Læknablaðið - 15.04.2007, Blaðsíða 64
ÞIN G SKURÐLÆKNA, SVÆFINGA- OG GJÖRGÆSLULÆKNA / ÁGRIP ERINDA
2759 ng/L). Ekki fannst martækur munur á BNP gildi sjúklinga
sem fengu hjartaveggsdrep eftir aðgerð. Góð fylgni var á milli
BNP og Euroscore r=0,64;p<0,001 og BNP og útstreymisbroti
hjartans r=-0,26 p=0,004. Fyrir legulengd á gjörgæslu í þrjá daga
eða lengur eða andlát var flatarmál undir ROC kúrfu 0,826 fyrir
BNP, 0,802 fyrir Euroscore og 0,347 fyrir útstreymisbrot hjartans.
Fyrir notkun æðahvetjandi lyfja var flatarmál undir kúrfu 0,863
hjá BNP, 0,769 hjá logistic Euroscore og 0,396 hjá útstreymisbroti
hjartans. Fyrir notkun IABP var flatarmálið 0,688 hjá BNP, 0,522
hjá logistic Euroscore og 0,386 hjá útstreymisbroti hjartans.
Ályktun: BNP spáir vel fyrir um alvarlega fylgikvilla eftir hjarta-
aðgerð. Pað er jafngott mælitæki og Euroscore fyrir aðgerð
og betra en útstreymisbrot hjartans metið sjónrænt með vél-
indaómun fyrir aðgerð.
E-44 Áhrif stökkbreytingar í BRCA2 á framgang krabba-
meins í blöðruhálskirtli
Tryggvi Porgeirsson', Laufey Tryggvadóttir2, Linda Viðarsdóttir’, Jón
Gunnlaugur Jónasson25, Elínborg J. Ólafsdóttir2, Guðríður H. Ólafsdóttir2,
Þórunn Rafnar4, Steinunn Thorlacius4, Jórunn E. Eyfjörð1-3, Hrafn TUlinius2,
Eiríkur Jónsson5
tryggvt@hi.is
‘Læknadeild HÍ, 2Krabbameinsskrá KÍ,’Rannsóknarstofa KÍ í sameinda- og
frumulíffræði, 4íslensk erfðagreining, -'þvagfæraskurðdeild Landspítala
Inngangur: Stökkbreytingar í BRCA2 geninu auka verulega
hættu á brjóstakrabbameini og í minna mæli á öðrum
krabbameinum svo sem í eggjastokkum og blöðruhálskirtli.
Fátt er hins vegar vitað um áhrif stökkbreytinganna á
framgang krabbameins í blöðruhálskirtli. I rannsókninni var
sjúkdómssértæk lifun karla með krabbamein í blöðruhálskirtli
borin saman milli arfbera svokallaðrar íslenskrar BRCA2 999del5
landnemastökkbreytingar og sjúklinga án stökkbreytingarinnar.
Einnig voru áhrif stökkbreytingarinnar á stig og gráðu við
greiningu könnuð.
Aðferðir: Með samkeyrslu við Krabbameinsskrá KÍ fundust 596
karlmenn sem greinst höfðu með krabbamein í blöðruhálskirtli
á tímabilinu 1955 til og með 2004, úr hópi 29.603 karlkyns
ættingja óvalins hóps kvenna með brjóstakrabbamein. Sýni
fengust úr 527 einstaklingum (88,4%). Líkan Cox var notað við
lifunargreiningu.
Niðurstöður: Stökkbreyting fannst hjá 30 sjúklingum (5,7%).
Miðað við sjúklinga án stökkbreytingar höfðu arfberar lægri
greiningaraldur (69 ára m.v.74 ára (p=0,002)), hærra hlutfall hafði
útbreiddan sjúkdóm eða meinvörp við greiningu (79% á stigum
3 eða 4 m.v. 39%, p<0,001) og æxlisgráða var að jafnaði hærri
(87% með Gleason gráðu 7-10 m.v.51%,p=0,003). Hjá arfberum
var hlutfallsleg áhætta á að deyja af völdum krabbameinsins
3,42 (95% öryggisbil (CI): 2,12-5,51), leiðrétt fyrir áhrifum
greiningarárs og fæðingarárs, en 2,23 (95% CI: 1,03-4,79) þegar
einnig var tekið tillit til áhrifa stigs og gráðu. Miðgildi lifunar
hjá arfberum var 2,1 ár (95% CI = 1,4-3,6) en 12,4 ár (95% CI
= 9,9-19,7) hjá sjúklingum án stökkbreytingar. Hvorki skyldleiki
við brjóstakrabbameinssjúklingana né greiningartímabil höfðu
áhrif á lifun arfbera.
