Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2007, Síða 55

Læknablaðið - 15.04.2007, Síða 55
ÞING SKURÐLÆKNA, SVÆFINGA- OG GJÖRGÆSLULÆKNA / ÁGRIP ERINDA rannsóknir. Dánarhlutfall sjúklinga með sýkingar er umtals- vert hér á landi (17,1%) en sambærilegt og í nágrannalöndum okkar. E-22 Berkjufleiðrufistla eftir lungnabrottnám vegna lungnakrabbameins er oftast hægt að lækna án skurð- aðgerðar Tómas Guðbjartsson'-3, Erik Gyllstedt2 . tomcisgud@landspitali. is Hjarta- og lungnaskurðdeildir 'Landspítala og 2háskólasjúkrahússins í Lundi, Svíþjóð, ■’læknadeild HÍ Inngangur: Lungnabrottnámi er aðallega beitt við stór og miðlæg lungnakrabbamein. Petta er stór aðgerð sem getur haft fylgikvilla í för með sér. Fistill á milli berkjustúfs og fleiðru er hættulegur fylgikvilli þessara aðgerða. Fistillinn veldur þá sýkingu í fleiðruholi sem getur valdið banvænni blóðeitrun. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna tíðni þessara fistla eftir lungnabrottnám og leggja mat á árangur meðferðar. Efniviður og aðferðir: Á tímabilinu 1996-2003 gengust 130 sjúklingar undir lungnabrottnám vegna lungnakrabbameins (NSCLC) á háskólasjúkrahúsinu í Lundi. Eftir aðgerðina greind- ust alls 8 sjúklingar (6,2%) með fistil á milli berkjustúfs (7 karlar og 1 kona, meðalaldur 62,3 ár). Upplýsingar fengust úr sjúkraskrám og aðgerðarlýsingum. Sjúklingar með fistil voru bornir saman við þá sem ekki greindust með fistil (n=122) og þannig reynt að leggja mat á hugsanlega áhættuþætti fistilmynd- unar. Niðurstöður: Niðurstöður eru sýndar í töflu I. í 7 tilfellum greind- ust fistlar eftir hægra lungnabrottnám og í einu tilviki vinstra megin (p<0,05), yfirleitt innan viku frá aðgerð. Algengustu ein- kenni voru hósti, uppgangur og hiti. Flestir sjúklinganna reynd- ust með lungnakrabbamein á háu stigi, en 6 sjúklingar voru á stigi IIIA eða IIIB. Prír sjúklingar höfðu fengið bæði geisla- (44 Gy) og krabbameinslyfjameðferð fyrir lungnabrottnám. Aðrir 3 fengu geislun eftir aðgerð. Hjá 6 sjúklingum var stúfurinn Tafla 1. Sjúklingar með fistil (n = 8) Viðmiöunar- hópur (n = 122) P-gildi Meðalaldur (ár) 62,3 63,4 óm Karlar (%) 7 (87,5) 99 (81,1) óm Hægra lungnabrottnám (%) 7 (87,5) 56 (45,9) < 0,01 Berkjustúfur þakinn (%) 5(62,5) 73(60) óm Geislun og/eöa krabbameinslyfjameöferð, fyrir eöa eftir lungnabrottnám 6(75) 70(57,4) <0,05 Meöallegutími og miðgildi (dagar) 21,5/ 13 11,5 / 9 < 0,01 Skurödauöi (<30 daga) 0 1(0,8) óm óm = ómarktækt þakinn, ýmis með fleiðru eða bláæð (v. azygos) en límefni voru notuð í þremur tilvikum. Af 8 sjúklingum með fistil þurftu aðeins þrír að gangast undir skurðaðgerð. Hjá tveimur þeirra var vöðvaflipi saumaður á berkjustúfinn og í einu tilviki var saumað yfir stúfinn. Hinir 5 voru meðhöndlaðir án skurðaðgerðar þar sem lokað var fyrir fistilinn með vefjalími (Tissel®) en því var sprautað í fistilgatið að innanverðu með berkjuspeglun. Stök meðferð dugði hjá fjórum en einn þurfti endurtekna sprautun með vefjalími. Legutími var 21,5 dagar að meðaltali og enginn lést innan 30 daga.Tveimur árum frá aðgerð voru þrír af 8 sjúk- lingum á lífi. I dag er einn sjúklingur á lífi og hefur sá lifað í 98 mánuði. Ályktun: Berkjufleiðrufistill er frekar sjaldgæfur en alvarlegur fylgikvilli eftir lungnabrottnám við lungnakrabbameini. Tíðni fistla í þessari rannsókn (6%) er frekar lág, sérstaklega þegar haft er í huga að rúmur fjórðungur sjúklinganna fékk geisla- og krabbameinslyfjameðferð fyrir aðgerðina. Sjúklingar með fistil eru yfirleitt karlar með langt genginn sjúkdóm í hægra lunga og Iangtímahorfur þeirra eru lakar. Einnig er áhætta á fistilmyndun aukin hjá þeim sem fá geisla- og/eða krabbameinslyfjameðferð fyrir og eftir aðgerð. Flesta berkjufleiðrufistla eftir lungnabrott- nám er hægt að meðhöndla án skurðaðgerðar, til dæmis með því að sprauta í þá vefjalími við berkjuspeglun. E-23 Lungnameinvörp við greiningu nýrnafrumukrabba- meins. - Hverjir gætu hugsanlega haft gagn af brottnámi meinvarpa? Sœmundur Jón Oddsson'2, Sverrir Harðarson3, Vigdís Pétursdóttir3, Eiríkur Jónsson1-4, Guðmundur Vikar Einarsson4,Tómas Guðbjartsson2J tomasgud@landspitali. is 'Læknadeild HÍ, 2hjarta- og lungnaskurðdeild, ’rannsóknarstofu í meina- fræði og 4þvagfæraskurðdeild Landspítala Inngangur: Nýgengi nýrnafrumukrabbameins er með því hæsta í heiminum á Islandi og árlega greinast í kringum 30 hér á landi. Einkenni eru oft lúmsk sem sést best á því að allt að þriðjungur sjúklinga greinist með útbreiddan sjúkdóm þar sem lungnamein- vörp eru algengust. Nýlegar rannsóknir hafa sýnt að brottnám lungnameinvarpa hjá völdum hópi sjúklinga getur bætt lífshorf- ur umtalsvert. Hefur verið lýst allt að 49% 5-ára lifun hjá sjúk- lingum með skurðtækt stakt lungnameinvarp og þar sem langur tími hefur liðið frá greiningu frumæxlisins. Tilgangur rannsókn- arinnar var að athuga fjölda sjúklinga með lungnameinvörp við greiningu nýrnafrumukrabbameins og reyna að leggja mat á hversu margir sjúklingar gætu hugsanlega haft gagn af brottnámi slíkra meinvarpa. Efniviður og aðferðir: Afturskyggn rannsókn sem er hluti af stærri rannsókn á nýrnafrumukrabbameini á íslandi sem nær til allra sjúklinga sem greindust á lífi 1971-2000, samtals 701 sjúklings. Upplýsingar voru fengnar úr sjúkra- skrám, Krabbameinsskrá KÍ auk gagnagrunns rannsóknarstofu Landspítala í meinafræði. Kannað var hversu margir greind- ust með meinvörp í lungum og var miðað við þrjá mánuði frá greiningu nýrnafrumukrabbameins. Síðan var athugað hvort um önnur meinvörp var að ræða og hvernig dreifing þeirra var í Læknablaðið 2007/93 319
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.