Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.04.2007, Qupperneq 58

Læknablaðið - 15.04.2007, Qupperneq 58
ÞING SKURÐLÆKNA, SVÆFINGA- OG GJÖRGÆSLULÆKNA / ÁGRIP ERINDA nýrnabrottnám með kviðsjártækni í Lundi vegna gruns um nýrnafrumukrabbamein. I aðgerðunum var nýrað fríað ásamt Gerotas-felli og síðan dregið út um kviðvegginn í heilu lagi í poka. Ferli aðgerðar og eftirmeðferðar var skráð með framsýn- um hætti. Niðurstöður: í öllum tilvikum var nýrað fjarlægt í heild sinni (radicalt). Aðgerðin var gerð í læknandi tilgangi hjá 35 sjúkling- um og hjá fjórum sem líknandi meðferð. Meðalaðgerðartími var 290 mínútur (bil 189-580 mín) og meðalblæðing 186 ml (bil 0-1300). í þremur aðgerðum þurfti að breyta yfir í opna aðgerð, meðal annars vegna gruns um eitlilmeinvörp og blæð- ingar frá nýrnabláæð. Einn sjúklingur fékk blóðgjöf eftir aðgerð. Meðalstærð æxlanna var 4,5 cm (bil 2-8 cm) og algengustu T- stig æxlanna voru pTla (n=ll), pTlb (n=19), pT2 (n=2), pT3a (n=4), pT3b (n=l) og pT4 (n=l). í einu tilfelli var um góðkynja nýrnablöðru að ræða. Legutími var 4 dagar að meðaltali (bil 2- 12 dagar) í sjö tilfellum var um minniháttar fylgikvilla að ræða eftir aðgerð en einn sjúklingur sem gekkst undir líknandi aðgerð fékk lungnarek. Allir sjúklingarnir lifðu aðgerðina af. í júní 2006 hafði enginn þeirra sem gekkst undir læknandi aðgerð greinst með endurtekið krabbamein eða fjarmeinvörp. Ályktun: Nýrnabrottnám með kviðsjártækni er framkvæmanleg með lágri tíðni fylgikvilla. Blæðing er lítil og legutími stuttur. Nýrnabrottnám með kviðsjártækni er örugg aðgerð. E-29 Meðfædd ósæðarþrenging hjá börnum á íslandi 1990- 2006 Sverrir /. Gunnarsson'* 2, Bjarni Torfason21, Gunnlaugur Sigfússon31, Hróðmar Helgason3,Tómas Guðbjartsson2-1 sverrg@hi.is 'Læknadeild HÍ, 2hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala, 3Barnaspítali Hringsins Inngangur: Ósæðarþrenging (aortic coarctation) er á meðal algengustu meðfæddra hjartagalla. Oftast er um að ræða þreng- ingu á brjóstholshluta ósæðar, rétt neðan við vinstri a. subclavia sem hindrar blóðflæði frá hjartanu. Algengustu einkennin eru háþrýstingur í efri hluta líkamans og skert blóðflæði til neðri hluta líkamans. Hjartabilun og lost geta sést í alvarlegum til- vikum. í vægum tilvikum nægir lyfjameðferð en annars er gripið til æðavíkkunar (með blöðru) eða skurðaðgerðar. A íslandi eru ekki til rannsóknir á árangri skurðaðgerða við þessum sjúkdómi. Tilgangur þessarar rannsóknar var að leggja mat á árangur skurðaðgerða við meðfæddri ósæðarþrengingu og kanna afdrif sjúklinganna. Efniviður og aðferðir: Um er að ræða fyrstu niðurstöður úr stærri rannsókn sem tekur til allra barna sem greinst hafa með meðfædda ósæðarþrengingu á íslandi frá 1990-2006. í þessari afturskyggnu rannsókn eru eingöngu börn (yngri en 18 ára) sem gengust undir skurðaðgerð hér á landi vegna þessa sjúkdóms. Rannsóknin er afturskyggn og fengust upplýsingar úr sjúkra- skrám auk greiningar- og aðgerðarskrám á Landspítala. Könnuð voru einkenni og ábendingar skurðaðgerða auk þess sem lagt var mat á fylgikvilla og árangur skurðmeðferðar. Niðurstöður: Alls greindust 67 börn yngri en 18 ára með með- fædda ósæðarþrengingu á þeim 17 árum sem