Læknablaðið - 15.04.2007, Page 58
ÞING SKURÐLÆKNA, SVÆFINGA- OG GJÖRGÆSLULÆKNA / ÁGRIP ERINDA
nýrnabrottnám með kviðsjártækni í Lundi vegna gruns um
nýrnafrumukrabbamein. I aðgerðunum var nýrað fríað ásamt
Gerotas-felli og síðan dregið út um kviðvegginn í heilu lagi í
poka. Ferli aðgerðar og eftirmeðferðar var skráð með framsýn-
um hætti.
Niðurstöður: í öllum tilvikum var nýrað fjarlægt í heild sinni
(radicalt). Aðgerðin var gerð í læknandi tilgangi hjá 35 sjúkling-
um og hjá fjórum sem líknandi meðferð. Meðalaðgerðartími
var 290 mínútur (bil 189-580 mín) og meðalblæðing 186 ml
(bil 0-1300). í þremur aðgerðum þurfti að breyta yfir í opna
aðgerð, meðal annars vegna gruns um eitlilmeinvörp og blæð-
ingar frá nýrnabláæð. Einn sjúklingur fékk blóðgjöf eftir aðgerð.
Meðalstærð æxlanna var 4,5 cm (bil 2-8 cm) og algengustu T-
stig æxlanna voru pTla (n=ll), pTlb (n=19), pT2 (n=2), pT3a
(n=4), pT3b (n=l) og pT4 (n=l). í einu tilfelli var um góðkynja
nýrnablöðru að ræða. Legutími var 4 dagar að meðaltali (bil 2-
12 dagar) í sjö tilfellum var um minniháttar fylgikvilla að ræða
eftir aðgerð en einn sjúklingur sem gekkst undir líknandi aðgerð
fékk lungnarek. Allir sjúklingarnir lifðu aðgerðina af. í júní 2006
hafði enginn þeirra sem gekkst undir læknandi aðgerð greinst
með endurtekið krabbamein eða fjarmeinvörp.
Ályktun: Nýrnabrottnám með kviðsjártækni er framkvæmanleg
með lágri tíðni fylgikvilla. Blæðing er lítil og legutími stuttur.
Nýrnabrottnám með kviðsjártækni er örugg aðgerð.
E-29 Meðfædd ósæðarþrenging hjá börnum á íslandi 1990-
2006
Sverrir /. Gunnarsson'* 2, Bjarni Torfason21, Gunnlaugur Sigfússon31,
Hróðmar Helgason3,Tómas Guðbjartsson2-1
sverrg@hi.is
'Læknadeild HÍ, 2hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala, 3Barnaspítali
Hringsins
Inngangur: Ósæðarþrenging (aortic coarctation) er á meðal
algengustu meðfæddra hjartagalla. Oftast er um að ræða þreng-
ingu á brjóstholshluta ósæðar, rétt neðan við vinstri a. subclavia
sem hindrar blóðflæði frá hjartanu. Algengustu einkennin eru
háþrýstingur í efri hluta líkamans og skert blóðflæði til neðri
hluta líkamans. Hjartabilun og lost geta sést í alvarlegum til-
vikum. í vægum tilvikum nægir lyfjameðferð en annars er gripið
til æðavíkkunar (með blöðru) eða skurðaðgerðar. A íslandi eru
ekki til rannsóknir á árangri skurðaðgerða við þessum sjúkdómi.
Tilgangur þessarar rannsóknar var að leggja mat á árangur
skurðaðgerða við meðfæddri ósæðarþrengingu og kanna afdrif
sjúklinganna.
Efniviður og aðferðir: Um er að ræða fyrstu niðurstöður úr
stærri rannsókn sem tekur til allra barna sem greinst hafa með
meðfædda ósæðarþrengingu á íslandi frá 1990-2006. í þessari
afturskyggnu rannsókn eru eingöngu börn (yngri en 18 ára) sem
gengust undir skurðaðgerð hér á landi vegna þessa sjúkdóms.
Rannsóknin er afturskyggn og fengust upplýsingar úr sjúkra-
skrám auk greiningar- og aðgerðarskrám á Landspítala. Könnuð
voru einkenni og ábendingar skurðaðgerða auk þess sem lagt
var mat á fylgikvilla og árangur skurðmeðferðar.
Niðurstöður: Alls greindust 67 börn yngri en 18 ára með með-
fædda ósæðarþrengingu á þeim 17 árum sem rannsóknin náði til.
