Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.04.2007, Page 24

Læknablaðið - 15.04.2007, Page 24
FRÆÐIGREINAR / NÝRNAFRUMUKRABBAMEIN A B C Mynd 5A) Tœrfrumugerð einkennist af frumum með tœru eða rauðleitu umfrymi (H&E-litun). Einkennandi er að útlitið er ólíkt á mismunandi stöðum í sama œxli. Algengst erþó að œxlisfrumurnar myndi samfelldar breiður, klasa, bjálka eða litlar blöðrur. Svæði með totuútlit er stundum einnig til staðar. B) Nýrnafrumukrabbamein af totufrumugerð (papillary RCC) einkennist aftotumyndunum þar sem toturnar eru gerðar af bandvefsstilkum sem klœdd- ir eru œxlisfrumum. Sjaldgœfara er að œxlið eða hluti þess hafi píplumyndanir og í sumum œxlum er totum svo þétt skipað að erfitt er að greina þœr sem slíkar. C) Æxli af litfœlugerð (chromophobe RCC) ertt samsett af tveimur frumugerðum; stórum fjölflata frumum með gegnsœtt umfrymi og minni frumum með kornóttu rauðleitu umfrymi (H&E-litun). Báðar þessar frumugerðir hafa áberandi frumuhimnu. Kjarnastœrð og lögun er breytileg og tœr baugur (halo) umhverfts kjarnann er algengur. Vaxtarmynstrið er oftast samfellt en stundum píplumyndandi. Á myndinni er ekki sýntfjórða afbrigði nýrnafrumukrabbameins, krabbamein útgengið frá safngöngum (collecting duct RCC). Þessi œxli vaxa oft með píplumynstri eða totum, stoðvefir eru áberandi og kjarnagráða yfirleitt há. Óflokkað nýrnafrumukrabbamein (unclassified RCC) er misleitur hópur œxla sem ekki er hœgt að setja í ofannefnda undirflokka. Sarkmeinslíkar breytingar (sarcomatoid) geta sést í öllum undirflokkum en eru algengastar í tœrfrumugerð. Mynd 6. Smásjármynd af dœmigerðu bleik- frumuœxli (oncocytoma). Umfrymi frumnanna er áberandi rauðleitl. það er að segja skurðaðgerð (sjá síðar). í íslenskri rannsókn, sem náði til allra tilfella sem greindust á 30 ára tímabili (samtals 45 tilfelli eða tæp 6% nýrnafrumukrabbameina), greindist tæpur þriðjungur (31%) æxlanna fyrir tilviljun og 21% við krufningu. Aðeins einn sjúklingur (2%) hafði bleikfrumuæxli í báðum nýrum og enginn sjúklinganna reyndist hafa eitil- eða fjarmeinvörp. Þetta er í samræmi við erlendar rannsóknir (50,52, 53) og rökstyður núverandi flokkun þessara æxla með góðkynja æxlum í nýrum. Þó er rétt að geta þess að þrjú æxlanna (7%) uxu ífarandi út í fituvef umhverfis nýrað og hjá 4% sjúklinganna fannst nýrnafrumukrabbamein í sama nýra og bleik- frumuæxlið. Sum þessara æxla virðast því geta sýnt af sér klíníska hegðun sem frekar samræmist illkynja æxlum. Einkenni Nýrnafrumukrabbamein eru þekkt fyrir að geta valdið mjög fjölbreyttum einkennum. Helstu einkenni eru sýnd í töflu VI og er vísað til íslenskra rannsókna (8,12). Sambærilegri tíðni einkenna er lýst í erlendum rannsóknum (28, 54). Algengustu einkennin eru verkir eða fyrirferð í síðu eða kvið og bersæ blóðmiga. Svokölluð þrenna einkenna (triad), það er verkir í kvið/síðu, blóðmiga og fyrirferð, sást einungis hjá tæpum 3% íslensku sjúklinganna. Þetta er mun lægra en áður var talið og heldur lægra en í nýlegum erlendum rannsókn- um þar sem hlutfallið er í kringum 5-10% (55). Hins vegar verður að hafa í huga að bæði íslensku rannsóknirnar og þær erlendu er aftursæjar, en slíkar rannsóknir eru ekki jafn áreiðanlegar og þær framsýnu þegar kemur að því að rannsaka einkenni sjúkdóma. Nýrnafrumukrabbamein geta einnig verið alveg einkennalaus eða valdið óljósum og almennum einkennum, svo sem þreytu, þyngdartapi og blóðleysi (56). Þetta veldur því að margir greinast með langt genginn sjúkdóm (39). Til dæmis höfðu um 40% þeirra sem greinast hér á landi verið með einkenni lengur en þrjá mánuði (1, 12) og tæpur þriðjungur þeirra greinist með útbreiddan sjúkdóm (stig IV) (8, 9). Til samanburðar greind- ust 17% sjúklinganna innan viku og þriðjungur innan mánaðar frá upphafi einkenna (17). Þessir sjúklingar reyndust oftar hafa bersæja blóðmigu og/eða bráða kviðverki. 288 Læknablaðið 2007/93
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.