Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.04.2007, Side 72

Læknablaðið - 15.04.2007, Side 72
ÞING SKURÐLÆKNA, SVÆFINGA- OG GJÖRGÆSLULÆKNA / ÁGRIP ERINDA einkenni. Ýmsar vefjagreiningar koma fyrir en berkjuskúlk er algengast og æxli er sjaldgæft. Fyrirstaða í berkju var sjaldan fyrir hendi. V-16 Tíðaloftbrjóst - snúin greining og meðferð. Sjúkra- tilfelli Guðrún Fönn 7’ómaií/óm>1,BjarniTorfason1'2,Tómas Guðbjartsson1'2 tomasgud@landspitali.is ‘Læknadeild HÍ, 2hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala Inngangur:Tíðaloftbrjóst er skilgreint sem endurtekið loftbrjóst sem greinist <72 klst frá upphafi tíða. Einkenni eru iðulega lúmsk sem getur tafið greiningu. Oftast er um að ræða ungar konur með loftbrjóst hægra megin. Orsök tíðaloftbrjóst er ekki þekkt en uppi eru getgátur um að legslímuflakk í brjóstholi geti átt hlut að máli. I nýlegri rannsókn á Landspítala gengust 50 konur undir aðgerð vegna sjálfkrafa loftbrjósts frá 1990-2005. Ein þessara kvenna (2%) reyndist hafa tíðaloftbrjóst en hún hafði þekkt legslímuflakk (endometriosis) í grindarbotni. Tilfelli: 26 ára kona var lögð inn á bráðamóttöku Landspítala með 4 cm loftbrjóst yfir hægri lungnatoppi. Hún hafði tveggja daga sögu um takverk hægra megin sem gerði vart við sig skömmu eftir að tíðir hófust. Sex árum áður hafði hún greinst með legslímuflakk í grindarbotni og sem var brennt í kvið- sjárpeglun. Auk þess hafði hún fengið hormónameðferð vegna legslímuflakks. Á bráðamóttöku kom fram að hún hafði á síðast- liðnum 5 árum fundið fyrir svipuðum einkennum (þ.e. takverk) að minnsta kosti fjórum sinnum og þá ávallt í tengslum við tíðir. Hún leitaði þó ekki læknis í þau skipti þar sem einkenni gengu yfir á nokkrum dögum. Á bráðamóttöku var komið fyrir brjóstholskera sem tengdur var við sog. Loftlekinn stöðvaðist á nokkrum dögum og hún var send heim. Viku síðar greindist hjá henni endurtekið loftbrjóst sömu megin á lungnamynd og var þá settur inn keri. Tölvusneiðmyndir af lungum reyndust eðlilegar. Loftleki hélt áfram og var því ákveðið að taka sjúkling til aðgerðar. Par var hægri lungnatoppur fjarlægður (fleygskurð- ur) í gegnum hægri brjóstholsskurð (mini-axillar thoracotomy). Lungnatoppurinn og fleiðran litu eðlilega út í aðgerðinni. Vefjaskoðun sýndi minniháttar blöðrur en engin merki um legslímuflakk. Hún var útskrifuð 5 dögum eftir aðgerð en var lögð inn að nýju viku síðar með takverk. Lungnamynd staðfesti endurtekið loftbrjóst hægra megin (3,5 cm). Ákveðið var að gera fleiðrulímingu (pleurodesis) þar sem talkúmi var sprautað inn í fleiðruholið í gegnum brjóstholskera. Stöðvaðist loftlekinn við þetta og var hún útskrifuð þremur dögum síðar. Ekki hefur borið á enduteknu loftbrjósti síðan en liðin eru tvö ár frá fleið- urlímingu. Ályktun: Tíðaloftbrjóst er sjaldgæft fyrirbæri og sennilega van- greint. Eins og sést í þessu tilfelli eru einkenni oft væg og end- urtekið loftbrjóst algengt. Ekki tókst að sýna fram á legslímu- flakk í brjóstholi hjá þessum sjúklingi, þrátt fyrir fyrri sögu um legslímuflakk í grindarbotni. Þetta tilfelli undirstrikar því hversu flókið fyrirbæri meingerð tíðaloftbrjósts