Ályktanir: íslenska landnemastökkbreytingin BRCA2 999del5
hefur veruleg neikvæð áhrif á horfur karla með krabbamein í
blöðruhálskirtli en áætlað er að 2-3% sjúklinga eða um 4-6 á ári
beri í sér stökkbreytinguna. Ljóst er að framgangur sjúkdóms-
ins er mun hraðari í arfberum og kemur það bæði fram í lengra
gengnum sjúkdómi við greiningu og verri horfum eftir greiningu
en þeirra áhrifa gætir einnig þótt leiðrétt sé fyrir stigi og gráðu
við greiningu. Auk þess að hafa þýðingu fyrir sjúklinga með
þekkta fjölskyldulæga stökkbreytingu eða ríka fjölskyldusögu
um krabbamein sem henni tengjast sýna niðurstöður glögg-
lega fram á mikilvægi BRCA2 gensins í náttúrulegum gangi
sjúkdómsins.
E-45 Samanburður á kransæðahjáveituaðgerðum fram-
kvæmdum á sláandi hjarta og með aðstoð hjarta- og
lungnavélar
Hannes Sigurjónsson'* 2, Bjarni Torfason21, Bjarni Geir Viðarsson2, Tómas
Guðbjartsson2-1
tornasgud@landspitali.is
'Læknadeild HÍ, 2hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala
Inngangur: Kransæðahjáveituaðgerðir eru yfirleitt framkvæmdar
með aðstoð hjarta- og lungnavélar og hjartað stöðvað í aðgerð-
inni (CABG). Á síðastliðnum árum er í vaxandi mæli farið að
framkvæma þessar aðgerðir á sláandi hjarta (OPCAB), þ.e. án
hjarta- og lungnavélar. Þar með er reynt að koma í veg fyrir
fylgikvilla sem rekja má til hjarta- og lungnavélarinnar. Hins
vegar er aðgerð á sláandi hjarta tæknilega erfiðari og ekki eru
allir á einu máli hvort slík aðgerð sé betri kostur en hefðbundin
kransæðahjáveituaðgerð. Markmið þessarar rannsóknar er að
bera saman árangur þessara aðgerðategunda, aðallega með tilliti
til fylgikvilla og skammtíma árangurs.
Efniviður og aðferðir: Rannsóknin er afturskyggn og nær til
allra sjúklinga sem gengust undir kransæðahjáveituaðgerð á
íslandi frá 2002-2004. Sjúklingum sem gengust undir krans-
æðahjáveitu samtímis annarri hjartaaðgerð (t.d. lokuaðgerð) var
sleppt. Sjúklingunum var skipt í tvo hópa, CABG-hóp (n=150)
og OPCAB-hóp (n=53), þar með taldir þrír sjúklingar sem snúið
var í hefðbundna aðgerð. Hóparnir voru bornir saman með til-
liti til ábendinga fyrir aðgerð, áhættuþátta, Euroscore og fjölda
æðatenginga. Einnig var lagt mat á árangur aðgerðanna; aðgerð-
artíma, fylgikvilla, legutíma og skurðdauða.
Niðurstöður: Niðurstöður eru sýndar í töflu I. Sjúklingahóparnir
voru sambærilegir, til dæmis hvað varðar aldur, einkenni,
NYHA-flokkun, Euroscore, alvarleika kransæðasjúkdóms, út-
streymisbrot hjarta (EF) og fjölda æðatenginga. Aðgerðir á
sláandi hjarta tóku heldur lengri tíma en hefðbundin aðgerð
og blæðing í þeim var marktækt meiri. Hins vegar voru fylgi-
kvillar eins og gáttatif/flökt og hjartadrep algengari eftir hefð-
bundna aðgerð (CK-MBmax 57 pg/L á móti 42 pg/L, p=0,07)
en munurinn reyndist ekki marktækur. Tíðni heilablóðfalls var
sambærileg í báðum hópum. Miðgildi legutíma á gjörgæslu var
1 dagur hjá báðum hópum en heildarlegutími var hins vegar
einum degi lengri eftir hefðbundna aðgerð. Sjö sjúklingar létust
innan 30 daga eftir hefðbundna aðgerð en enginn eftir aðgerð á
sláandi hjarta (p<0,01).
328 Læknablaðið 2007/93