Af þeim fóru 38 í skurðaðgerð hér á landi, 22 drengir og 16 stúlk-
ur, meðalaldur 37 mánuðir (bil 3 dagar - 17,8 ár). Alls greindust
26 (68%) með einkenni þar sem einkenni hjartabilunar voru
algengust. Ellefu sjúklingar greindust fyrir tilviljun og einn á
fósturskeiði. Átta sjúklingar fóru í bráðaaðgerð, oftast vegna
alvarlegrar hjartabilunar og losts. Prýstingsfall fyrir og eftir
aðgerð var 50 og 12 mmHg að meðaltali. Algengasta aðgerðin
var bein æðatenging (end-to-end) og subclavian-flap viðgerð.
Aðgerðartími var að meðaltali 136 mín. (bil 80-260 mín.) og
meðaltangartími á ósæð 24 mín. Hjá einum sjúklingi þurfti að
nota hjarta- og lungnavél sem tengd var í nára. Algengustu fylgi-
kvillar eftir aðgerð voru háþrýstingur og lungnabólga. Enginn
sjúklingur lamaðist eftir aðgerð. Miðgildi legutíma var 9 dagar
(bil 4 -127 dagar). Sjö börn (18 %) hafa þurft á víkkun að halda
eftir aðgerð og eitt barn fór í enduraðgerð í framhaldi af víkkun
með blöðru. Endurtekna skurðaðgerð þurfti ekki að gera hjá
neimum vegna endurþrengsla. Öll börnin lifðu af aðgerð og í dag
eru öll á lífi utan eitt sem dó rúmlega þremur mánuðum eftir
aðgerð vegna annarra flókinna meðfæddra galla.
Ályktun: Tíðni meðfæddrar ósæðarþrengingar er svipaður og í
nágrannalöndum okkar. Meira en helmingur þessara sjúklinga
fer í skurðaðgerð. Árangur skurðaðgerða er mjög góður og á
það bæði við um tíðni fylgikvilla í og eftir aðgerð.
E-30 Meðferð með sogsvampi við meiriháttar skotáverka á
brjósthol
Steinarr Björnsson1, Helgi Kjartan Sigurðsson2, Jens Kjartansson3-5,
Sigurbergur Kárason4, Bjarni Torfason1-5, Tómas Guðbjartsson1-5
tomasgud@landspitali.is
‘Hjarta- og lungnaskurðdeild, 2almenn skurðdeild, 3lýtalækningadeild og
4svæfinga- og gjörgæsludeild Landspítala, 'læknadeild HÍ
Inngangur: Meðferð með sogsvampi (Vacuum-Assisted
Closure,VAC) hefur á síðustu árum rutt sér til rúms í meðferð
sýktra skurðsára, sérstaklega við alvarlegar sýkingar í bringu-
beini og miðmæti eftir opnar hjartaaðgerðir. Sogsvampurinn
örvar lækningu sára og hemur vöxt baktería í þeim, aðallega
vegna neikvæðs þrýstings sem myndast í sárinu. Sogsvampurinn
flýtir einnig myndun örvefs. Hér er lýst notkun sogsvamps við
meiriháttar skotáverka á brjóst- og kviðarhol.
Tilfelli: Tæplega fimmtugur maður með fyrri sögu um þung-
lyndi kom á bráðamóttöku Landspítala með 4 cm op á vinstra
brjóstholi (rétt neðan við geirvörtu) eftir haglabyssuskot.
Vegna alvarlegs blæðingarlosts var farið með hann beint inn á
skurðstofu þar sem vinstra brjósthol var opnað. Þar kom í ljós
lófastór áverki á brjóstvegg og voru bæði brjóstveggurinn og
neðri lungnalappinn sundurtættir. Stórt gat var á þindinni og
skotáverkar á bæði milta og vinstri hluta ristils. Högl fundust á
víð og dreif í sárinu sem var.mengað saur. Til þess að minnka
blæðingu voru neðri lungnalappinn og mitUð fjarlægð. Síðan
var vinstri hluti ristils numinn á brott, lagt út stóma og gatinu í
þindinni lokað. Alls blæddu 18 lítrar í aðgerðinni og varð að loka
sárinu til að stöðva blæðinguna. Á næstu dögum fylgdi alvarleg
blóðeitrun og lungnabilun (ARDS). Sárið var opnað að nýju og
322
Læknablaðið 2007/93