Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2007, Síða 19

Læknablaðið - 15.04.2007, Síða 19
FRÆÐIGREINAR / NÝRNAFRUMUKRABBAMEIN Nýrnafrumukrabbamein á íslandi Ásgeir Thoroddsen1 Fæðingar- og KVENSJÚKDÓMALÆKNIR Guðmundur Vikar Einarsson1,2 Þvagfæraskurðlæknir Tómas Guðbjartsson1,2 Almennur SKURÐLÆKNIR OG BRJÓSTHOLSSKURÐLÆKNIR 'Þvagfæraskurðdeild Landspítala, 2læknadeild HÍ. - yfirlitsgrein Ágrip Nýrnafrumukrabbamein er langalgengasta ill- kynja æxlið í nýrum og nýgengi þess er vaxandi víðast hvar í heiminum. Á síðustu tveimur áratug- um hefur þekking á nýrnafrumukrabbameini aukist verulega, ekki síst skilningur á erfða- og ónæmisfræði sjúkdómsins. Engu að síður er lítið vitað um orsakir og áhættuþætti samanborið við mörg önnur krabbamein. Petta á ekki síst við um tengsl erfða við nýrnafrumukrabbamein. Sjúkdómurinn getur verið nánast einkennalaus og margir greinast með langt genginn sjúkdóm, þar sem langtímahorfur eru mun lakari en þegar um staðbundið krabbamein er að ræða. Á íslandi er nýrnafrumukrabbamein óvenjualgengt og nýgengi er með því hæsta sem þekkist. Árlega greinast í kringum 30 tilfelli og má gera ráð fyrir að tæplega helmingur sjúklinganna látist úr sjúkdómnum. Hér er farið yfir einkenni þessa margslungna sjúkdóms og getið helstu rannsókna. Sérstök áhersla er lögð á nýrnafrumukrabbamein á íslandi og íslenskar rannsóknir kynntar. Inngangur Af illkynja æxlum í nýrum er nýrnafrumukrabba- mein (renal cell carcinoma*, adenocarcinoma renis) það langalgengasta, eða um 86% samkvæmt íslenskum rannsóknum (1-3). Nýrnaskjóðuæxli (transitional cell cancer of the pelvis) eru næstal- gengust (8%) (4) en hlutfall Wilmsæxla, sem lang- oftast greinast í ungum börnum, er einungis 1,5% (5). Önnur illkynja æxli í nýrum, eins og sarkmein og eitilkrabbamein, eru enn sjaldgæfari. Nýrnafrumukrabbamein er þekkt fyrir marg- breytilega hegðun og einkenni eru lúmsk. Þetta tefur oft greiningu og meðferð. Nýgengi sjúkdóms- ins hefur aukist á heimsvísu og jafnframt hefur þekkingu á sjúkdómnum fleygt fram, ekki síst innan erfða- og sameindalíffræði. Margt bendir til þess að lífshorfur sjúklinga með nýrnafrumu- krabbamein muni batna í náinni framtíð. Meðferð með ónæmishvetjandi lyfjum er í örri þróun en þessi lyf geta nýst sjúklingum með útbreitt nýrna- frumukrabbamein. Einnig hafa orðið framfarir á sviði skurðlækninga og gjörgæslu sem leitt hefur til betri árangurs af skurðmeðferð. Mest áhrif á lífs- horfur hópsins í heild hefur þó sennilega aukinn fjöldi nýrnafrumukrabbameina sem greinast fyrir tilviljun. Þessa þróun má aðallega rekja til aukinna myndrannsókna á kviði, einkum ómskoðana og tölvusneiðmyndatöku. Þar sem tilviljanagreindu æxlin reynast oftast á lægri stigum eru horfur þess- ara sjúklinga betri. Fyrirspumir og bréfaskipti: Tómas Guðbjartsson, skurðdeild Landspítala 101 Reykjavík, íslandi. Sími: 5431000, fax: 5434835. tomasgud@landspitali. is Lykilorð: nýrnafrumukrabbamein, faraldsfrœði, orsakaþœttir, nýgengi, œttlægni, meinafrœði, stigun, meðferð, skurðaðgerðir, lífshorfur, áhœttuþœttir. * Áður kallað adenocarcinoma renis, hypernephroma eða Grawitzæxli. ENGLISH SUMMARY Thoroddsen Á, Einarsson GV, Guðbjartsson T Renal Cell Carcinoma in lceland. A review article Læknablaðið 2007; 93: 283-297 Renal Cell Carcinoma (RCC) is by far the most common malignant tumor of the kidney. It is a disease with many faces, known for its clinical diversity and often unpredictable behavior. Less is known about its etiology and risk factors than for most other human cancers. Mortality-to-incidence ratio is higher compared to other urologic malignancies, and the malignancy confers adverse prognosis for the majority of patients. At the same time as incidence of RCC has been rising globally, progress has been made in the understanding of the disease, especially within the field of genetics and biological research. Immunotherapies together with tyrsine kinase inhibitors and growth factor/angiogenesis modulators are being developed for patients with advanced disease and improvements have been made in the surgical approach. This, together with increased incidental detection secondary to the widespread use of modern imaging procedures, suggests improved prognosis of these patients in the future. For unknown reasons the incidence of RCC is higher in lceland than in most other countries, about 30 new cases being diagnosed every year, with 14 deaths due to RCC occurring. This evidence-based article reviews major studies on different aspects of RCC with special emphasis on the epidemiology and clinicopathological presentation of the disease in lceland. Key words: renal cell carcinoma, epidemiology, incidence, presentation, symptoms, incidental diagnosis, prognostic factors, staging, grade, survival, treatment, surgery. Correspondence: Tómas Guðbjartsson, tomasgud@iandspitaii. is Læknablaðið 2007/93 283
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.