alla mína æsku og fullorðinsár að prjóna eða sauma, hún saumaði á okk- ur systkinin það sem okkur vantaði þegar við vorum lítil enda ekki miklir peningar til þess að kaupa föt á allan þennan barnaskara. Mamma var svo skemmtileg og það var svo gaman að heimsækja hana, hún gerði mikið af því síð- ustu árin að segja okkur frá sín- um uppvaxtarárum eða af okkur systkinunum. Mamma var mamma margra í Breiðholtinu bæði þegar ég var að alast þar upp og líka síðustu árin eftir að hún flutti aftur í sína gömlu blokk í Breiðholtinu. Ég kom til hennar fyrir stuttu og sá hjá henni nammi sem ég spurði hvort ég mætti ekki fá mér, en nei, hún var að geyma það fyrir hann Bjössa vin sinn í næsta stigagangi, 6-7 ára gutta sem mömmu þótti vænt um. Hún hafði svo gaman af krökkunum í blokkinni og fylgd- ist með öllum börnunum og pass- aði og þekkti þau öll með nafni. Þegar ég var í barnaskóla og var með ókláruð prjónaverkefni þá prjónaði hún ekki bara mitt verk- efni heldur líka fyrir vinkonu mína, hún hafði alltaf auga með vinkonum mínum líka. Á nóttu sem degi komu grannar til okkar til að borða eða að fá eitthvað lán- að, aldrei stóð á mömmu að gefa frá sér. Mamma, ég elska þig og þú verður alltaf í minningum mínum sem yndisleg móðir og amma. Helga og fjölskylda. Hún bar þig í heiminn og hjúfraði að sér. Hún heitast þig elskaði’ og fyrirgaf þér. Hún ætíð er skjól þitt, þinn skjöldur og hlíf. Hún er íslenska konan, sem ól þig og þér helgaði sitt líf. Með landnemum sigldi’ ’hún um svarrandi haf. Hún sefaði harma. Hún vakti’ er hún svaf. Hún þerraði tárin. Hún þerraði blóð. Hún var íslenska konan, sem allt á að þakka vor þjóð. Ó! Hún var ambáttin hljóð. Hún var ástkonan rjóð. Hún var amma, svo fróð. Ó! Athvarf umrenningsins, inntak hjálpræðisins, líkn frá kyni til kyns. Hún þraukaði hallæri, hungur og fár. Hún hjúkraði’ og stritaði gleðisnauð ár. Hún enn í dag fórna sér endalaust má. Hún er íslenska konan, sem gefur þér allt sem hún á. Ó, hún er brúður sem skín! Hún er barnsmóðir þín eins og björt sólarsýn! Ó! Hún er ást, hrein og tær! Hún er alvaldi kær eins og Guðsmóðir skær! Og loks þegar móðirin lögð er í mold þá lýtur þú höfði og tár falla’ á fold. Þú veist, hver var skjól þitt, þinn skjöldur og hlíf. Það var íslenska konan sem ól þig og gaf þér sitt líf. En sólin, hún sígur, – og sólin, hún rís, – og sjá: Þér við hlið er þín hamingjudís, sem ávallt er skjól þitt, þinn skjöldur og hlíf: Það er íslenska konan, – tákn trúar og vonar, sem ann þér og þér helgar sitt líf. (Ómar Ragnarsson.) Gunnar Jacobsen.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.