Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2007, Síða 30

Læknablaðið - 15.04.2007, Síða 30
YFIRLITSGREIN / NÝRNAFRUMUKRABBAMEIN TNM-stig I (n=188) TNM-stig II (n=85) TNM 1 188 107 62 32 14 6 1 TNM II 85 54 29 17 10 6 1 TNM III 153 63 23 14 7 4 3 TNM IV 203 17 7 5 1 0 0 Mynd 12. Lífshorfur (estimated disease specific survival) sjúklinga á mismunandi TNM- stigum, greindum með nýrnafrumukrabbamein á íslandi 1971-2000. Ný krabbameinslyf og önnur meðferðarúrræði Á síðustu árum hafa komið fram ný krabbameins- lyf sem verka á annan hátt en eldri lyf (86). Af nýju lyfjunum eru mestar vonir bundnar við svokallaða tyrosine kinasa hemjara sem hamla vexti krabba- meinsfrumna, meðal annars með því að hemja svokallaða EGF-viðtaka (epidermal growth factor receptors) eða viðtaka skylda þeim (95). í þessum hópi eru lyf eins og erlotinib, temsirolimus, og sun- itinib (96). Önnur lyf hafa áhrif á bæði vaxtarþætti og æðanýmyndun í æxlunum (angioneogensis) og hamla þannig vexti þeirra, til dæmis lyfið sorafenib (97). Sum þessara lyfja er hægt að gefa í töfluformi en sammerkt þeim öllum er að meðferð getur haft töluverða fylgikvilla. Nýlegar rannsóknir virðast staðfesta að hluti sjúklinga með útbreitt nýrna- frumukrabbamein svarar þessum lyfjum mun betur en meðferð með eldri krabbameinslyfjum. Sömu rannsóknir benda til þess að þessi lyfja- meðferð bæti lífshorfur, að minnsta kosti þegar til skamms tíma er litið (95,97,98). Á næstu árum má búast við að fjöldi nýrra krabbameinslyfja við nýrnafrumukrabbameini líti dagsins ljós. Einstofna mótefni, sem beint er gegn sértökum mótefnavökum á yfirborði krabbameins- frumnanna, á eftir að þróa frekar og meðferð með ígræðslu stofnfruma er enn á tilraunastigi (86,95). Af öðrum meðferðarrúrræðum má nefna hita- meðferð (percutaneous thermal ablation) sem hægt er að beita gegn litlum æxlum (<3cm) og þá í gegnum húð sjúklingsins (99). Útvarpsbylgjur eru þá notaðar til að hita æxlið og valda drepi í því. Einnig er hægt að kæla æxlin með köfnunarefni (cryoablation) með aðstoð kviðarholssjár (99). Bæði hita- og kælimeðferð eru enn á tilraunastigi en geta komið til greina hjá sjúklingum sem ekki þola brottnám á nýra (86 95). Horfur og forspárþættir lífshorfa Horfur sjúklinga með nýrnafrumukrabbamein eru háðar fjölmörgum þáttum, enda hefur ekki enn ekki tekist að finna neinn einstakan þátt sem veitir áreiðanlega forspá um horfur þessara sjúklinga. Þættir eins og hár aldur við greiningu og einkenni meinvarpa skipta máli og eru tengdir lakari lífs- horfum (71). Erlendis hefur verið sýnt fram á mis- munandi horfur eftir kynjum (100) en ekki hér á landi (9,12,17). Hins vegar hefur í nýlegri íslenskri rannsókn verið sýnt fram á bættar lífshorfur sjúklinga sem greinast fyrir miðjan aldur (<50 ára) (22). Einnig hefur í íslenskum rannsóknum verið sýnt fram á lakari horfur ef sökk er hátt við grein- ingu og blóðrauði lágur (8,9,12). Langmikilvægasti forspárþátturinn er stig sjúk- dómsins (71). Þetta á jafnt við erlendis sem hér á landi og getur munur á lífshorfum á stigi I og IV verið allt að tífaldur (9). Þetta sást glögglega í íslenskri rannsókn þar sem fimm ára lífshorfur (disease specific survival) á stigi I voru 93% og 11% á stigi IV (mynd 12) (9). Lífshorfur á hinum stigunum tveimur eru þarna mitt á milli. Sjúklingar á stigi III, og þá sérstaklega sjúklingar með eit- ilmeinvörp (76), eru þó með umtalsvert lakari horfur en sjúklingar á stigi II. í sömu rannsókn var einnig sýnt fram á að gráðun (Fuhrman) var sjálfstæður forspárþáttur, en vægi hennar var þó langtum minna en stigunar. Sama á við um mis- munandi vefjagerðir, en þar reyndist munurinn enn minni. Tilhneiging til verri horfa sást fyrir tærfrumugerð en vefjagerð reyndist þó ekki sjálf- stæður áhættuþáttur. Þetta er aðeins á skjön við sumar erlendar rannsóknir en ekki allar. Margar erlendu rannsóknanna hafa einnig sýnt fram á mikilvægi almenns líkamsástands sjúklinganna (Karnovski-index) en þetta hefur ekki verið kann- að sérstaklega hérlendis. Eins og áður hefur komið fram hefur tilvilj- anagreindum nýrnafrumukrabbameinum fjölgað mjög á síðustu tveimur áratugum. Ekki er séð fyrir endann á þessari aukningu og íslenskar rannsóknir hafa sýnt stöðuga aukningu, ekki síst 294 Læknablaðið 2007/93 J
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.