er og að meðferð getur verið flókin. V-17 Svæsin blæðing eftir fæðingu og Novoseven®: Fimm tilfelli af Kvennadeild Landspítala Guðmundur Klemenzson', Ebba Magnúsdóttir2, Aðalbjörn Þorsteinsson1 klemenzs@landspitali.is 'Svæfinga- og gjörgæsludeild og 2kvennadeild Landspítala Inngangur: Á kvennadeild Landspítala er bæði langstærsta fæðingardeild landsins og sú eina sem sinnir „vandamálafæðing- um“ og ,,-meðgöngum“. Gagnagrunnur spítalans hefur að geyma sjúkraskrár allra kvenna sem hafa lent í svæsinni blæð- ingu eftir fæðingu. Hér eru kynnt fimm tilfelli þar sem rFVIIa (Novoseven®) var notað sem hluti meðferðar við meiriháttar blæðingu eftir fæðingu. Tilfelli 1: 34 ára gömul kona með fyrri sögu um erfiða fæðingu fór í keisaraskurð. Á 11. degi eftir aðgerð lagðist hún inn vegna blæðingar frá leggöngum. Á 13. degi hélt blæðingin áfram þrátt fyrir útskaf og var legið því fjarlægt. Áætlað blóðtap í aðgerð var í kringum 15 lítra. Þrátt fyrir mikla blóðhlutagjöf blæddi úr sárbeðnum eftir að legið hafði verið fjarlægt. rFVIIa (45 mcg/kg) var gefið og stöðvaðist blæðingin samstundis. Tilfelli 2: 17 ára gömul kona rifnaði í leggöngum eftir fæðingu og teygði rifan sig upp í legháls. Legið dróst heldur ekki saman, henni blæddi mikið og fór í hjartastopp. Endurlífgun tókst með hjartahnoði og gjöf neyðarblóðs. í framhaldi fór hún í aðgerð þar sem kviðarhol var opnað og legið fjarlægt. Blóðtap var áætlað 15-20 lítrar. Sjúklingurinn hélt áfram að blæða frá einni grein legbolsslagæðar og því var rFVIIa (90 mcg/kg) gefið á níunda degi eftir aðgerð. Stöðvaðist blæðingin við þetta. Síðan var lokað fyrir slagæðagreinina sem blæddi með embolíseringu. Tilfelli 3: 34 ára kona með gallstíflu tengt meðgöngu og fyrri sögu um keisaraskurð, fæddi barn sitt vaginalt. Eftir fæð- inguna dróst legið ekki saman og svaraði hvorki samdráttar- lyfjum né leghnoði. rFVIIa (75 mcg/ kg) var gefið með tíma- bundnum áhrifum. Konan var flutt inn á skurðstofu og gerð var subtotal hysterectomia. Áætlað blóðtap var 8-10 lítrar. Dreifðar blæðingar voru úr skurðsvæðinu sem samsvaraði storkutruflun. rFIIa var aftur gefið, en nú með engum merkjanlegum árangri. Sem betur fer stöðvaðist þó blæðingin, líklega vegna áfram- haldandi blóðhlutagjafa. Tilfelli 4: 39 ára kona fæddi eðlilega eftir langvarandi sótt. Eftir fæðinguna dróst legið ekki saman og gekkst hún því undir leg- nám. Blóðtap var áætlað 5-10 lítrar. rFIIa var gefið tvisvar (45 og 22 mcg/kg) án merkjanlegrar svörunar. Þrátt fyrir það stöðvaðist blæðingin. Tilfelli 5: 30 ára kona með fyrri sögu um keisaraskurð, gekkst undir keisaraskurð vegna fyrirstæðrar fylgju. Blóðtap var mjög mikið (um 20 lítrar) (placenta accreata) og hélt áfram þrátt brottnám á legi. rFIIa (40 mcg/kg) var gefið samtímis því sem leghálsinn var fjarlægður og stöðvaðist þá blæðingin. Erfitt var að meta áhrif rFVIIa gjafar. Samantekt: rFVIIa (Novoseven®) er hægt að nota sem hluta af margþættri meðferð við svæsinni blæðingu eftir fæðingu. Inn- grip skurðlækna og gjöf blóðhluta er áfram lykilmeðferð við blæðingu eftir fæðingu. 336 Læknablaðið 2007/93
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.