Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.04.2007, Page 9

Læknablaðið - 15.04.2007, Page 9
RITSTJÚRNARGREIMAR Nýrnamein og inúítaspeki Síðastliðið ár markar tímamót á íslandi hvað meðferð nýrnafrumukrabbameins varðar. Með tilkomu nýrra krabbameinslyfja erum við loksins farin að sjá fram á bættar horfur sjúklinga með út- breitt nýrnafrumukrabbamein. Petta krabbamein hefur hingað til verið tekið sem dæmi um ólækn- andi lyfja- og geislaþolinn illkynja æxlisvöxt. Þeir sem meðhöndla nýrnakrabbamein hafa haft á orði, undanfarna mánuði, að tilfellum bók- staflega rigni inn. Slík tilfinning getur þó verið villandi. Þess vegna eru faraldsfræðilegar rann- sóknir nauðsynlegar svo leggja megi kalt mat á þróunina yfir lengra tímabil. í þessu tölublaði Læknablaðsins er yfirlitsgrein um nýrnafrumu- krabbamein á Islandi. Þessi grein er afrakstur mik- illar vinnu og eljusemi sem hófst fyrir um tveimur áratugum með einföldum spurningum læknanema og einhvers sem lagði við hlustir. Ávöxtur þessa starfs varð glæsileg doktorsvörn við Háskóla Islands. I þessari grein kemur meðal annars fram að nýgengi þessa meins á íslandi, bæði hjá konum og körlum, er með því hæsta sem gerist. Sem betur fer er þó bróðurparturinn af þessum tilfellum staðbundinn við greiningu og því fallinn til lækn- ingar með brottnámi einvörðungu. Orsakir þessa krabbameins, eins og margra annarra, er vafalaust sambland erfða og umhverfis og nýgengið síðan verulega háð greiningarvirkninni í samfélaginu. Sú virkni verður að teljast há hérlendis. Ómskoðanir og sneiðmyndatökur hafa gert það að verkum að hlutur tilviljunagreininga er nú nærri helmingur allra nýgreininga. Mikið happ er að geta greint og meðhöndlað þetta mein á frumstigi og þannig komið í veg fyrir þjáningar og dauða. I fjölmörgum tilfellum vildi maður svo gjarnan hafa fengið við- komandi fyrr til meðferðar svo hægt hefði verið að grípa í skottið á refnum. Þó ber þess að geta að hér sem í öðrum sjúk- dómum skilar aukin greiningarvirkni af sér bæði góðkynja og illkynja meinum sem hafa trúlega litla klíníska þýðingu, sérstaklega fyrir heilsutæpa eða aldraða einstaklinga. Slíkur fundur kallar þó oftar en ekki á róttæka meðferð þegar reglubund- ið eftirlit væri í raun besti kosturinn. Haldi menn að tæknin einfaldi læknisstarfið þá er það mikill misskilningur og hið fornkveðna „primum non nocere" er enn í fullu gildi. Fjölmörg mannanna mein verða best meðhöndluð með orðsins list einvörðungu. Áratuga þróun í skurð- og svæfingalækningum sem og hjúkrun hefur breytt nýrnaaðgerðum, sem og öðrum holskurðum, úr glæfralegum óvissuferð- um í örugga útsýnistúra. Fundur fjölmargra lítilla æxla hefur gert hlutabrottnám nýrna fýsilegan valkost. Þá færist í vöxt að brottnám nýrna sé gert með hjálp kviðsjár til þess að minnka óþægindi sjúklinga eftir aðgerð og flýta fyrir bata. Þessi þróun he fur þegar hafist hérlendis bæði norðan og sunnan heiða. Maður skyldi þó óhikað leggja stóra skurði og jafnvel opna jafnhliða upp í brjósthol gerist þess þörf. Þannig tókst, ekki alls fyrir löngu, að fjarlægja stórt nýrnaæxli með æxlissega sem náði ti! hægri hjartaslegils. Sú aðgerð krafðist djúprar líkamskælingar og algjörrar blóðtæmingar líkamans með aðstoð hjarta- og lungnavélar. í slík- um verkefnum kemur glögglega í ljós hversu öflug sérgreinaþjónusta í skurð- og svæfingalækningum er fyrir hendi hér á landi. í tilefni af 50 ára afmæli Skurðlæknafélags Islands á þessu ári og áður en brjóstkassinn er bar- inn til óbóta flýtur hér með lítil frásögn um hversu fátt er nýtt undir sólinni þrátt fyrir allt. Vilhjálmur Stefánsson var enginn landafunda- maður. Hans verður hins vegar lengi minnst fyrir það að hafa metið „villimenn“ heimskautaland- anna að verðleikum. Af þeim gat hann lært hvern- ig steinaldarmenn bjuggu í velsæld með óblíðri náttúru og gerðu sér öll veður eins. Dag einn kom þar að í máli Vilhjálms og eins Eir-Eskimóans að Vilhjálmur hóf að stæra sig af þeirri læknisfræði sem iðkuð var um þær mundir í New York: „Þeir geta svæft mann, tekið úr honum nýra eða eitt- hvað af innyflunum og þegar maðurinn vaknaði, vissi hann ekki sjálfur hvað gert hafði verið við hann, nema eftir því sem honum væri sagt og af örinu eftir skurðinn. Ég hef að vísu aldrei séð þetta sjálfur, en þetta er á allra manna vitorði.“ Áheyrandanum fannst þetta ekki meira en hann þekkti til. Hann kannaðist við mann í sínum flokki með langvarandi bakverk. Töframaður einn setti í hann nýjan hrygg í svefni og gerði það svo hag- anlega að hvergi var neitt að sjá á líkamanum á eftir. Hann hafði ekki séð þetta sjálfur en þetta væri á allra vitorði og ekki hægt að véfengja (1)! Nú hundrað árum síðar bjarmar fyrir þeirri tíð að við komumst með tærnar þar sem inúítatöfra- mennirnir höfðu hælana. 1) Stefánsson V. Meðal Eskimóa. í þýðingu Ársæls Árnasonar. Reykjavík 1938. Eiríkur Jónsson eirikurjon@landspitali.is Kenal canccr and arctic wisdom Eirikur Jónsson MD, Chief of Urology, Landspitaii University Hospital, Reykjavik Iceland. Höfundur er yfirlæknir, þvagfæraskurðlækningadeild Landspítala Hringbraut, 101 Reykjavík. Læknablaðið 2007/93 273
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.