Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2007, Síða 7

Læknablaðið - 15.04.2007, Síða 7
RITSTJÓRNARGREIAIAR Reglugerðir og not S-merktra lyfja á sjúkrahúsum Árið 2001 tók gildi ný reglugerð varðandi svoköll- uð S-merkt lyf. Þau voru skilgreind sem lyf er eingöngu ætti að nota á eða í tengslum við sjúkra- hús vegna sérhæfðrar meðferðar sjúklinga sem krefðist sérfræðiþekkingar eða sérstaks eftirlits sérfræðinga á sjúkrahúsum. Einnig voru í flokk- inn sett ný og dýr lyf sem kröfðust fyrrnefndar sérfræðiþekkingar og loks var þess getið að um notkun þessara lyfja skyldi fara samkvæmt klín- ískum leiðbeiningum. Við breytinguna var flutt til fjármagn frá Tryggingastofnun ríkisins (TR) til Landspítala og Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri vegna kostnaðar við notkun lyfjanna. Ýmsir vöktu á því athygli á þessum tíma að með þessari ráðstöf- un væri sjúklingum mismunað eftir sjúkdómum. Ákveðnir sjúklingahópar fengju lyf sín greidd eftir sem áður af TR en eftir breytinguna ættu aðrir sjúklingahópar það undir fjárhagsgetu spítalanna hverju sinni hvort og þá hvaða lyf stæðu þeim til boða. Langvarandi fjárhagsvandi og niðurskurður á sjúkrahúsum var mönnum ekki að ástæðulausu áhyggjuefni í þessu tilliti. Þá var vakin athygli á því að í fæstum tilvikum ættu hlut að máli sjúklingar sem væru inniliggjandi á sjúkrahúsunum, heldur væri hér um göngudeilda- eða svokallaða ferli- sjúklinga að ræða sem þyrftu ekki endilega að sækja læknismeðferð sína til sjúkrahúsa. Hvað sem öðru líður þá voru settar nýjar reglur um notkun S-merktra lyfja á Landspítala 30. janúar síðastliðinn. I þeim kemur fram að á Landspítala starfi deild lyfjamála og er henni falin umsýsla S-merktra lyfja fyrir hönd spítalans. Klínískar leiðbeiningar skulu gilda um notkun lyfjanna og þær skulu unnar á ábyrgð yfirlæknis þeirrar sérgreinar sem í hlut á og í samvinnu við sérfræðilækna sérgreinarinnar og yfirlækni deildar lyfjamála. Þá getur framkvæmdastjóri lækninga ákveðið að læknar þurfi að sækja um heimild til notkunar tiltekinna S-merktra lyfja og að sam- þykki deildar lyfjamála skuli liggja fyrir áður en viðkomandi lyfi er ávísað. Samkvæmt reglunum á þetta sérstaklega við um „ný lyf“, „dýr lyf“ og „vandmeðfarin lyf“. Deild lyfjamála Landspítala hefur sett sjálfri sér verklagsreglur varðandi umsóknir um notkun S- merktra lyfja og afgreiðslu þeirra. Sérfræðilæknar þurfa að sækja um einstaklingsbundna heimild fyrir hvern sjúkling til deildarinnar og í sumum til- vikum er heimild til notkunar tiltekins lyfs einung- is veitt í tiltekinn tíma, jafnvel aðeins til fjögurra vikna í senn og þarf því að ítreka umsóknina að þeim tíma liðnum sé ábending fyrir notkun lyfsins enn til staðar. Eins og flestir vita er það fjármagn sem til ráðstöfunar er innan heilbrigðiskerfisins ekki ótakmarkað. Því er mikilvægt að því fjármagni sem til skiptanna er sé varið að vel íhuguðu máli og þannig að sem mest fáist fyrir hverja krónu. Hér þarf að fara saman læknisfræðileg og rekstrarleg skynsemi. Hvað lyf varðar þá verða þau sífellt árangursríkari og jafnframt dýrari. Eg tel eðlilegt að gerðar séu ákveðnar kröfur til nýrra lyfja og að þau verði að hafa sannanlega virkni í tilteknum sjúkdómum og jafnframt að kostnaður við þau sé innan þeirra marka sem ásættanlegur er fyrir þjóðfélagið. Að þessum skilyrðum fengnum og að mati færustu manna sem um málið hafa fjallað ætti síðan tiltekið lyf samkvæmt núverandi reglugerð að skrá á lyfjalista sjúkrahúsanna. Að því fengnu ætti sérfræðilæknum ekkert að vera að vanbún- aði að ávísa lyfinu samkvæmt þeim ábendingum sem skráðar hafa verið í tilteknum sjúkdómum til þeirra sjúklinga sem sjúkdóminn hafa. Það að sérfræðilæknar þurfi að sækja sérstaklega um fyrir hvern sjúkling um notkun lyfsins, ekki bara einu sinni heldur ítrekað getur hvorki flokkast undir skilvirkni né hagkvæmni. í þessu samhengi er ekki úr vegi að velta vöng- um yfir því hvort ekki sé tímabært að það sé skráð og skilgreint með formlegum hætti hvaða heil- brigðisþjónusta felst í hinum íslensku almanna- tryggingum. Hvaða réttindi eru það sem hvert og eitt okkar er að kaupa með margra áratuga skatt- greiðslum til íslenska ríkisins? í annan stað und- irstrikar þetta fyrirkomulag nauðsyn þess að fjár- rnagn fylgi hverjum sjúklingi hvar svo sem hann leitar sér heilbrigðisþjónustu. Það er Iöngu úrelt fyrirbæri að reka sjúkrahús á föstum fjárlögum þannig að hver sjúklingur sé í raun og veru ekkert annað en kostnaður í stað þess að vera velkominn viðskiptavinur. Þá læt ég það vera mín lokaorð og föðurlega áminningu að góður stjórnandi er sá sem nýtir og virðir sérfræðiþekkingu starfsmanna sinna og gerir þeim auðveldara að rækja starf sitt. Sigurður Böðvarsson sigurdbo@landspitali.is Regulation of the use of hospitul-rcstricted drugs Sigurður Böðvarsson MD, Attending Physician, dept. of Oncology, Landspitali University Hospital, 101 Reykjavik, Iceland. Sigurður Böðvarsson, sérfræðingur í lyf- og krabbameins- lækningum lyflækningadeild krabbameina Landspítala og á Læknasetri. Læknablaðið 2007/93 271
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.