rannsóknin náði til. Af þeim fóru 38 í skurðaðgerð hér á landi, 22 drengir og 16 stúlk- ur, meðalaldur 37 mánuðir (bil 3 dagar - 17,8 ár). Alls greindust 26 (68%) með einkenni þar sem einkenni hjartabilunar voru algengust. Ellefu sjúklingar greindust fyrir tilviljun og einn á fósturskeiði. Átta sjúklingar fóru í bráðaaðgerð, oftast vegna alvarlegrar hjartabilunar og losts. Prýstingsfall fyrir og eftir aðgerð var 50 og 12 mmHg að meðaltali. Algengasta aðgerðin var bein æðatenging (end-to-end) og subclavian-flap viðgerð. Aðgerðartími var að meðaltali 136 mín. (bil 80-260 mín.) og meðaltangartími á ósæð 24 mín. Hjá einum sjúklingi þurfti að nota hjarta- og lungnavél sem tengd var í nára. Algengustu fylgi- kvillar eftir aðgerð voru háþrýstingur og lungnabólga. Enginn sjúklingur lamaðist eftir aðgerð. Miðgildi legutíma var 9 dagar (bil 4 -127 dagar). Sjö börn (18 %) hafa þurft á víkkun að halda eftir aðgerð og eitt barn fór í enduraðgerð í framhaldi af víkkun með blöðru. Endurtekna skurðaðgerð þurfti ekki að gera hjá neimum vegna endurþrengsla. Öll börnin lifðu af aðgerð og í dag eru öll á lífi utan eitt sem dó rúmlega þremur mánuðum eftir aðgerð vegna annarra flókinna meðfæddra galla. Ályktun: Tíðni meðfæddrar ósæðarþrengingar er svipaður og í nágrannalöndum okkar. Meira en helmingur þessara sjúklinga fer í skurðaðgerð. Árangur skurðaðgerða er mjög góður og á það bæði við um tíðni fylgikvilla í og eftir aðgerð. E-30 Meðferð með sogsvampi við meiriháttar skotáverka á brjósthol Steinarr Björnsson1, Helgi Kjartan Sigurðsson2, Jens Kjartansson3-5, Sigurbergur Kárason4, Bjarni Torfason1-5, Tómas Guðbjartsson1-5 tomasgud@landspitali.is ‘Hjarta- og lungnaskurðdeild, 2almenn skurðdeild, 3lýtalækningadeild og 4svæfinga- og gjörgæsludeild Landspítala, 'læknadeild HÍ Inngangur: Meðferð með sogsvampi (Vacuum-Assisted Closure,VAC) hefur á síðustu árum rutt sér til rúms í meðferð sýktra skurðsára, sérstaklega við alvarlegar sýkingar í bringu- beini og miðmæti eftir opnar hjartaaðgerðir. Sogsvampurinn örvar lækningu sára og hemur vöxt baktería í þeim, aðallega vegna neikvæðs þrýstings sem myndast í sárinu. Sogsvampurinn flýtir einnig myndun örvefs. Hér er lýst notkun sogsvamps við meiriháttar skotáverka á brjóst- og kviðarhol. Tilfelli: Tæplega fimmtugur maður með fyrri sögu um þung- lyndi kom á bráðamóttöku Landspítala með 4 cm op á vinstra brjóstholi (rétt neðan við geirvörtu) eftir haglabyssuskot. Vegna alvarlegs blæðingarlosts var farið með hann beint inn á skurðstofu þar sem vinstra brjósthol var opnað. Þar kom í ljós lófastór áverki á brjóstvegg og voru bæði brjóstveggurinn og neðri lungnalappinn sundurtættir. Stórt gat var á þindinni og skotáverkar á bæði milta og vinstri hluta ristils. Högl fundust á víð og dreif í sárinu sem var.mengað saur. Til þess að minnka blæðingu voru neðri lungnalappinn og mitUð fjarlægð. Síðan var vinstri hluti ristils numinn á brott, lagt út stóma og gatinu í þindinni lokað. Alls blæddu 18 lítrar í aðgerðinni og varð að loka sárinu til að stöðva blæðinguna. Á næstu dögum fylgdi alvarleg blóðeitrun og lungnabilun (ARDS). Sárið var opnað að nýju og 322 Læknablaðið 2007/93
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.