Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.04.2007, Qupperneq 68

Læknablaðið - 15.04.2007, Qupperneq 68
ÞING SKURÐLÆKNA, SVÆFINGA- OG GJÖRGÆSLULÆKNA / ÁGRIP ERINDA lífhimnuhersli var greint og sterameðferð hafin. Sjúklingur svar- aði sterameðferðinni með áhrifaríkum hætti og varð einkenna- laus. Sex mánuðum síðar þjáðist hann hins vegar af garnastíflu og var orðinn háður næringu í æð. Vegna þessa var gerð skurð- aðgerð þar sem bandvefshylki sem umlukti smágirnið var fjar- lægt. Með því að losa þannig um smágirnið var óhindruðu flæði gegnum smágirnið komið á að nýju. Sjúklingi heilsaðist vel eftir aðgerð og 10 vikum síðar er hann einkennalaus og þyngist vel. Ályktun: Þetta er fyrsta tilfelli umlykjandi lífhimnuherslis á íslandi og fyrsta skurðaðgerð við umlykjandi lifhimnuhersli sem greint hefur verið frá á Norðurlöndum. Þetta tilfelli er athygl- isvert sökum lífsbjargandi svörunar við sterameðferð og árang- ursríkrar skurðaðgerðar. V-08 Sogæðaæxli í kviðarholi - sjúkratilfelli Gígja Guðbrandsdóttir', Jónas Magnússon1, Sigurður V. Sigurjónsson2, Kristrún R. Benediktsdóttir3, Páll Helgi Möller' pallm@landspitali. is 'Skurðlækningadeild/myndgreiningardeild og-’rannsóknastofa í meinafræði, Landspítala Inngangur: Sogæðaæxli (lymphangioma) í kviðarholi hjá full- orðnum er sjaldgæfur góðkynja sjúkdómur en einungis 2-8% þeirra eiga upptök sín þar. Þessi æxli eru algengari hjá konum, koma fyrir í öllum aldurshópum og geta haft breytilega sjúk- dómsmynd. Orsök sjúkdómsins er talin vera þróunarlegur galli á sogæðakerfinu en einnig er kenning um að bólga eða sýking í sogæðakerfinu geti leitt til hindrunar á streymi vökva og þar af leiðandi samsöfnunar og myndunar fyrirferða. Orsakir eru taldar eiga sér stað snemma á lífsleiðinni eða á fósturskeiði. Sjúkdómurinn getur komið alls staðar þar sem sogæðar eru. Meðferðin er brottnám með skurðaðgerð og horfur eftir aðgerð eru góðar. í september 2006 voru tveir karlmenn teknir til aðgerðar á Landspítala með sogæðaæxli og er þeim tilfellum lýst hér. Tilfelli: Fyrra tilfellið var 23ja ára hraustur karlmaður með tveggja ára sögu um vaxandi bakverki sem ekki svöruðu hefð- bundinni meðferð. Tölvusneiðmynd af kviðarholi sýndi fyr- irferð umhverfis briskirtil. Grunur um sogæðaæxli vaknaði eftir ómskoðun á lifur, gallvegum og brisi þar sem þunn septa sáust innan fyrirferðarinnar. Vefjasýni var fengið frá fyrirferðinni með kviðsjárspeglun sem staðfesti greininguna. Sjúklingur fór í kviðarholsskurð þar sem blöðrukennd fyrirferð, 14,5x3,5 cm að stærð, var fjarlægð ásamt 5 minni bitum sem samanlagt mæld- ust 3,5x2,5 cm. Einnig var tekið sýni frá briskirtli. Aðgerðin var fylgikvillalaus sem og gangur eftir aðgerð. Engar illkynja breyt- ingar greindust og var ekki mælt með frekari meðferð. Seinna tilfellið var 46 ára karlmaður með nýgreindan háþrýsting og nætursvita. Sökum háþrýtsings var hann sendur í hjartaómun sem sýndi víkkun á ósæðarrótinni.Tölvusneiðmynd af brjóstholi og kviðarholi í kjölfarið sýndi 4,2x5,2 cm stóra vel afmarkaða fyrirferð í risristilshengi hægra megin í kviðarholi, hliðlægt við skeifugörn og framan við efri pól hægra nýra. Að auki var önnur fyrirferð, 2,4 cm í mesta mál, aftan og ofan við þá stærri. Við aðgerð var framkvæmt hægra ristilbrottnám þar sem blöðrulíka breytingin lá þétt við ristilinn í risristilhengju. Aðgerðin var fylgikvillalaus. Vefjarannsókn staðfesti fjölhreiðra (multifocal) sogæðaæxli staðsett í slímubeð (submucosu) og hálubeð (subserosu). Tuttugu og tveir svæðiseitlar voru án afbrigða. Eftir aðgerð fékk sjúklingur lungnabólgu sem var meðhöndluð á hefðbundinn hátt og útskrifaðist hann 5 dögum eftir aðgerð. Engar illkynja breytingar greindust og var ekki mælt með frekari meðferð. Umræða: I ljósi þess hve sjaldgæfur þessi sjúkdómur er verður að teljast mjög óvenjulegt að tveir einstaklingar séu greindir á sama ári og skornir upp í sama mánuði í okkar 300.000 manna samfélagi. V-09 Húðágræðsla eftir sárasogsmeðferð á kviðveggjar- bresti eftir áverka Lára G. Sigurðardóttir, Þórdís Kjartansdóttir, Þorvaldur Jónsson, Páll Helgi Möller larags@landspitali.is Skurðlækningadeild Landspítala Inngangur: Sárasogsmeðferð (vacuum assisted closure, VAC) er í vaxandi mæli notuð til að örva gróanda sára sem svara illa hefðbundinni meðferð. Meðferðin byggist á undirþrýstingi sem næst með sárasogstæki sem tengist sárinu með kera og svampi sem liggur í sárinu. Talið er að sárasogsmeðferðin hreinsi burt millifrumuvökva, minnki staðbundinn bjúg og auki blóðflæði í sárinu sem leiðir til þess að bakteríum í sárinu fækkar. Með þessu degst sárið hraðar saman og grynnkar fyrr en ella. Hér er sýnt fram á gagnsemi sárasogsmeðferðar við húðágræðslu á sár sem náði yfir og í gegnum allan kviðvegginn. Jafnframt er þetta fyrsta íslenska tilfellið með kviðveggjarbrest sem hlýtur þessa meðferð. Sjúkratilfelli: 39 ára gamall karlmaður hlaut meðal annars fjöláverka eftir vinnuslys við stífluframkvæmdir. Við komu á Landspítala var hann meðal annars með opinn kviðarholsáverka og gekkst undir bráðaaðgerð. Nokkrum dögum síðar greindist drep gegnum öll lög í hluta kviðveggjar ásamt auknum kviðarholsþrýstingi. Drepið var fjarlægt og vegna vefjataps sem það olli var ekki hægt að loka kviðarholinu. Því var stoðnet (Vicryl-net) lagt yfir garnir og sárasogið þar yfir. Mánuði síðar var grædd húð frá lærum á sárið sem mældist 40x40 cm. Niðurstaða: Með sárasogsmeðferðinni fékkst góður gróðrarvefur (granulation tissue) í sárið sem eftir eins mánaðar meðferð var tilbúið til húðágræðslu. Húðágræðslan heppnaðist fullkomlega. Ályktun: Sárasogsmeðferðin hafði jákvæð áhrif á kviðarhols- brestinn og gerði sárið fyrr tilbúið til húðágræðslu en ætla má ef hefðbundinni sárameðferð hefði verið beitt. 332 Læknablaðið 2007/93
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.